Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 28
Hjálparvélar eru tvær Volvo
Penta, gerð TMD—120 AK,
230 hö við 1500 sn/mín. Við
aðra vélina er Stamford raf-
all, 165 KVA, 3x380V, 50 Hz,
en við hina er 145 KVA raf-
all.
Tvær DeLaval skilvindur
eru fyrir smurolíu- og
brennsluolíukerfi. Á aðalvél
er ábyggð ræsiloftþjappa, en
auk þess er rafdrifin Inger-
soll Rand loftþjappa, afköst
16 m3/klst. móti 30 ato. Fyrir
vélarúm og loftnotkun véla eru
tveir rafdrifnir blásarar.
Hydroforkerfi, bæði sjó- og
ferskvatns, er í skipinu og
einnig ferskvatnsframleiðslu-
tæki sem er frá Atlas, gerð
AFGU—1, afköst 3 t á sólar-
hring. Til upphitunar á fersk-
vatni er geymir með 6 KW
rafmagnselementi. Pælikerfi
fyrir geyma er frá Sigurd Sor-
um.
Stýrisvél er rafstýrð, vökva-
knúin, frá Frydenbo, gerð
HS 20A.
Vindubúnaður:
Vindubúnaður skipsins er
frá Achgelis Söhne og eru all-
ar vindur rafdrifnar.
Togvindan er drifin af 240
ha. jafnstraumsmótor. Vind-
an er með 2 togtromlur (380
mma x 1300 mma x 1174 mm),
2 hjálpartromlur fyrir grand-
aravíra og 2 koppa. Hvor tog-
tromla tekur um 920 faðma af
3j4” vír. Meealtogátak vindu
er 8 t og vírahraði um 120 m/
mín.
Fyrir hífingar á vörpu eru
tvær rafdrifnar hjálparvindur
(gilsonvindur), staðsettar á
síðuhúsum s. b.- og b. b,-
megin á togþilfari. Hvor vinda
hefur eina tromlu, togátak 5 t
og vírahraði 20 m/mín. Aftast
á togþilfari, s. b. - megin við
skutrennu, er rafdrifinn 3 t
kapstan fyrir pokalosun o. fl.
Akkerisvinda er rafdrifin af
gerðinni AWE 22/26 með 2
keðjuskífum og 2 koppum og
er staðsett fremst á hvalbaks-
þilfari.
Skipið er búið netsjártæki
með kapli og er vinda fyrir
kapal staðsett á palli yfir
skutrennu.
Aftast í stýrishúsi eru
stjómtæki fyrir togvindu og
hífingarvindur. Átaksmælar
frá Kelvin Hughes eru fyrir
togvindu.
Vinmiþilfar, fiskilestar:
Vökvaknúin fiskilúga veitir
aðgang að fiskmóttöku aftast
á vinnuþilfari. Framan við
fiskmóttöku eru 6 blóðgunar-
kör og eru tvö færibönd upp
í þau frá fiskmóttökunni. Þar
fyrir framan eru aðgerðar-
borð, en frá þeim fer fiskur-
inn eftir færibandi að þvotta-
vél og þaðan eftir öðru færi-
bandi fram í lest.
Loft í vinnuþilfari er ein-
angrað og loftræsting fyrir
vinnuþilfar er með rafdrifnum
blásurum.
Fiskilestar eru einangraðar
fyrir -h 25 °C hitastig. Kæl-
ing er í báðum lestum og mið-
ast kælibúnaður við +1°C
hitastig við +25°C útihita-
stig. Kæliþjöppur eru tvær,
afköst 9000 kcal/klst við
-^-12°C uppgufunarhitastig.
Kælileiðslur eru í lest, kæli-
miðill Freon 22. Lestar eru
gerðar fyrir fiskikassa.
íbúðir:
Ibúðir á neðra þilfari sam-
anstanda af fjórum 2ja
manna klefum. Á efra þilfari
eru fremst matvælageymslur
(ókæld, kæli- og frysti-
geymsla), en þar fyrir aftan,
s. b.-megin, einn 2ja manna
klefi, eldhús og tveir matsal-
ir, en b. b.-megin tveir eins
manns klefar, tveir 2ja manna
klefar, þvottaherbergi og
þurrkklefi. í þilfarshúsi (aft-
ast á hvalbaksþilfari) eru
fjórir eins manns klefar fyrir
yfirmenn, svo og salerni og
sturtuklefi.
Upphitun í vistaverum er
með rafmagni og loftræsting
með rafdrifnum blásurum.
Rafeindatæki:
Helztu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjá:
Decca RM 326, 48 sml.
Ratsjá:
Kelvin Hughes, gerð 18/9
64 sml.
Miðunarstöð:
Taiyo TD — A 163
Loran:
Mieco 6811.
Gyroáttaviti:
Anschútz, gerð Standard
IV.
Sjáífstýring:
Anschútz.
Vegmælir:
Bergen Nautik FDU.
Dýptarmælir:
Simrad EK 38 A.
Dýptarmælir:
Simrad EH 2E.
Fisksjá:
Simrad CA 2.
Netsjá:
Elac LAZ 17.
Talstöð:
Simrad TA3/RA2, 100 W
D. S. B.
Örbylgjustöð:
ITT.
Skipstjóri á Suðurnesi KE
er Gunnar Hjálmarsson og 1.
vélstjóri Páll Karlsson. Fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar
er ívar Þórhallsson,
350 — Æ GIR