Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 7

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 7
ÆGIR 237 Ingimw Jóhannsson: NÝ UPPGÖTVUN SVÍA EYKUR ARÐSEMI SILUNGSVEIÐA Höfundur þessarar greinar hefur fyrir skömmu lokið námi í líffræði í Svíþjóð. Hann er riú staddur í Bret- landi á vegum Fiskifé- lagsins í boði fiski- málastofnunarinnar þar (WFA) og er að kynna sér tilraunir og aðferðir Breta með klak og eldi flestra sjávarfiska og ann- arra sjávardýra. Sjálfsagt er nokkuð langt í land með klak og eldi sjávarfiska og annarra sjávardýra. Stjórn Fiskifélagsins þótti samt rétt að stuðla þvi, að þekking á þessu sviði yi'ði einnig tiltæk íslendingum. Bretar, Japanir og fleiri þjóð- lr hafa þegar náð athyglisverðum árangri. Einn- hafa Kanadamenn náð góðum árangi'i með eldi regnbogasilungs í upphituðum sjó. Allt bend- lr þetta í rétta átt og væri ekki vansalaust, ef Islendingar fylgdust ekki með á þessu sviði. Efni greinarinnar er tvímælalaust mjög at- hyglisvert og á erindi til okkar, þar sem áhugi á fiskeldi er mikill og vaxandi hér á landi, enda ^öguleikar miklir á því sviði. * Fiskur í flestum íslenzkum stöðuvötn- um þarfnast aukinnar fæðu. * Það er oftast þýðingarlaust að sleppa klakseiðum í íslenzk stöðuvötn. * Það er fæðuskorturinn, sem stendur fiskinum fyrir þrifum. Uppgötvun Svía um nýja leið til þess að auka fæðu og arðsemi silungs í köldum, ðjúpum fjallavötnum hefur því geysi- ^úkla hagnýta þýðingu. Full ástæða er þess að vænta að uppgötvunin geti valdið straumhvörfum hér á landi í sil- Ur>gsveiðum við svipaðar aðstæður og i Svíþjóð. Það er útbreidd skoðun hér á landi, að örugg'usta leiðin til þess að auka silungs- veiði og arðsemi stöðuvatna, sá sú að sleppa í þau sem flestum klakseiðum. Kom þetta álit m. a. glöggt fram í lög- unum um lax- og silungsveiði, sem sam- þykkt. var á næstsíðasta Alþingi. Svo sem fyrr segir, þá skortir oftast næga og góða fæðu fyrir silunginn. Hann vex því seint og er smávaxinn, magur og bragðdaufur. Mikilvægi uppgötvunar Svía liggur í því að leysa þennan vanda: að auka og bæta fæðu silungsins og fá þannig betri og verðmeiri silung en áður. Svíar framkvæmdu víðtækar tilraunir áður en þeim tókst að gera uppgötvun sína. Tilraunir þeirra beindust aðallega að vötnum, þar sem vatnsmiðlun fer fram. Vatnsyfirborðinu er breytt vegna raf- magnsveituframkvæmda. Sem hliðstætt dæmi um þetta má nefna Þingvallavatn. Þar er vatnsyfirborðinu breytt um 80 sm, en það er lítið miðað við sænsk vötn. Fiskur í slíkum vötnum er oft í rýrara lagi, vegna breytinga, sem verða á lífs- skilyrðum fisksins, þ.e.a.s. fæðan minnkar af ástæðum, sem hér yrði of langt mál að skýra. Ekki er þó ástæða til að ætla, að vatnsmiðlun sú, sem fram fer í Þingvalla- vatni, hafi mikil áhrif á lífsskilyrði fisks- ins, sökum þess hve miðlunin er lítil. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð með pokarækju — Mysis relicta Pokarækja (stærð 2-3 cm).

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.