Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 6
Auðunn Ágústsson og Emil Ragnarsson: FRÁ TÆKNIDEILD FISKIFÉLAGSINS Tilraunageymar fyrir veiðarfæri í apríl s.l. var1 lialdinn fundur hjá nefnd sem heyrir undir Al- þjóða Hafrannsóknaráðið (ICES) og sem ber heitið „Working Group on Research and Engineering Aspects of Fishing Gear, Vessets and Equipment”. Fundur þessi var að þessu sinni hald- inn í Boulogne sur Mer í Frakklandi. Fundinn sóttu héðan auk greinarhöfunda, Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur og Hans Sig- urjónsson skipstjóri. Einn af dagskrárliðum þessa fundcur var heimsókn til „Boul- ogne modeltank“, þ. e. veiðarfæratilraunageymi Frakka í Boul- ogne, og auk þess var rætt um tilraunir með líkön af veiðarfærum. I þessari grein verður leitast við að kynna ofangreindan til- raunageymi, svo og aðra tiWaunageyma á þessu sviði, auk þess sem UHllega verður komið inn á ýmis atriði er snerta slikar til- raunir. Tilraunageymar. Um alllangt skeið hafa ver- ið gerðar tilraunir með skips- líkön (líkön af skipsbolum) i vatni m. a. til að ákvarða mót- stöðu skipa við mismunandi hraða. Þessar tilraunir eru gerðar í svonefndum dráttar- geymum, þar sem skipið er tengt sleða, sem keyrir eftir sporum. Tilraunageymar þess- ir geta verið nokkur hundruð metra langir. Eins og fram kemur hér að framan kallast geymar þessir dráttargeymar, þ. e. líkanið er á hreyfingu, en „miðill“ sá sem líkanið hreyfist í, vatnið, er kyrrt. Ef þessu er snúið við, þ. e. líkan í kyrrstöðu en vatnið á hreyfingu fæst önn- ur tegund af tilraunageymi, sem kalla má gegnumstreym- isgeymi. Gegnumstreymisgeymar eru þekktir í sambandi við tilraun- ir með líkön í loftstreymi, t. d. innan flugtækninnar (vængir o. fl.) og einnig innan skipa- fræðinnar (kanna loftmót- stöðu yfirbygginga) svo eitt- hvað sé nefnt. Hreyfifræðilega séð eru þessar tvær gerðir af tilraunageymum jafngildar. Veiðarfæratilraunir. Þegar rætt er um veiðar- færatilraunir er yfirleitt haft í huga tilraunir með þau veið- arfæri, sem skip draga á eftir sér, þ. e. botnvarpa, flotvarpa o. þ. h. Með þessum tilraunum er reynt að kanna hegðan vörpunnar, lárétta og lóðrétta opnun, mótstöðu o. fl. þætti. Þótt tilraunir hafi verið fram- kvæmdar með önnur veiðar- færi en vörpur, þá er tilrauna- starfsemi að langmestu leyti á sviði ,,tog“- veiðarfæra. Veiðarfæratilraunir má gera annars vegar í tilraunageymi (modeltank) og hins vegar til sjós, þar sem veiðarfærið er í fullri stærð. í tilraunageymi verður að sjálfsögðu að setja upp smækkaða mynd af veið- arfærinu í ákveðnu hlutfalli- Hlutfall þetta kallast líkan- hlutfall (modelskale). Einn möguleika mætti nefna til viðbótar, þ. e. að setja upP veiðarfæri í mjög litlu hlut- falli, sem reynt er til sjós með skipi, sem hefur ákveðið ,,stærðar“- samband miðað við skip það, sem vinna á með veiðarfærið í fullri stærð. Ef full samsvörun á að vera milli veiðarfæralíkans og þess veiðarfæris, sem líkanið á að túlka, þurfa allir hlutar líkans- ins að vera í samræmi við veiðarfærið í fullri stærð. Hér er átt við mál, efnisþykktir og þyngdarsamræmi. Þessari samsvörun getur verið erfitt að ná, en yfirleitt má nálgast hana nokkuð vel. Æskilegt er að líkanhlutfallið sé sem minnst en ekki er alltaf unnt að koma því við. Stærð veiðar- færis svo og ,,stærð“ tilrauna- geymis ákvarða minnsta mögulega hlutfall. Hér að framan var þess getið að veiðarfæratilraunir mætti annars vegar gera í til- raunageymi og hins vegar til sjós. Þess ber þó að geta að ef ætlunin er að fá sem mest út úr tilraunum á þessu sviði, þá er nauðsynlegt að fram- 202 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.