Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 10
Mynd 5. Tilraun með vörpulíkan (liop-trawl) i dráttargeyminum í Japan. Mögulegt er að keyra með hraða 0,5 — 5 hnútar. í gegn- um glugga á annarri langhlið geymisins er fylgst með til- raununum, en með því að setja neðansjávarmyndavél fyrir framan vörpulíkanið fæst mynd af hegðan líkansins frá öðrum sjónarhóli. Mynd 5 sýn- ir tilraun með vörpu í ofan- greindum tilraunageymi. í Kagoshima Háskólanum í Japan (Faculty of Fisheries, Kagoshima University) er gegnumstreymisgeymir, sem er talsvert eldri en Boulogne- geymirinn. Uppbygging geym- isins er allfrábrugðin Boul- ognegeyminum hvað viðkem- ur vatnshringrásarfyrirkomu- lagi. Vatnið streymir eftir tveimur ellipsulaga stokkum (1 m á breidd), sem liggja hlið við hlið og tengjast saman í 2 m breiðan stokk, þar sem langhliðarnar mætast. Sam- kvæmt ofangreindu er vatns- straumurinn réttsælis í öðrum stokknum, en rangsælis í hin- um. Miðhlutinn, sem er til- raunEihluti geymisins, er 2,0 m breiður og 1,0 m á dýpt. Mögu- legt er að ná 0,8 m/sek. straumhraða, sem svarar til 1,6 m3/sek. gegnumstreymis- magns. Hjá Frökkum verður nýr til- raunageymir fyrir veiðarfæri tekinn í notkun á þessu ári, og verður hann staðsettur í Lorient. Geymir þessi er gegn- umstreymisgeymir eins og til- raunageymir Frakka í Boul- ogne, en er heldur stærri (breiðari) og í honum er unnt að ná meiri straumhraða. Mynd 6 sýnir teikningu af til- raunageyminum í Lorient. Eins og sést á myndinni er uppbygging þessa tilrauna- geymis svipuð og Boulogne- geymisins, nema hvað hring- rás vatnsins er í láréttu plani og aðeins ein skrúfa sér um vatnshringrásina í stað tveggja. Þversnið tilrauna- hluta geymisins er 2,6 x l,3m (breidd x dýpt) og gegnum- streymismagn um 4 m3/sek, sem svarar til 1,2 m/sek straumhraða. Bretar eru að fara af stað með tilraunageymi og er það stofnunin „White Fish Auth- ority (IDU)“ í Hull, sem sér um það verkefni, bæði hönn- un geymisins svo og veiðar- færatilraunir. Er greinarhöf- undar heimsóttu „White Fish“ í Hull gafst tækifæri til ao skoða líkan, sem sett hefur verið upp af þessum tilrauna- geymi. Geymir þessi verð- ur gegnumstreymisgeymir, byggður úr steypu, og verður mun stærri og fullkomnari en tilraunageymirinn í Boulogne. Þversnið tilraunahluta geym- isins er 5,0 x 2,5 m (breidd x dýpt) og verður unnt að ná 1,5 m/sek straumhraða, sem svarar til 19 m3/sek eða um 70000 t af vatni, sem dæla þarf gegnum geyminn á klst.. Til að ná þessum afköstum eru 4 skrúfur, 1250 mm í þvermál, sem eru vökvaþrýstiknúnar, en samtals aflþörf, fyrir mesta straumhraða, er um 480 hö. í botni tilraunahluta geymis- ins er 11 m langt færiband, knúið 30 ha. rafmótor. Stærð geymisins og afköst dælukerfisins eru það mikil, að þau leyfa líkanhlutfall 1:8, og er þá miðað við stóra vörpu. Áætlað verð tilrauna- geymis „White Fish“ er ca. 50 millj. ísl. kr. Tilraunatæki, kennslutæki. Það orkar ekki tvímælis að veiðarfæratilraunageymar eru gagnlegir og svo tekinn sé tilraunageymir Frakka í Boul- ogne þá hefur hann sannað ágæti sitt og varla færu Frakkar að byggja annan hliðstæðan tilraunageymi, ef hér væri ekki gagnlegt „tæki“ á ferðinni. Nú hafa Bretar tekið við sér og eru í þann veg- inn að koma sér upp slíkum tilraunageymi. Báðar þessar þjóðir byggja sínar veiðar mest á togveiðum sem kunn- ugt er. Tilraunageymar á þessu sviði 206 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.