Ægir - 01.02.1975, Page 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
68. ÁRG. 2. TBL. 1. FEBRÚAR 1975
Stefnumótandi ræða
EFNISYFIRLIT:
Stefnumótandi ræða 21
Hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna
í Caracas 21. júní til
29. ágúst 1974. Eæða
flutt af Hans G.
Andersen, formanni
íslensku sendinefnd-
arinnar 22
Sjá varútvegurinn 197i:
Bragi Eiríksson:
Skreiðarframleiðslan
1974 25
Jónas Jónsson:
P i skm j öl sf r amleiðsl-
an 1974 27
Trygffvi Ólafsson:
Þorskalýsisframleiðs-
an 1974 29
Piskaflinn í ágúst og
jan. — ágúst 1974 og
1973 30
Utfluttar sjávar-
afurðir í desember
1974 og 1973 32
Aætlun um notkun rann-
sóknaskipa árið 1975 35
Ályktanir 33. Fiskiþings 37
A tækjamarkaðnum:
Autofisker, sjálfvirk
færavinda 38
Ný fiskiskip:
Margrét Þorvaldsdóttir
S_T 95 39
. Brynjar ÍS 61 40
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG fSLANDS
HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELlSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GfSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ÍSAFOLD
Askriftarverð
1000 KR
ÁRGANGURINN
KEMUR ÚT
hálfsmánaðarlega
Á næsta ári eru 30 ár síðan
Hans G. Andersen tók að
starfa sem ráðunautur ís-
lenzku ríkisstjómarinnar í
landhelgismálum.
Enginn íslenzkur embættis-
maður hefur komið meira við
sögu landhelgismálanna en
hann. Eins og kunnugt er
fórum við strax að hugsa
okkur til hreyfings í þessum
efnum, þegar við höfðum öðl-
ast fullveldi og að lokinni
styrjöldinni. Af því tilefni var
svo Hans G. Andersen ráðinn
til starfa vegna sérþekkingar
í þjóðarrétti. Síðan hefur hann
starfað þrotlaust að þessum
málum enda mikilvægir at-
burðir að ske með fárra ára
millibili. (Landgrunnslögin,
sem öll okkar barátta byggist
á, voru sett 1948, síðan tók
við hver útfærslan af annarri,
sem allar hafa mætt mót-
spyrnu og stundum mikilli,
fyrst útfærslan 1950 fyrir
Norðurlandi, þá 4 sjóm. út-
færslan 1952, síðan 12 sjóm.
útfærslan 1958, þá 50 sjóm. út-
færslan 1972 og svo væntan-
leg 200 sjóm. útfærsla 1975.
En þetta eru aðeins merkja-
steinarnir >og það hefur oft
verið erfiður gangur milli
þeirra. Ráðstefnur margar og
seigdrepandi. Ævinlega hefur
Hans G. Andersen setið þær,
einn eða með öðrum. Síðasta
alþjóðlega ráðstefnan, sem
haldin hefur verið um land-
helgismál var sú sem haldin
var í Caracas á síðast liðnu
sumri. Þar flutti Hans G. And-
ersen í upphafi ráðstefnunnar
stefnumótandi ræðu, þar sem
hann setti fram í hnotskum
hugsanlegar leiðir til að úr-
lausn fengist á ráðstefnunni
á þeim vandamálum, sem
henni var ætlað að fjalla um.
í þessari ræðu koma einnig
fram allar okkar helztu rök-
semdir fyrir aðgerðum okk-
ar og skoðunum að því er lýt-
ur að fiskveiðilöggjöfinni og
auðlindalögsögunni almennt.
Ritstjóra Ægis þótti tilhlýði-
legt, að birta þessa yfirlits-
ræðu nú, þar sem annar hluti
ráðstefnunnar fer senn að
hefjast. í næsta blaði verða
birtar þrjár aðrar ræður Hans
G. Andersens, þar sem hann
fjallar nánar um einstaka
þætti þessara mála.