Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 23

Ægir - 15.02.1974, Blaðsíða 23
Helztu tæki í stýrishúsi eru: Hatsjá: Furuno FR-151-TR, 32 sml. Dýptarmælir: Furuno F-850 B. Fisksjá: Furuno AD-Scope, MK II. Talstöð: Sailor 76D/46T, 35 W, D.S.B. Rúmlestatala ................ 17 brl. Mesta lengd...................... 13.89 m. Lengd milli lóðlína ............. 12.20 m. Breidd (mótuð) ................... 3.64 m. Dýpt (mótuð) ..................... 1.70 m. Brennsluolíugeymar ............... 2.30 m3. Ferskvatnsgeymar ................. 0.50 m3. Ganghraði ........................ 9.5 sml. Guðmmidur Þór SU 121 Guðmundur Þór SU 121 er nýsmíði nr. 35 hjá Trésmiðju Austurlands, Fáskrúðsfirði og var afhentur um svipað leyti °g Stefán Guðfinnur SU. Eig- andi og skipstjóri skipsins er Gylfi Eiðsson Eskifirði. Guðmundur Þór SU er smíð- aður eftir sömu teikningu og Stefán Guðfinnur SU. Mál og stærðir er því það sama fyrir þessi tvö skip, þó er ganghraði þess fyrrnefnda heldur meiri vegna aflmeiri aðalvélar. Sal- ernisklefi í stýrishúsi er ekki í Guðmundi Þór SU. Aðalvél er Dorman, gerð 6 LEM, 150 hö. við 1800 sn/mín. Gír og skrúfubúnaður er einnig frá Dorman, og er niðurfærsla á gír 3:1 og skrúfa 3ja blaða (föst stigning) með 940 mm þvermáli. Á aðalvél er rcifall frá Transmotor, 3.6 KW. Hjálparvél er Petter, gerð ABIW, 5 hö. við 3000 sn/mín, og við hana 2,5 KW rafall. Rafkerfi skipsins er 24 V. jafnstraumur. Stýrisvél er frá Tenfjord, gerð JR 50. Togvinda er frá Rapp, gerð CW 460/45. Línuvinda er frá Petters, gerð MG 20, með 1200 kg. togátaki. Þá er bát- urinn búinn 8 rafdrifnum Elektra færavindum. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Kelvin Hughes, gerð 17, 36 sml. Dýptarmælir: Kelvin Hughes MS 44. Fisksjá: Kelvin Hughes MK 7. Talstöð: Sailor, T121/R104, 140 W, S.S.B. Sjálfstýring: Sharp Helsman. Jörvi ÞH 300 I maímánuði á s.l. ári af- henti Skipasmíðastöð Tré- smiðju Guðmundar Lárusson- ar h.f. Skagaströnd nýsmíði nr. 6 og hlaut skipið nafnið Jörvi ÞH 300. Skipið sem er 30 rúmlesta eikarfiskiskip er eign Hagbarðs h.f. Húsavík. í 19. tbl. Ægis 1973 er lýs- ing af m/s Engilráð ÍS 60, sem var nýsmíði nr. 7 hjá somu stöð. Þessi tvö skip eru hyggð eftir sömu teikningu og eiga þar af leiðandi þau aðal- mál og stærðir, sem gefin eru UPP fyrir m/s Engilráð, einnig við fyrir m/s Jörva. Álskýli það, sem sett var til hliðar og aftan við stýrishús á m/s Engilráð er ekki á m/s Jörva, né heldur færeyska beitninga- og uppstokkunar- vélin. Aðalvél er Dorman, gerð 6LDTCWM, 240 hö. við 1800 sn/mín., tengd niðurfærslu- gír (3:1) og skrúfubúnaði. Skrúfa skipsins er 3ja blaða (föst) með 1040 mm. þver- máli. Rafall á aðalvél er Trans- motor ACG, 6.3 KW. Ljósavél er Petter PHIW, 6 hö. við 1500 sn/mín. og við hana 3,6 KW rafall. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Stýris- vél er frá Sharp. Vindubúnaður er vökva- knúinn (háþrýstikerfi, 140 kg/ cm2) frá Vélaverkstæði Sig- urðar Sveinbjömssonar hf. Togvinda hefur tvær togtroml- ur, sem hvor um sig tekur 800 faðma af V-k" vír, og tvo spil- koppa. Togátak á miðja tromlu (450 mm^) er um 2,2 t. og tilsvarandi vírahraði 70 m/mín. Átak línuvindu er 2 tonn og bómuvindu 0.5 tonn. Þá er báturinn búinn kraft- blökk frá Rapp, gerð 19 R, og sjö rafdrifnum Elektra færa- vindum. Framan á aðalvél er háþrýstidæla fyrir vindur, Denison TDC 31-17. Kæling er í lest skipsins og eru kælileiðslur í lofti lestar. Helztu tæki í stýrishúsi og kortaklefa eru: Ratsjá: Kelvin Hughes, gerð 17, 36 sml. Dýptarmælir: Kelvin Hughes, MS 39. Fisksjá: Kelvin Hughes MK 9, Talstöð: Sailor T 122/R 105, 400 W, S.S.B. Miðunarstöð: Koden KS 510. Sjálfstýring: Sharp Helsman. ÆGIR — 59

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.