Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 30

Ægir - 15.11.1974, Blaðsíða 30
Fiskverð Framhald af bls. 341. Fiskbein og heill fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbítur hv. kg . . 1.15 Karfabein og heill karfi, hvert kg.... 2.95 Steinbítsbein og heill steinbítur, hv. kg 0.75 Fiskslóg, hvert kg ................... 0.52 b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiski- skipum til fiskimjölsverksmiðja: Fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg ...................... 1.00 Karfi, hvert kg.............................. 2.57 Steinbítur, hvert kg......................... 0.65 Verðið er miðað við, að seljendur skili fram- angreindu hráefni í verksmiðjuþró. Karfa- beinum skal haldið aðskildum. Reykjavík, 2. október 1974. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Verð á spærlingi til bræðslu. Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hef- ur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á spærl- ingi frá 1. september til 31. desember 1974: Hvert kg.............................. 2.90 Verðið er miðað við, að seljendur afhendi spærling til bræðslu á flutningstæki við hlið veiðiskips eða í löndunartæki verksmiðju. Reykjavik, 7. október 1974. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Nótaviðgerðir í Noregi Við yfirförum og gerum við hvers kyns nætur og troll. Ennfremur setjum við upp ný veiðarfæri og höfum troll- og snurpuvír á lager, ásamt öllum gerðum af tógi. Við tökum að okkur að geyma varanætur. Höfum einnig til leigu tvær hringnætur í fyrsta flokks ástandi. Þjónusta allan sólarhringinn. EGERSUND TRAWLVERKSTED Verkstæðissími 91-695 og 91-520. Heimasími Kaare Mong 91-681. Skrifstofan sími 91-219. Egersund, Noregi. Fiskispjall Framhald af bls. 334. in með frátöfum á miðjum skólatímanum — námsfólk og kennarar eru líka á sinni vertíð og telja sér vafalaust ekki skildara en öðr- um landsmönnum að fella niður störf vegna atvinnuveganna og óneitanlega vaknar sú spurning í framhaldi af þessari, hvort ekki megi grípa til fólks úr öðrum greinum þjóð- félagsins en námsmanna. Það er þó senni- lega einfaldast að snúa sér að þessum hópi fólks. Þess eru mörg dæmi úr ýmsum sjávar- plássum, þar sem framhaldsskólar eru starf- ræktir, að gripið sé til námsfólks til starfa á hávertíðinni dag og dag í senn. En á þessu þyrfti að vera fastara form. Auk efri bekkja gagnfræðaskólanna, menntaskólanna og háskólans eru það hinir ýmsu sérskólar, sem eðlilegast væri að leita til, og þá ekki sízt stýrimannaskólarnir og vélskólarnir, og einnig iðnskólarnir, sem eru fjölmennir og yfirleitt settnir fólki vönu erf- iðisvinnu. Þó að það sé til mikilla bóta, að skólafólk hlaupi dag og dag í fiskvinnsluna, þegar allt er komið í óefni, þá væri hitt miklu betra að á vísan væri að róa, og það væri gert ráð fyrir þessu í skólahaldinu. Skólarnir gerðu ráð fyrir að mæta þessari kvöð einhvern tíma vetrarins, svo sem hálfsmánaðar eða þriggja vikna tíma og lengdu þá skólatímann á annan hvorn veginn, það er byrjuðu fyrr að haust- inu eða hættu seinna á vorin. Ásg. Jak. 352 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.