Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1971, Blaðsíða 6

Ægir - 15.04.1971, Blaðsíða 6
84 ÆGIR 1. Halldór Jónsson ......... 375 lestir 2. Lárus Sveinsson ......... 361 — 3. Sveinbjörn Jakobsson .. 345 — Hæsti bátur á sama tíma í fyrra var með 521 lest. Grundarfjöröur: Þaðan stunduðu 10 bátar veiðar, þar af 7 með net, 1 með línu og 2 með rækjutroll. Aflinn var alls 537 lestir í 108 sjóferðum, þar af 12 lestir rækja. Gæftir voru góðar. Hæstu bátar á tímabilinu voru: 1. Siglunes ................ 113 lestir 2. Grundfirðingur .......... 100 — Heildaraflinn í Grundarfirði frá 1. jan. til 31. marz var alls 1465 lestir (þar af rækja 39 lestir og hörpudiskur 26 lestir) en var í fyrra á sama tíma 1674 lestir. Hæstu bátar í marzlok voru: 1. Siglunes .......... 322 lestir 2. Gnýfari ........... 269 — Hæsti bátur á sama tíma í fyrra var með 292 lestir. Stykkishólmur: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 2 með net og 2 með skelplóg. Aflinn var alls 172 lestir í 30 sjóferðum, þar af hörpudiskur 53 lestir. Hæsti bátur á tímabilinu var Þórsnes með 84 lestir. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn í Stykk- ishólmi frá 1. jan.—31. marz var alls 1.375 lestir, þar af hörpudiskur 961 lest, en aflinn var alls á sama tíma í fyrra 756 lestir. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í marz 1971. Sjósókn var óvenjulega erfið allan marz- mánuð vegna stöðugrar norðaustanáttar úti fyrir Vestfjörðum. Afli var þó yfirleitt góður, bæði hjá línu- og togbátum, sérstak- lega var aflinn góður hjá línubátunum á syðri Vestfjörðunum og stærri línubátun- um við Djúp. Steinbíts hefur mjög lítið orðið vart ennþá og hefur uppistaðan í afla línubátanna því verið þorskur. Er það mjög óvenjulegt, að steinbíts skuli varla hafa orðið vart í lok marz. I marz stunduðu 37 bátar frá Vestfjörð- um bolfiskveiðar, réru 23 með línu, 13 með botnvörpu og 1 með net, en á sama tíma í fyrra reru 28 með línu, 10 með botnvörpu og 5 með net. Heildaraflinn í mánuðinum var 6.063 lestir, og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 15.445 lestir. I fyrra var aflinn í marz 5.610 lestir og heildaraflinn frá áramótum 14.777 lestir. Heildarafli 23 línubáta var nú 3.603 lestir í 438 róðrum eða 8,22 lestir að meðaltali í róðri. Línu- aflinn frá áramótum er þá orðinn 9.221 lest í 1149 róðrum eða 8,0 lestir að meðal- tali í róðri. Er það nokkru hærra en í fyrra, en þá var meðalaflinn 7.75 lestir í róðri frá áramótum. Aflahæsti línubáturinn í marz var Tálknfirðingur með 239,7 lestir í 23 róðr- um, en í fyrra var Guðm. Péturs frá Bol- ungavík aflahæstur í marz með 181,8 lest- ir í 18 róðrum. Af togbátunum var Kofri frá Súðavík aflahæstur með 274,2 lestir í 5 róðrum, en í fyrra var Guðbjartur Krist- ján frá ísafirði aflahæstur í marz með 240,5 lestir í 5 róðrum. Aflahæsti báturinn frá áramótum er Kofri með 670,9 lestir í 14 róðrum, en í fyrri var Látraröst frá Patreksfirði afla- hæst yfir sama tímabil með 652,2 lestir. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjöröur Lestir Sjóf. Þrymur 231,9 23 María Júlía 219,9 22 Dofri 204,8 22 Jón Þórðarson n 163,0 16 Vestri 138,7 13 Tálknafj örður: Tálknfirðingur 239,7 23 Tungufell 212,6 23 Bíldudalur: Pétur Thorsteinsson tv. .. 125,6 3 Þingeyri: Framnes 183,4 21 Sléttanes tv 174,9 4 Fjölnir 133,0 19 Flateyri: Sölvi 144,0 18 Sóley tv 132,0 3 Ásgeir Torfason 127,2 17 Bragi 93,6 17

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.