Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1971, Blaðsíða 18

Ægir - 15.04.1971, Blaðsíða 18
96 ÆGIR magnið síðan borið saman. Báturinn var við tilraunina dagana 18da til 26ta janúar síðast liðinn í Wigton flóa í Skotlandi. Það skelfiskssvæði, sem veitt var á, hefur reynzt ágætt veiðisvæði með hefðbundnu sköfunni en ógerningur að nota þar skel- fisksvörpu. Átta höl voru tekin og dregið þetta frá einni og allt að tveimur klukku- stundum. Skipshöfnin var þrír menn auk tilraunamannanna. 1 fyrstu tveimur hölunum, sem tekin voru á mjög góðum botni, veiddi tvöfalda skafan tvöfalt meira en hefðbundna skaf- an (hlutföllin 2:1). En þegar botn gerðist ei.tthvað ósléttur, jafnvel þó að þar væri ægisandur, þá snerist dæmið við, Það var greinilegt af því, hvað kjálkar tvöföldu sköfunnar voru lítið fægðir að hún hélzt ekki við botn sem skyldi. Engin skel fannst nokkru sinni í efri pokanum. Það virtist ljóst, að vatnskraftarnir þrýstu of mikið upp í efri hluta sköfunnar til þess að hún fengi haldizt við botn og ef ekki væri al- gerlega sléttur botninn, þá tæki tvöfalda skafan upp á því að hoppa yfir botninn eins og froskur. Það kom heldur ekkert grjót í tvöföldu sköfuna, sem sýndi að hún hoppaði yfir það. Ef til vill mætti þyngja sköfuna niður með þrýstiplötu eða jafnvel með alveg breyttri gerð, þar sem vatns- krafturinn væri með einhverjum öðrum hætti notaður til að þrýsta sköfunni að botni í stað þess að lyfta henni. Það er ætlunin að halda þessum tilraun- um áfram á næsta „fjárhagsári", segir í skýrslu IDU, og hafa þá froskmenn sér til aðstoðar. Hefðbundna hörpudiskskafan. Hörpudiskskafan, sem Vincent Blake 1 sýndi í Dyf linni og notuð er á Isle of Man ¦ og reyndar víðar, því að Vincent Blake hefur einnig fyrirtæki á Nýfundnalandi, sem smíðar sköfur, er með hefðbundnu lagi og eins og þessi, sem hér fylgir teikn- ing af, sem er skozk, smíðuð af Andrew Galloway, nema Blakeskafan er með tveimur litlum þrýstiplötum sitt hvorum megin á millislánni á grindinni, en skozka skafan ekki. Blakeskafan hallaðist einn- ig meira framyfir sig, sýndist mér. Það er, höfuðlínan náði framar en á skozku sköf- unni. Að öðru leyti virtust þessar sköfur eins, bæði stærð og efni. Grundvallarhugmyndin að hefðbundnu sköfugerðinni er runnin frá bómutrollinu. Hún er jafnan 8 fet á lengd og 1 fet á hæð. Hún er á 3ja feta kjálkum sitthvorummeg- inogvið grindina er festur poki og er neðra byrði hans úr stálhringum af tveimur stærðum, önnur gerðin 3 þumlungar í þvermál, hin 1 þumlungur. Á grýttum botni geta þessir stálhringar valdið festum. Aftan í pokann er svo fest grind með stál- hring, sem pokinn er hífður uppá, þegar losað er úr honum. Efnið í hefðbundnu sköfunni er 2x% tommu stálrenningar í grindinni en 3x1 !/2 tommu renningar í milligerðinni. í kjálkunum er 2x% stál- renningar. ALPHA- DIESELA/s H. BENEDIKTSSON H.F. SaSurlandsbraut 4 — Sfmi S8300. Itcykjavik. ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 400 síður og kostar 300 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósthólf 20. Ritstjóri Már Elísson. Prentað í Isafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.