Ægir

Årgang

Ægir - 15.02.1971, Side 15

Ægir - 15.02.1971, Side 15
ÆGIR 41 Wetra dýpi frá íslandi til Færeyja, við Norðurameríku, Azóreyjar, undan strönd- um Vesturafríku, í Kyrrahafi og víðar. Keilubróðir, Ciliata mustela (L.). Við Brimurð í Vestmannaeyjum fannst Pann 24. janúar 18 cm langur keilubróðir. Keilubróðir er lítill fiskur af þorsk- fiskaætt (Gadidae) sem nær varla meira en 30 cm lengd. Hann hefur fundizt við suður- og suðvesturströndina og e. t. v. Vlð Vestur- og Norðvesturland. Hann er Sh'unnfiskur og lifir á grýttum botni og í þörum nærri landi. Lítið er vitað um lífs- hætti hans hér við land og sjaldan veiðist hann m.a. vegna smæðar sinnar og lífs- hátta. Auk þess að finnast við Island er keilubróðir í Norðuratlantshafi frá Finn- j^örku allt suður til Portúgals og við Bret- hmdseyjar og Færeyjar. RauÓa sævesla, Ciliata septentrionalis (Collett). V/s Snæfugl SU veiddi 33 cm langa 1-auða sæveslu á línu við Norðausturland (67°17'N—16°07,V) á 500—600 metra dýpi sumarið 1970. Rauða sævesla er djúp- og kaldsjávar- fiskur, sem á heima í Norðuríshafi og norðanverðu Norðuratlantshafi. Hún hef- Ul' verið talin sjaldséð við Island en búast 11111 við henni saman með grálúðu- og rsekjuafla af djúpmiðum í framtíðinni. Skrautglitnir, Callionymus lyra, L. Um 14 cm langur skrautglitnir mun hafa komið upp úr lúðu sem veiddist suðvestur af Álsey (Vestmannaeyjar) þann 8. maí. Skrautglitnir fannst fyrst við Vest- mannaeyjar fyrir um 60 árum. Ann- ar kom nær óskemmdur úr þorskmaga í marz 1934 við Vestmannaeyjar. Þá hafa fundizt seiði skraut- og/eða flekkjaglitnis við suður- og vesturströndina. Er því ekki ólíklegt að skepnan leynist við suðurströnd- ina a. m. k. frá Vestmannaeyjum og allt inn í Faxaflóa e. t. v. Auk þess að vera við Island finnst skrautglitnir á 20—50 metra dýpi frá Þrándheimi í Noregi suður í dönsku sundin og vestanvert Eystrasalt og allt suður til Gíbraltar. Við Bretlands- eyjar og Færeyjar er hann einnig. Dílamjóri, Lycodes esmarki, Collett. V/s Snæfugl SU veiddi tvær dílamjóra- hrygnur 57 og 58 cm langar á 67°17'N— 16°07'V s-1. sumar. Hálfberi mjóri, Lycodes seminudus, Reinhardt. Á sama stað og dílamjórarnir og rauða sæveslan veiddust fékk Snæfuglinn einnig tvo hálfbera mjóra, 41 og 42 cm langa hænga. Dílamjóri og hálfberi mjóri sem hafa til skamms tíma verið taldir fremur sjald- séðir fiskar hér við land eiga sjálfsagt Á Isnipa

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.