Ægir - 15.02.1971, Page 8
34
ÆGIR
Sjávarntvegnrinn 1970
IVolikrir forustumenn í sjdvarútvegi og fiskiðnaði gefa í þcssa og mestu
hlöðuni statt gfirlit gfir árið sem leiðog ncða ástand og horfur.
Loftur Bjarnason:
Togaraútgerðin 1970.
Framan af árinu
1970 horfði mjög
vel um afla togar-
anna. Fyrstu fjóra
mánuði ársins
jókst aflinn jafnt
og þétt og nam
aukningin rúm-
lega eitt þúsund
tonnum að meðal-
tali á mánuði, mið-
að við sömu mán-
uði árið 1969.
í maímánuði minnkaði aflinn skyndi-
lega um eitt þúsund tonn miðað við maí-
mánuð 1969 og hélzt svo það sem eftir var
ársins, þannig að síðustu átta mánuðina
var aflinn rúmlega átta þúsund tonnum
minni en 1969. Þannig minnkaði ársaflinn
um 4.250 tonn á árinu 1970 frá árinu
1969.
Fjöldi togara var hinn sami og 1969, eða
22 talsins.
Samkvæmt upplýsingum Fiskifélags Is-
lands nam afli togaranna 1970 79.850 tonn-
um á móti 84.100 tonnum 1969. Heildar-
fjöldi úthaldsdaga var 7.332 á móti 7-416
árið 1969. Var því aflinn á síðasta ári 11.04
tonn á úthaldsdag á móti 11.24 tonnum
1969.
Af heildaraflanum voru 19.170 tonn
karfi á móti 21.935 tonnum árið áður. Af
því magni var 14.200 tonnum landað heima
á móti 18.500 tonnum 1969. Hins vegar
nam allur sá afli, sem landað var heima
45-300 tonnum á móti 51.850 tonnum árið
1969. Á sama hátt nam aukning landana
erlendis um 3.060 tonnum, voru 34.550 tonn
á móti 31.490 tonnum árið 1969. Allar
þessar tölur eru miðaðar við óslægðan fisk.
En hér á eftir, þegar rætt verður um ís-
fisksölur erlendis, er magn fisksins miðað
við slægðan fisk með haus, nema karfa,
sem ætíð er óslægður.
Verðlag á ísfiskmörkuðunum í Bret-
landi og Þýzkalandi var að meðaltali hærra
á s.l. ári en 1969. En það í sjálfu sér skýr-
ir þó ekki auknar sölur togaranna erlendis,
þar sem allur tilkostnaður þar hefir jafn-
framt hækkað. Þannig leiddu verkföllin
innanlands á s.l. sumri til þess, að mörg-
um togaraförmum var landað erlendis, sem
ella hefði verið landað hér á landi. Verk-
föllin náðu til allra löndunarhafna togar-
anna hér-
Á árinu 1970 fóru togararnir alls 182
söluferðir með ísfisk til Bretlands og
Þýzkalands (157 ferðir 1969) og seldu þar
27.535 tonn (26.060 tonn 1969) fyrir 559.4
millj. króna (453.5 millj. kr. 1969). Var
meðalverðið kr. 20.32 hvert kg. (kr. 17.40
hvert kg 1969).
Til Bretlands fóru togararnir 45 sölu-
ferðir með 7-044.0 tonn (8.519.7 tonn árið
1969) sem seld voru fyrir 134.7 millj.
króna, og reyndist meðalverðið kr. 19.12
hvert kg (kr. 15.95 hvert kg 1969), og til
Þýzkalands fóru togararnir 137 söluferðir
með 20.480.8 tonn (17.540.7 tonn 1969),
sem seld voru fyrir 424.7 millj. króna og
reyndist meðalverðið kr. 20.73 hvert kg
(kr. 18.10 hvert kg 1969. Hér ber þess þó
að gæta, að síðla árs 1969 var gengi vest-
urþýzka marksins hækkað um 8.5% og ef
meðalverðlag ársins 1969 hefði verið reikn-
að á hinu nýja gengi, hefði það verið kr.
18.92 hvert kg).