Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 11

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 11
Kynning í skólunum á sjómannsstarfinu. A síðasta Fiskiþingi reifaði Þorsteinn Gísla- s°n þá hugmynd, sem hann hefur manna mest lagt lið, að tekin væri upp starfsfræðsla fyrir sjávarútveginn í skólum. Þorsteinn hefur sjálf- ur reynslu af þeirri starfsemi, þar sem hann hefur farið í nokkra skóla, og messað þar yfir krökkunum og sýnt kvikmyndir. Þetta var vinsælt bæði af skólastjórum og nemendum. hað þyrfti ekki að vera mjög kostnaðarsamt að senda menn á nokkra fjölmennustu staðina, °g aðallega yrði starfið í Reykjavík, Akureyri, °g Kópavogi, þar sem unglingarnir þekkja lítið til þessa atvinnuvegar. Það væri sennilega bæði peningaeyðsla og tímaeyðsla að senda nienn til Vestmannaeyja, ísafjarðar eða Norð- fjarðar til að lýsa sjómannsstarfinu fyrir ung- 'ingum á þessum stöðum. Það er eitthvert hrafl orðið til af starfs- Jxæðslukvikmyndum úr sjávarútvegi, sem mætti sýna með erindunum. ^að háir okkur þar, að kvikmyndatökumenn °kkar virðast enn ekki ráða yfir þeirri tækni eða harðneskju, sem þarf til að taka myndir að vetrarlagi úti á miðunum og í öllum veðr- Um og við misjafnar aðstæður, heldur ríkir alfarið sól og sumar í þeim myndum íslenzk- Um, sem ég hef séð. Brezkir kvikmyndagerð- armenn munu afturámóti hafa tekið hér á Islandsmiðum myndir að vetrarlagi og veðrið ekki háð þeim. Hvað skyldu slíkir menn kosta? Kfeyting á hefðbundnu kennsluaðferðinni. Sverrir Hermannsson, alþ.m. hefur látið í ijós við Fiskifélagið þá hugmynd, að um borð 1 hin nýju skutskip, sem flest hafa aukakojur, sem þau þurfa ekki að nýta með núverandi mannfjölda um borð, sé lærlingum lofað að vera. Að sumarlagi ætti þetta að vera vel ger- |egt og hægt að hugsa sér margskonar fyrir- komulag, til dæmis, að viðvaningarnir væru matvinnungar og fengu einnig einhverja smá- yru til að örva þá. Kostnaðinum mætti dreifa mður á mai'ga aðila, svo að hann yrði engum 1 ufinnanlegur. ^ólaskipshugmyndin. ^essi hugmynd er ekki ný af nálinni en hún er dýr og það hefur staðið framkvæmdinni ryrir þrifum. Olafur Ólafsson, útgerðarmaður á Seyðis- firði og mikill áhugamaður um fræðslumál sjómanna, hefur nú hreyft við hugmyndinni á þann veg, að útgerð skólaskips yrði tengd sjó- vinnunni við gagnfræðaskólana. Það sýnist nú í fljótu bragði ekki þurfa að fylgja því yfir- þyrmandi kostnaður, að ríkið ræki liðlegan bát, sem færði sig á milli staða og nemendum gæfist kostur á að fara út með honum og sjá með eigin augum helztu veiðiaðferðimar. Þetta þarf ekki að vera stórt skip, því að bát- urinn þyrfti ekki að róa til hafs og hann gæti sætt veðri og því verið að alla veturna. Ný fiskiskip Framhald af bls. 60. Netsjá: Furuno FNR-200, þráðlaus með hitamæli. Talstöð: Simrad TA3/RW 2, 100 W, D.S.B. Örbylgjustöð: Robertson. Sjálfstýring: Thrige B 2. Skipstjóri á Faxaborg GK er Guðmundur Gunnarsson, og 1. vélstj. Bjarni Snæland Jóns- son. Framkvæmdastjóri útgerðarinnar er Hall- dór Hjartarson. Nótaviðgerðir í Noregi Við yfirförum og gerum við hvers kyns nætur og troll. Ennfremur setjum við upp ný veiðarfæri og höfum troll- og snurpuvír á lager, ásamt öllum gerðum af tógi. Við tökum að okkur að geyma varanætur. Höfum einnig til leigu tvær hringnætur í fyrsta flokks ástandi. Þjónusta allan sólarhringinn. EGERSUND TRAWLVERKSTED Verkstæðissími 91-695 og 91-520. Heimasími Kaare Mong 91-681. Skrifstofan sími 91-219. Egersund, Noregi. ÆGIR — 47

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.