Ægir

Volume

Ægir - 15.02.1971, Page 13

Ægir - 15.02.1971, Page 13
Æ GIR 39 Togaraútgerðin 1970 Framhald af bls. 35. h 10. júlí 1971. Þessar vonir brugðust þó tt>eð þeim afleiðingum, sem nú eru öllum 'Unnar, að allur togaraflotinn er bundinn x landfestar, enda var samningnum sagt UÞP 1. des. 1970. Við kjarasamningana við togarasjómenn lukust útgjöld togaraútgerðarinnar mjög j'nikið. En kaupgjaldsþróunin í landinu í heild hefir einnig mikil áhrif á afkomu hennar vegna fjölþættrar þjónustu sem . n er háð hér á landi, við hvers konar vistaöflun, uppskipun á fiski, viðgerðar- Þjónustu og annað þess háttar. Vegna Pmna miklu, almennu kauphækkana og ^erðbólguþróunar á s.l. ári hallaði undan íæti fyrir togaraútgerðinni á árinu. Að yisu minnkaði ársaflinn nokkuð, eins og auur hefir verið sýnt, en fiskverð hækk- a<u hka mjög mikið bæði heima og erlend- ls» eins og fram kemur hér að framan. . Afkoma togaraútgerðarinnar í heild á ai’inu 1969 var hin bezta á síðasta áratug, pott nokkuð vantaði á að tekjur hrykkju lrir gjöldum. Rannsókn hefir leitt í ljós, au ufkoman á árinu 1970 er mun lakari. ^fkomuspá og könnun fyrir árið 1970, sem gerð hefir verið á grundvelli reikn- mgslegrar niðurstöðu ársins 1969 sýnir, a<’ horfurnar á árinu 1971 eru mjög slæm- ar- Kemur þar fyrst og fremst til kaup- g.ialds- og verðlagsþróun hér á landi á ár- mu 1970 og einnig gífurleg verðhækkun á °hum, sem átti sér stað jafnt og þétt á því ári, þannig að sumar olíutegundir, sem togararnir nota mest, meira en tvöfölduð- ust í verði erlendis, og enn er búizt við frekari hækkunum. Þá er þess að geta, að Efnahagsbanda- lagið er nú að móta endanlega fiskimála- stefnu sína og gæti svo farið, að hún valdi miklum afturkipp í löndunum okkar í Þýzkalandi og þá einnig í Bretlandi, ef það gengi í Efnahagsbandalagið. Um þetta mál er ekki hægt að segja neitt endanlegt á þessu stigi, en auðvitað hljótum við ís- lendingar að gera okkur ákveðnar vonir um að fá sérsamning um ísfisklandanir okkar á þessum mörkuðum, sem við höf- um séð fyrir ísfiski í marga áratugi, vænt- anlega með hagstæðum árangri fyrir báða aðila. En hvaða kjör, sem við kunnum að fá hjá Efnahagsbandalaginu, eru afkomu- horfur togaraútgerðarinnar á árinu 1971 uggvænlegar, þrátt fyrir gífurlega fisk- verðhækkun hér innanlands nú um ára- mótin, eða allt að 25%. Er því augljóst, að togaraútgerðin er þess alls ómegnug að taka á sig kaupgjaldshækkanir nú um- fram það, sem gert var í s.l. júlímánuði. LEIÐRÉTTING. Bagaleg villa (brottfall úr setningu) varð í grein Jónasar Jónassonar um fiskmjölsframleiðsluna 1970 í síðasta tbl. á bls. 20. 1 26. línu að neðan í vinstra dálki stendur: „Þorskmjölið komst í 28.817 tonn að því er ætlað er“, en á að vera: „Þorsk- mjölið komst í 28.817 tonn árið 1969, en varð nú 31.500 tonn að því er ætlað er“. allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa a® eignast bókina EIMSK LESTRARBOK handa sjómönnum Þar er að finna ensk heiti á öllum hlutum á skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. BÓKAVERZLUN ÍSAFOLDAR.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.