Ægir

Árgangur

Ægir - 15.04.1971, Blaðsíða 16

Ægir - 15.04.1971, Blaðsíða 16
94 ÆGIR að það sé athugað, hvort ekki sé hagkvæmt að veiða á stærri skipum en nú er og jafn- framt stórminnka þann tíma, sem skipin eyða við að fara úr höfn og með því koma fyrir afskeljunarvélum um borð og flytja aðeins fiskinn úr skelinni í land“. Þetta voru bollaleggingar hinna vísu manna á Glasgow-ráðstefnunni um fram- tíðarveiðiaðferðina við okkar hörpudisk. 1 bréfi, sem Robert Bennett skrifaði hingað upp nýlega, segir hann: „. .. . ég held að möguleiki sé á að hanna 4 feta hörpudisksdælusköfu eftir þeim teikning- um af dæluplógum fyrir báruskel, sem ég læt fylgja hér með bréfinu. Við (þ. e. IDU- mennirnir) munum fara ýtarlega í þetta og lýsa meira einstökum atriðum, þegar við komum til Reykjavíkur í maí næst komandi. Ég vona, að við getum þá fært ykkur nokkrar tæknilegar tillögur, sem skýra fyrir ykkur hvernig þið ættuð helzt að vinna verkið. Þar til þetta verður, hef ég ekki annað að segja þér en það, að ég held, að verk- efnið sé gjörlegt, enda þótt mér skiljist að sú dæla, sem þið hafið nú á bátum ykkar sé í það kraftminnsta, sem hún má vei’a. (Hér á Bennet við dæluna, sem lögboðin er vegna öryggis skipsins og við hér höfuffi hugsað okkur að nota). — Einnig held ég að það geti orðið nokkrum erfiðleikuni bundið að koma fyrir 40 faðma slöngu 6—7 tommur í þvermál um borð í 50 feta báti ....“ I lok bréfsins bendir Bennett svo rétti- lega á, að við munum ekki þurfa að nota þrýstidæluna, sem þeir hafa komið fyrir framan á plógnum, vegna þess að okkar skel grefur sig ekki. Þannig standa sem sé málin, að því er snertir dælusköfuna fyrir hörpudiskinn okkar. Utlendingar telja það mjög tíma- bært fyrir okkur að smíða okkur dælu- sköfu. Við getum varla leyft okkur að sitja auðum höndum, heldur verða tæknimenn okkar að taka hendur úr vösum og taka til sín frumkvæðið að því er snertir smíði hörpudisksdælu, sem hæfi okkur. Það er hörmulegt fyrir þessa litlu þjóð, írawt. Þ- hlGH WITH UPP£K s. UQW£(? (2>ACi5 2. mynd: Upper frame cropped back to liere:. Grindin var til reynslu sveigð inn, evns og punkta- línan segir. Belly rings: stálhringarnir á undirbyrði pokans. Upper bag: efri pokinn. Lower bag: neðri pokinn. Trailing frame: Slóða grind. Wire bridle: Vírgrandarar eða vírdráttartaug•

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.