Ægir - 01.02.1975, Qupperneq 8
Hafréttarráðstefna
Sameinuðu þjóðanna
í Caracas 21. júní til 29. ágúst 1974
Ræða flutt af Itans G. Andersen,
formanni sendinefndar Islands
Hafréttarmálin eru enn í brennideplinum og
munu verða áfram. Ægi þykir því enn tímabært
að birta ræður þær, sem Hans (,. Andersen flutti
á ráðstefnunni í Caracas í fyrra og birtist sú
fyrsta hér, en þrjár aðrar munu birtast í næsta
blaði.
Herra forseti,
Það er mér mikil ánægja að óska öllum
sendinefndum, sem hér eru saman komnar,
til hamingju með þann árangur er hingað til
hefur náðst undir yðar frábæru forustu. Sá
árangur lofar góðu um það, sem koma skal.
Ég vil tjá sendinefnd Venezuela þakkir sendi-
nefndar íslands fyrir hina miklu gestrisni
og góðu starfsskilyrði, sem þessi ráðstefna
nýtur hér.
Herra forseti.
Ég ætla ekki að ræða hér um hugmyndir
Hugo Grotius, John Selden eða Cornelius van
Bynkershoek. Skoðanir þeirra lærðu og hátt-
virtu manna voru afar þýðingarmiklar fyrir
þeirra tíma og miklu lengur, en í dag verðum
við að finna okkar eigin lausn með hliðsjón
af raunsæju mati á vandamálunum eins og
þau líta út í dag.
Ef við höldum okkur við nútímaþróun má
með sanni segja að varðandi lögsögu strand-
ríkja yfir auðlindum sjávarsvæða megi greina
milli þriggja þátta. í fyrsta lagi er þar um að
ræða hið úrelta kerfi sem reynt var að lögfesta
á Genfarráðstefnunum 1958 og 1960, þar sem
að vísu voru viðurkennd yfirráð strandríkja
yfir auðlindum á botni landgrunnsins og í
honum, og reynt var að festa 12 mílna fisk-
veiðimörk, en þá var ekki vilji fyrir hendi
til að ganga lengra — ekki einu sinni varð-
andi þjóðir eins og ísland, sem byggja af-
komu sína á fiskveiðum. Þess skal getið að ís-
land fullgilti engan af Genfarsamningunum af
þessum sökum. í öðru lagi er svo um að ræða
hugtakið efnahagslögsögu allt að 200 mílum
sem nú þegar hefur fylgi yfirgnæfandi meiri-
hluta þjóðanna. Óþarft er að lesa hér upp
þau skjöl sem þetta sanna því að þeir sér-
fræðingar sem hér eru saman komnir þekkja
þau öll. Þeim hefur þegar verið lýst ítarlega
af ræðumönnum sem talað hafa hér á undan
og þau hafa verið til umræðu í undirbúnings-
nefndinni. Sendinefnd Islands mun ræða þau
frekar í nefnd þegar þar að kemur. Lioks er í
þriðja lagi um það að ræða að þessi ráðstefna
byggi starf sitt á efnahagslögsöguhugtakinu
og komi því í samningsform.
Að því er ísland varðar voru þegar árið
1948 sett lög um fiskveiðar á landgrunninu.
Lög þessi eru byggð á þeim forsendum að
hin eiginlega landhelgi skuli vera þröng vegna
siglingafrelsis, en að utan hennar skuli vera
víðtækari lögsaga yfir fiskveiðum, er nái yfir
allt landgrunnssvæðið — það er að segja
efnahagslögsaga þar sem um er að ræða all-
ar auðlindir á þessu svæði sem vitað er um.
Lög þessi hafa verið framkvæmd smám sam-
an og eins og nú standa sakir eru fiskveiði-
22 — Æ GIE