Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1971, Síða 18

Ægir - 15.02.1971, Síða 18
44 ÆGÍR REGLUGERÐ um sérstök veiðisvæði fyrir línu og net fyrir Suðvesturlandi. 1. gi'. Skipum, sem stunda veiðar með botnvörpu, eru bannaðar veiðar frá 1. marz til 1. maí 1971 á svæðum, sem takmarkast af línum, sem hugsast dregnar þannig: 1. Að austan hugsast dregin lína í réttvísandi suður frá Þjórsárósi í punkt 63°34'N og 20°48'V og þaðan í punkt 63°34'N og 21°26'V síðan í vesturátt gegnum eftirgreinda punkta: 1. 63°41'2N 21°45'5V 2. 63°41'2N 22°21'0V 3. 63°34'5N 23°03'5V og þaðan í réttvísandi 033° í Reykjanesvita. Þó skal skipum allt að 105 brl. heimilt að veiða innan þessara marka á svæði, er takmarkast af lengd- arbaugunum 21°57'V og 22°32'V og þrjár sjó- mílur út frá ströndinni. 2. Að norðan hugsast dregin lína í réttvísandi vestur frá Garðskaga og að sunnan í réttvísandi vestur frá Stafnesi. Að utan takmarkast svæði þetta af fiskveiðilandhelgislínunni. 2. gr. Með mál þau, sem rísa út af brotum gegn reglu- gerð þessari, skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot viðurlögum, samkvæmt ákvæðum laga nr. 62 18. maí 1967, um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu með síðari breyting- um. Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 62 18. maí 1967, um bann gegn veiðum með botn- vörpu og flotvörpu, með síðari breytingum, sbr. lög nr. 21 10. maí 1969, til þess að öðlast gildi, og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið, 9. febrúar 1971. Ec/gert G. Þorsteinsson. Jón L. Arnalds. r---------------------------------------------h Frá VerðJagsrádi sjávarútvegsins V_____________________________________________■> Samkvæmt ákvörðun Verðlagsráðs sjávarútveg- ins og yfirnefndar þess, gildir eftirfarandi lág- marksverð á ferskri loðnu veiddri frá byrjun loðnuvertíðar til 15. maí 1971. Loðna til frystingar til útflutnings og í beitu, hvert kg.................. kr. 2.30 Fersk loðna í beitu, enda hafi loðn- unni ekki verið dælt í eða úr skipi, hvert kg ............................. — 2.90 Loðna i bræðslu, hvert kg............. — 1.25 Verðið er miðað við loðnuna komna á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips eða löndunartæki verksmiðju. Athygli skal vakin á því, að felld er niður skylda seljenda til þess að skila loðnu í bræðslu í verk- smiðjuþró gegn sérstöku flutningsgjaldi. Reykjavík, 8. febrúar 1971. Verðlagsráð sjávarútvegsins. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 250 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.