Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1971, Síða 9

Ægir - 15.02.1971, Síða 9
Æ GIR 35 Við þetta bætist, að vegna vei'kfallanna í maí og júní 1970 lönduðu togararnir 10 fiskförmum í Færeyjum, alls 1.586.7 tonn- Um» sem seldust fyrir 16.3 millj. króna, að meðalverði kr. 10.28 hvert kg. öll verð hér að framan eru brúttóverð. Loks er þess að geta, að bv. Narfi, sem búinn er heilfrystitækjum, hóf veiðar í L'ost í ágústmánuði 1970. Hafði eigandi hans náð mjög hagstæðum samningi við fyrirtæki í Bremerhaven a. m. k. til eins frs um sölu á heilfrystum fiskafla skips- ms. Landaði það þremur fiskförmum þar a árinu, frá 29. september til 17. desember, alls 888.0 tonnum fyrir 16.1 millj. króna. yar hér um fob-verð að ræða og fiskurinn ýmist slægður með haus eða hausaður og slægður og mun sá fiskur hafa verið fram undir % af magninu. Ef allar sölurnar erlendis eru lagðar saman kemur í ljós, að heildarfiskmagnið, sem togararnir seldu erlendis á árinu 1970 nam 30.009.5 tonnum, sem seldust fyrir alls 591.8 millj. króna. Söluferðir voru samtals 195. Svo illa hefir tekizt til með heilfrysta Lskinn, sem seldur var úr bv. Narfa og áður getur, að mistök hafa orðið með stærðarflokkun fisksins fyrir frystinguna, ®n um stærðarflokkunina gerðu kaupendur ákveðnar kröfur, sem auðvelt hefði verið aÖ fullnægja. Leiddu þessi mistök til þess, að kaupendur riftuðu samningnum °g mun skipið væntanlega selja fyrstu þrjá farniana á þessu ári í Bretlandi. Eins og áður segir höfðu verkföllin í maí og júní veruleg áhrif til aukningar á siglingar togaranna á því tímabili. Telja má víst, að enginn ísfiskur hefði verið seldur í Færeyjum, en þangað voru farnar 10 söluferðir með tæp 1.600 tonn. Til Bret- lands voru farnar 14 söluferðir í júnímán- uði með rúmlega 2.100 tonn og er það mjög °venjulegt, enda voru þær sumar mjög misheppnaðar og má t. d. benda á, að einn togarafarmur var seldur í Peterhead, norðan Aberdeen, og er það algert eins- dæmi, enda varð árangurinn mjög slæmur. í Þýzkalandi voru seldir 3 farmar í júní og 1 í maí, en yfirleitt falla ísfisksölur togara okkar að mestu niður þar í landi eftir páska og fram á haust. Höfðu verk- föllin þannig truflandi áhrif á rekstur tog- aranna auk þess, sem þau leiddu þar með að sjálfsögðu til þess, að fiskmagnið, sem togararnir hefðu lagt af mörkum til fryst- ingar hér á landi, varð miklu minna en ella hefði orðið og hefir það að sjálfsögðu leitt til tjóns fyrir þau frystihús, sem kaupa fisk af togaraflotanum, eins og eftirspurn eftir frystum og flökuðum fiski reyndist síðari hluta ársins 1970. En þetta er aðeins önnur hliðin á þessu máli. Hér verður ekki vikið að úrslitum hinnar almennu launa- og kjaradeilu. En hásetafélögin sögðu upp samningum sín- um við togaraeigendur og voru þeir lausir 1. júní. Hinn 10. júlí var gerður nýr samn- ingur við þessi félög og fól hann í sér sömu hækkun á fastakaupliðum og samið hafði verið um á almennt verkamannakaup í Reykjavík. Fylgdu svo í kjölfarið ýmsir sambærilegir liðir, svo sem fæðispeningar í landi o. fl. Um áramótin hafði fiskverð til sjó- manna hækkað um 15%. Hinn 1. júní var enn ákveðin 5.5% fiskverðhækkun (sem kom ofan á fyrri 15%) og nam þá hækk- unin alls 21.3%. En að sjálfsögðu naut út- gerðin einnig fiskverðshækkunarinnar. Fastakaupgreiðslur hækkuðu á árinu með vísitölum, þ. á m. 4.21% vísitölu- hækkun 1. september s.l., um tæplega 30%. Félög yfirmanna á togurunum sögðu ekki upp samningum sínum 1. júní. Þrátt fyrir það töldu togaraeigendur ekki annað sanngjarnt en að bjóða félögum þeirra sömu hækkun á fastakaupgreiðslum og há- setafélögin höfðu samið um. Töldu togara- eigendur víst, að þegar yfirmenn þannig fengju sambærilega hækkun við aðra, myndu þeir ekki segja upp samningum sínum fyrr en í fyrsta lagi 1. júní 1971, en samningar hásetafélaganna eru bundnir Framhald á bls. 39.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.