Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 5

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 5
6 7. ÁRG. 3. TBL. 15. FEBR. 1974 Ráðgefandi þjónusta við sjávarútveginn EFNISYFIRLIT: Ráðgefandi þjónusta við sjávarútveginn 41 • Ásgeir Jakobsson: Sj óvinnukennsl a — sög-ulegt ágrip 42 • Útgerð og aflabrögð 48 Erlendar fréttir: Fiskveiðar á 500 faðma dýpi 52 Viðgerðarkostnaður á höfum úti 53 Fréttir af kennslustof- unni á hjólum 53 • Útfluttar sjávarafurðir í okt. 1973 og 1972 54 • Útfluttar sjávarafurðir í nóv. 1973 og 1972 56 • Ný fiskiskip: Kristbjörg NK 77 58 Stefán Guðfinnur SU 78 58 Guðmundur Þór SU 121 59 Jörvi ÞH 300 59 Faxaborg GK 40 60 ÚTGEFANDI: fiskifélag Islands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: fSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR. ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Fyrir sex áratugum hóf Fiskifélag íslands starfsemi, sem kalla mætti ráðgefandi þjónustu við sjávarútveginn. Þessi starfsemi var framan af jafnframt í kennsluformi, enda þörfin á kennslu í með- ferð mótorvéla mjög brýn á þeim árum. Menn, eins og Ól- afur Sveinsson og Þorsteinn Loftsson gerðu hvorttveggja að kenna og veita nytsamar upplýsingar og Bárður Tómas- son var einfarið ráðunautur um margra ára skeið og var starf þeirra ómetanlegt á sín- um tíma. Þótt kennslan færð- ist algerlega inn í sjómanna- skólana, var ráðgefandi þ.jón- ustu Fiskifélagsins haldið áfram með ýmsum hætti. Við tæknidoild Fiskifélagsins var í nokkur ár starfandi raf- magnsverkfræðingur í fullu starfi og einnig skipaverk- fræðingur og vélfræðingur, en starf þeirra var hjá- verkastarf. Það hefur ver- ið þymir í augum Fiski- félagsmanna, að fjármagn til þessarar bjónustustarfsemi hefur verið af skomum skammti og ekki vaxið í réttu hlutfalli við vaxandi þörf. Tæknibúnaður fiskiskipa hef- ur stóraukizt og orðið sífellt flóknari og þar af leiðandi hef- ur þörfin fyrir tæknilega að- stoð og ráðloggingar við kaup og notkun tækjanna vaxið mjög mikið. Hin einstöku fyrirtæki, sem selja tæki til skipanna hafa reynt að annast þessa þjón- ustu eftir mætti. Mörgum þess- ara fyrirtækja hafa veitt for- stöðu menn, sem lagt hafa sig í framkróka með að hafa á boðstólum tæki frá viður- konndum erlendum fyrirtækj- um. Þrátt fyrir þetta er rík nauðsyn á því að hlutlaus aðili geti verið útvegsmönnum til ráðuneytis, fylgst með tækja- kaupum í fiskiskip og hvað henti bezt í hverju ein- stöku tilviki. Tækin geta verið í sjálfu sér góð og hin fullkomnustu, þó að bau séu í ýmsum tilvikum ekki bau hagkvæmustu. Alkunna em til dæmis ýmis vandamál, sem upp hafa komið í sambandi við kaup á spilum í fiskiflotann svo og skrúfubúnaði. Sama er að segja um fiskileitartæki. Ráðunautastarfsemin við land- búnaðinn bykir ómissandi fyr- ir þann atvinnuveg. Það er áreiðanlega ekki síður börf á slíkri starfsemi í sjávarútveg- inum. En til hennar þarf fjár- magn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.