Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1974, Blaðsíða 5
mm RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 67.ÁRG. 11.TBL. 1. ÁGÚST 1974 EFNISYFIRLIT: Líkanprófanir veiðar- færa 201 • Auðunn Ágústsson °g Emil Ragnarsson: Tilraunageymar fyrir veiðarfæri 202 tJtgerð og aflabrögð 209 Piskaflinn í desember 1973 og 1972 214 • L'tfluttar sjávarafurðir í mars 1974 og 1973 216 Lög og reglugerðir: Leglugerð um möskva- stærðir botnvörpu o. fl. 218 Ný fiskiskip: Otur GK 5 Sigluvík SI 2 220 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG ÍSLANDS HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI S(MI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELlSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GlSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 750 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Líkanpr óf anir veiðarfæra Á öðrum stað hér í blaðinu birtist grein um tilraunir, sem nú fara fram í Frakklandi með prófanir veiðarfæra, einkum togveiðarfæra, í þar til gerð- um geymum. Auk Frakklands er kunnugt um, að svipaðir til- raunageymar eru í notkun í Bretlandi og Japan. Enda þótt prófanir líkana skipa í þar til gerðum geymum eigi sér all- langa sögu, er einungis skammt síðan slíkar athug- anir hófust á hegðun ýmissa gerða togveiðarfæra í sérsmíð- uðum tönkum. Hér á landi hafa nokkrir framtakssamir einstaklingar eins og t. d. Agnar Breiðfjörð og Bjami Ingimarsson þreifað sig áfram með nýjar gerðir togveiðar- færa í Sundhöll Reykjavíkur. Þegar stjóm Fiskifélagsins varð kunnugt um þessar til- raunir Frakka, var strax haf- izt handa um athugun á því, hvort vænlegt mundi vera, að slíkri aðstöðu yrði komið upp hér á landi. Hafði Páll Guð- mundsson skipstjóri átt þess kost m. a. að kynna sér þessi mál. Sá er þetta ritar, ræddi ásamt Þorsteini Gíslasyni skipstjóra og verkfræðingum Fiskifélagsins, við Jónas El- íasson, verkfræðing, sem er helzti sérfræðingur okkar í straumfræðum og framkvæm- ir líkanprófanir á höfnum, brúm o. fl„ um möguleika á samvinnu. Er það nú í athug- un og jafnframt að hve miklu leyti unnt er að framkvæma tankprófanir skipslíkana. Fyrir fiskveiðiþjóð sem ís- lendinga er tvímælalaust gagnlegt að geta gert þessar tilraunir hér á landi. Má í því sambandi benda á ummæli Hans Sigurjónssonar skip- stjóra, sem birt eru annars staðar í blaðinu. Auk líkana skipa og togveiðarfæra, má benda á athuganir á hegðun neta, herpinóta, bólfæra o. fl. í straumþunga.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.