Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 24
NÝ FISKISKIP 1 þessu tbl. er fjallað um 2 skuttogara, sem nýlega liafa bætzt við skuttogaraflotann. Skuttogarar þessir eru byggðir á Spáni, sömu gerðar. Ægir óskar eigendum til ham- ingju með skipin og álvöfn og fleyjum farsxldar. Otur GK 5 3. apríl s. 1. kom skuttog- arinn Otur GK 5 til heima- hafnar sinnar, I-Iafnarf jarðar, í fyrsta sinn. Otur GK er ann- ar í röðinni af 5 skuttogur- um af minni gerð (undir 500 brl.), sem smíðaðir eru á Spáni fyrir íslendinga, en fyrsti skuttogarinn í þessari rað- smíði var Hólmanes SU 1. Skipið, sem mælist 451 brl., er smíðað hjá skipasmíðastöð- inni Construcciones Navales Santodomingo S.A. Vigo og er nýsmíði stöðvarinnar nr. 416. Eigandi skipsins er Port- land h.f. Hafnarfirði. Lýsing á skuttogaranum Hólmanesi SU, sem birtist í 6 tbl. Ægis 1974, á einnig við þetta skip að öllu leyti. í þeirri lýsingu slæddust þó inn 2 vill- ur: akkerisvinda er frá Ib- ercisa, en ekki frá Carral eins og fram kemur í lýsingu af Hólmanesi SU og miðunar- stöð er af gerðinni Taiyo TD-A 120, en ekki TD-A 130. Skipstjóri á Otri GK er Gunnar Auðunsson og 1. vél- stjóri Bjarni Jónsson. Fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar er Hilmar Björnsson. Forsíðumyndin er af Otri GK 5. Sigluvík SI 2 7. apríl s.l. kom 3. Spán- artogarinn af minni gerð til landsins, en það var Sigluvík SI 2, sem er eign Þormóðs ramma h.f., Siglufirði. Þessi skuttogari er byggður hjá Skipasmíðastöðinni Astiller- os Huelva S.A, smíðanúmer stöðvarinnar nr. 1. Véla- og tækjabúnaður í Sigluvík SI er að öllu leyti samsvarandi og í hinum tveimur fyrri, þ. e. Hólmanesi SU og Otri GK, nema hvað búnaður og fyrirkomulag á vinnuþilfari er með öðrum hætti. Á vinnuþilfari eru 4 blóðgunarker með rafknún- um lyftibúnaði á botni ker- anna, og ein „roterandi" fisk- þvottavél. Auk þess er ör- bylgjustöð af annarri gerð, eða frá ISR, gerð AP 159. Skipstjóri á Sigluvík SI er Hörður Hannesson og 1. vél- stjóri Ólafur Matthíasson. Framkvæmdastjóri útgerðar- innar er Þórður Vigfússon. 220 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.