Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.03.1971, Qupperneq 7

Ægir - 15.03.1971, Qupperneq 7
Æ GIR 61 stærðfræðilegs, verkfræðilegs og lagalegs eðlis svo eitthvað sé nefnt. Ég lagði megin- áherzlu á þá þætti, sem fjölluðu um meng- unarefni í sjó, dreifingu þeirra um höfin °S varnir gegn þeim. Eftir að aðalatriði skýrslnanna höfðu Verið kynnt fundarmönnum, voru þau rsedd á almennum fundum og samþykktir gerðar um margvísleg atriði. Þessar sam- Þykktir ber þó eingöngu að skoða sem abendingar og tillögur til úrbóta, en þær geta vonandi orðið grundvöllur að alþjóða- samþykktum um þessi vandasömu mál áð- Ur en langt um líður. 1 skýrslum ráðstefnunnar kemur það viða fram að áhrifa mengunar sjávar og s.lávarbúa gætir víða, m. a. með hörmu- legum afleiðingum kvikasilfurseitrunar í ^aPan (Minimata-veikin); fugla- og fiska- dauða í Norðursjó vegna úrgangsefna frá ^erfiefnaiðnaðinum; með alþekktum skakkaföllum af völdum olíu; og greinileg- Um svörunum eiturefna á sjálfum úthöf- Unum. Innhöfum og strandhöfum, eins og Eystrasalti, Norðursjó og Miðjarðarhafi, er talin sérstök hætta búin, en í þessum úöfum hefur einmitt einna mest verið unn- ]ð að athugunum á mengun sjávar og sjáv- ai'hfs, m. a. innan vébanda sjófræðinefnd- ar Alþjóóa hafrannsóknaráðsins, sem hef- Ur sérnefnd um þessi mál. íslendingar eru aðilar að ráðinu, en hafa ekki haft fulltrúa 1 viðkomandi sérnefnd vegna svæðis þess, sem hún fjallar um, en full ástæða virðist þess að íslenzkur sjóefnafræðingur eða efna(verk)fræðingur kynni sér störf nefndarinnar. Éeynslu þá, sem fengizt hefur á fyrr- nefndum hafsvæðum, þarf að útfæra á út- höfin. Stórum hluta heimshafanna hefur htt verið sinnt á þessu sviði, einkum Ind- jandshafs, en einnig Kyrrahafs og Atlants- nafs og þá meðtalið Norður-Atlantshaf. Athuganir sýna þó að nauðsyrilegt er vera á varðbergi og við hinu versta bú- inn. Þó skal bent á, að mengun sjávar hefur ivergi sannanlega haft áhrif á framleiðni og aflamagn, ekki heldur í Eystrasalti og Norðursjó, en aflinn hefur þó ekki alltaf verið laus við eiturverkanir eins og dæmin sýna. Reyndar er vitnað í aflamagn af þeim aðilum, sem ekki vilja byrgja brunn- inn fyrr er barnið er dottið í hann. Sá hóp- ur fer þó vonandi ört minnkandi, því álit margra er að þessi málefni séu vandasam- ari og alvarlegi’i en menn höfðu talið sér trú um í fyrstu. Nægir þar að benda á at- huganir Norðmanna og Svía í Norður- Atlantshafi — sem greint hefur verið frá í dagblöðum og ræddar verða nánar hér á eftir — og þá staðreynd, að allskonar úrgangsefnum, mörgum eitruðum, er fleygt í hafið og í stöðugt vaxandi mæli. Löggjöf hinna ýmsu landa er skammt á veg komin á þessu sviði, hvað þá alþjóða- löggjöfin um úthöfin, nema á sumum svið- um olíumengunar og geislavirkra efna. En það er margs annars að gæta, sem hættu- legt getur talizt. Hér á eftir verður fjallað um helztu samþykktir ráðstefnunnar, einkum þær, sem mér virðast skipta Islendinga mestu máli. 1) Mengunareftirlit við uppsprettu og endurvinnsla eiturefna. Sjórinn mengast vegna skólpleiðslu frá borg og bæ, mannfólki og iðnaði (marine outfalls) og vegna losunar úr- gangsefna í hann (dumping), en einnig frá lofthjúp og löndum um ár (run-off). Ráðstefnan lagði áherzlu á, að lausn mengunarvandamála sé mjög aðkallandi og að eina fullnægjandi lausnin sé eftirlit við uppsprettu mengunarefnanna. Enn- fremur lagði ráðstefnan áherzlu á rann- sóknir á endurvinnslu skaðlegra mengun- arefna, þ. e. að láta þau ekki sleppa til tjóns, en nýta þau til ábata. Þessi mál snúa fyrst og fremst að hverri þjóð um sig. 2) Notkun sjávar sem ruslakistu — skólpleiðsla og losun. Þessi liður var mikið ræddur á ráð- stefnunni og þá fyrst og fremst losunin

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.