Ægir - 15.11.1974, Qupperneq 29
Haftindur HF 123
11. október s.l. afhentu Bás-
ar h.f. Vestmannaeyjum ný-
smíði nr. 2, 20 rúmlesta eik-
arfiskiskip, sem hlaut nafnið
Haftindur HF 123. Básar h.f.
hafa haft aðsetur í Hafnar-
firði, þar sem smíði skipsins
fór fram. Snemma á þessu
ári afhenti stöðin sitt fyrsta
fiskiskip, Viðar ÞH 17, (sjá
6. tbl. 1974), og eru þessi tvö
fiskiskip byggð eftir sömu
teikningu, nema hvað þetta
skip er 10 cm dýpra. Eigandi
skipsins er Karel Karelsson
Hafnarfirði og er hann jafn-
framt skipstjóri.
Aðalvél er frá Cummins,
gerð NH 250, 200 hö við 1800
sn/mín, tengd niðurfærslu-
gír frá Twin Disc, gerð MG
509, niðurfærsla 3.83:1 og
skrúfubúnaði frá Newage.
Skrúfa er 3ja blaða með
fastri stigningu, þvermál 990
mm. Framan á aðalvél er
Marco aflúttak fyrir vindu-
dælu, rafal o. fl. Rafall á að-
alvél er frá Alternator h.f., 7.0
KW. Hjálparvél er frá Samofa,
gerð 85, 7,2 hö við 1800 sn/
mín og við vélina er 3 KW raf-
all. Rafkerfi skipsins er 24 V
jafnstraumur. Stýrisvél er frá
I. T. Radio.
Vindubúnaður er frá Véla-
verkstæði Sig. Sveinbjörnsson-
ar h.f. og er vökvaknúinn (há-
þrýstikerfi). Togvinda er bú-
ir tveimur tromlum og
tveimur koppum. Togátak
vindu á mibja tromlu (380
mm°) er um 1.6 t og tilsvar-
andi vírahraði um 80 m/mín.
Línuvinda hefur 2,0 t togátak
og bómuvinda 0.5 t. Fyrir
vindur er ein tvöföld háþrýsti-
dæla, Denison TDC 20—17,
drifin af aðalvél gegnum
Marco úttak. Færavindur eru
rafdrifnar frá Elektra, sam-
tals 7 stk.
Helstu tæki í stýrishúsi eru:
Ratsjá:
Furuno, FRS 48, 48 sml.
Sjálfstýring:
Sharp Skipper.
Dýptarmælir:
Simrad EQ 38.
Fisksjá:
Simrad CI
Talstöð:
ISR, gerð RT 101, 200 W
S. S. B.
Rúmlestatala ....................... 20 brl.
Mesta lengd ..................... 14.66 m
Lengd milli lóðlína.............. 13.20 m
Breidd (mótuð) ................. 3.94 m
Dýpt (mótuð).................... 1.70 m.
Lostarrými ......................... 18 m3
Brennsluolíugeymar ............. 1.80 m8
Ferskvatnsgeymir ............... 0.60 m3
Ganghraði (reynslusigling)...... 9.5 hn.
Stór botnvarpa
Framhald af bls. 333.
vélarkrafti, hafði verið mjög
hrifinn af Stelluvörpunni og
fljótur til að taka hana í not-
kun, og hann var áfjáður í að
reyna Baltavörpuna. Hann fór
svo út í apríl á þessu ári með
Baltavörpuna ásamt sinni
venjulegu vörpu, og enn er
það ekki nefnt í greininni í
Fishing News International,
hvort það var stór Granton-
varpa eða Stelluvarpa, nema
hvort tveggja hafi verið.
Aflinn varð 680 tonn í veiði-
ferðinni og þar af veiddust
200 tonn í Baltavörpuna og
meðalafli í hali í hana var 4,3
tonn, og hún stóðst fyllilega
samanburð hvað veiðni snertir
við venjulegu vörpuna, en það
var annað, sem vakti mikla at-
hygii — það var ekkert rif-
rildi á Baltavörpunni. Engin
skýring er þó gefin á því fyr-
irbæri.
Af þeim tilraunum, sem hér
hefur verið lýst, þykir mönn-
um sýnt, að bráðlega muni
komast í gagnið stór varpa,
sem eigi eftir að njóta ekki
minni vinsælda en Stellu-
varpan gerir nú. Meiri reynsla
af Baltavörpunni er þó talin
nauðsynleg við raunhæfar
fiskveiöar, áður en hún verði
tekin í notkun á fiskiflotan-
um almennt.
Töflurnar, sem hér fylgja
greininni um tilraunirnar og
samanburð hinna þriggja
nefndu vörpugerða með mis-
munandi útbúnaði og dráttar-
hraða, eru fróolegar til yfir-
lits og glöggvunar á þeim
áhrifum og þeim kröftum, sem
verka á togveiðarfæri og þess
vegna eru þær birtar til gam-
ans, en ekki af því, að mönnum
birtist í þeim ný speki.
ÆGIR — 351