Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1975, Side 12

Ægir - 01.02.1975, Side 12
inn enn meir, en samkvæmt lögum um gjald- eyrisviðskipti í Nígeríu leyfir Seðlabanki Níge- ríu ekki yfirfærslu gjaldeyris fyrr en eftir að skreiðinni hefur verið skipað í land í Nígeríu og innflutningstollar hafi þá jafnframt ver- ið greiddir. Verðlag á skreið til ítalíu. Til Ítalíu hefur verið flutt út á öllu árinu 918,4 tonn að fob.-verðmæti samkvæmt Hag- tíðindum 358,6 milljónir króna eða að með- altali kr. 390.- pr kg reiknað á eldra genginu þ. e. fyrir ágúst gengisbreytinguna. Þess ber þó að geta að í þessu útflutningsmagni eru talin 380 tonn sem framleidd voru árið 1973 og var verðmæti þeirra fob. 65,6 milljónir króna, en sú skreið var ýmsar ódýrar teg- undir, sem höfðu ekki selzt fyrr til ítalíu. Vegna skorts á góðri skreið þá keyptu ítal- irnir þessar tegundir. Eftirfarandi tafla gefur skýra mynd af hækkun skreiðarverðs til ítalíu frá árinu 1970. Allt verð er í sterlingspundum miðað við 100 kg cif. 1970 1971 1972 1973 1974 Edda 70/up £460 £580 £812 £1218 £2250 Edda 60/70 £445 £560 £784 £1176 £2200 Edda 50/60 £425 £535 £749 £1123 £2100 Edda 40/50 £380 £475 £665 £ 998 £1850 Edda 20/40 £330 £410 £574 £ 871 £1800 Saga IG £530 £665 £931 £1397 £2550 Saga IM £490 £615 £861 £1291 £2400 Saga IP £450 £560 £784 £1176 £2200 Hækkun milli áranna 1973/1974 er frá 80% til 90% og samþykktu ítalskir kaupendur þetta verð þó hátt væri. Útlit var því gott þegar útflutningur hófst snemma í september og allt fram í október. Þá fóru að berast kvartanir um að skreiðin væri léleg að gæðum. Ágerðust kvartanir skjótt og urðu mjög alvarlegar. Kaupendur á ítalíu hættu við að panta skreið og útflutn- ingur stöðvaðist alveg í nóvember. Vegna tilmæla útflytjenda fóru þeir til ítalíu Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri í viðskiptaráðuneytinu og Sigfús Magnússon hjá Fiskmati rííkisins. Heimsóttu þeir alla kaupendur og skoðaði Sigfús Magnússon skreiðina. 26 — ÆGIR Eftir heimkomu skýrði Sigfús Magnússon frá því að skreiðin væri mikið gölluð, sér- staklega öll stóra skreiðin, Edda 60/70 og 70/up og Saga IG. Einnig var skreiðin 50/60 gölluð en þó minna. Gallar voru þeir að skreið- in var morkin bæði við hrygg og gotrauf og þar af leiðandi voru útbleytt flök óselj- anleg á ítalíu nema að skemmdirnar hefðu verið fjarlægðar. Við það minnkaði hin selj- anlega þyngd og mikið tap varð ekki um- flúið. Höfðu ítalskir kaupendur á orði að þeir mundu fá heilbrigðiseftirlitið á ítalíu til þess að skoða skreiðina og fella úrskurð um gæði hennar. Slíkur úrskurður gat ekki farið nema á einn veg. Þá var ákveðið að fulltrúar nokkurra selj- enda færu til ítalíu til þess að reyna að semja um afslátt frá skreiðarverðinu. Italir óskuðu eftir því, að öll skreið, sem var 60 centimetrar og yfir og Saga IG skyldi flutt til baka til íslands og andvirði hennar endurgreitt og að 30% afsláttur yrði veittur á stærðina Edda 50/60. Aðrar stærðir svo sem Edda 20/40, 40/50 og Saga IP og IM mundu sleppa við afslátt. Eftir nokkurt samningaþóf féllust ítalir á að eftirfarandi afsláttur yrði veittur: Saga IG 15%. Edda 70/up 18%. Edda 60/70 15%. Edda 50/60 15%. Enn eru til 250 til 300 tonn í birgðum af skreið, sem metin hefur verið hæf til ítalíu iog reynt verður að selja á næstu mánuðum og vonandi verður það hægt. Neyzla skreiðar á ítalíu hefur hinsvegar minnkað og tel ég aðal- ástæðuna vera hið háa verð að viðbættum lé- legum gæðum. Það má gera ráð fyrir að ítalir muni óska eftir endurmati á þeirri skreið, sem þeir kunna að kaupa á næstunni. Gæði skreiðar og gæðamat. Það er engin launung á því að gróf mistök hafa átt sér stað þegar skreiðin var metin til ítalíu. Ber að harma slík vinnubrögð og kæru- leysi. Um þekkingarleysi ætti ekki að vera að ræða því ætla verður að matsmenn þekki morkinn fisk. Það verður aldrei of oft hvatt til vöruvöndunar, hvort sem fiskur er verk- aður í skreið eða annað, og er fiskmatið einn snarasti þátturinn í eftirliti með vörugæðum. 1

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.