Ægir

Árgangur

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 21

Ægir - 15.09.1971, Blaðsíða 21
ÆGIR 251 Ásgeir JaJcabsson: KÖSSUN UM BORÐ Það hefur mikið verið rætt um kössun um borð í íslenzkum fiskiskipum og ekki að ófyrirsynju. Hinn mikli kostnaður við að taka upp kössun á flotanum, hinn mikli og illviðráðanlegi afli íslenzkra fiskiskipa, úrelt löndunarkerfi og lítill verðmunur kassaðs fisks og ókassaðs hefur valdið því að lítið hefur orðið um framkvæmdir. Allt eru þetta gildar ástæður. Ég hef aldrei átt þess kost að kynna mér kössun um borð í fiskiskipi af eigin raun, en á dögunum gafst mér kostur á að fara út með Findustogara frá Hammer- fest og það tækifæri greip ég vitaskuld. Norðmenn kunna manna bezt það verklag, sem þarf við kössun um borð. Togarinn, sem ég fór út með, heitir Hája og er 465 tonn brúttó en 127 tonn nettó. Skipið er 50,85 metrar á lengd en 9 metrar á breidd eða um 4 metrum lengri og hálf- um metra mjórra en þeir togarar, sem við ætlum að láta byggja í Noregi. Mér finnst það hlýða að skjóta því hér að í leiðinni, að ég er sannfærður um að við erum að láta byggja okkar skuttogara of stutta. Þegar vængir eru orðnir 70 fet eða meira, belgur allt að 80 fetum og poki 50 fet, þá veitir ekki af löngu dekki til að athafna sig á. Það fer allt betur á löngu dekki en stuttu á skutskipi. Það á eftir að reynast okkur dýrt að byggja heilan flota í sam- íæmi við tímabundna sjómannasamninga, en ekki eins og bezt verður á kosið, hvað snertir veiðihæfni skipanna. Hája var úti rétta 7 daga og veiddi á hinum stóru fiskiflákum norðaustur af Nordkap. Lestin í Hája tekur 1800 Ström- bergskassa, 90 lítra. Þeim er raðað tómum við framþil lestarinnar og síðan eru fjór- ar kassaraðir aftur með síðunum, 8 kass- ar voru á hæðina. Á botninum í miðju lestarinnar voru tvær kassaraðir en síðan var tómarúmið í lestinni fyllt með ís. Við afturþil lestarinnar var bil, sem svaraði tveimur kassaröðum og þar var byrjað að láta fisk í kassana. Það voru ekki nema 15 menn á skipinu, þar af 10 hásetar og bátsmaður fyrir hvorri vakt um sig en vaktir voru tvískiptar og því ekki nema 5 menn á dekki á hvorri vakt. 4 voru í að- gerðinni en 1 í lestinni. Allur fiskur var blóðgaður áður en aðgerð hófst og var hon- um fleygt á færibönd, sem fluttu hann fram í aðgerðarkassana. Aðgerðin gekk þannig fyrir sig að tveir hausuðu og ristu á kviðinn um leið með sveðjunni. Þar sem aðstaða var mjög góð, þurfti haus- arinn svo sem ekkert að beygja sig eða seilast sér til óþæginda eftir fiski, þá gekk þetta verk svo vel, að maðurinn sem sleit var fullhertur með að hafa við. Það reyndi ég á sjálfum mér, ég var í aðgerð, að þetta gekk sízt seinna en hjá okkur, þar sem er sérstakur fyrirristumaður, sem þarf að beygja sig niður að dekki eftir hverjum fiski. Fiskurinn datt á lít- inn pall, þar sem sá sem sleit tók við hon- um, sleit úr honum og fleygði honum á færiband, sem flutti hann í vöskunarkarið, en þaðan fer hann á færibandi að rennu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.