Ægir - 01.02.1975, Qupperneq 13
Ástand og liorfur.
Eins og fyrr segir er nú óseld skreið um
250/300 tonn, sem hæf er á ítalska markaðinn
°S að minnsta kosti annað eins til Afríku,
°S jafnvel meira því nokkurt magn hefur verið
hengt upp í haust og vetur.
Horfur á ítalíu tel ég vera þær að markað-
unnn verður erfiður á næstu mánuðum, sér-
staklega vegna þess að lítið hefur verið selt
af skreið á markaðnum á ítalíu í haust og
innflytjendur liggja með birgðir, sem munu
endast fram á vor. Það ber að fara að með
fyllstu gætni þegar verð er ákveðið til út-
flutnings. Það er auðvelt að loka góðum
markaði með of háu söluverði afurða. Gæða-
eftirlitið ber að endurskoða og ef þetta tvennt
er haft í huga þá getur Island haldið sinni
rciarkaðsaðstöðu að því leyti sem efnahags-
astand ítalíu leyfir hverju sinni. Það ber að
þyta þennan markað eins og frekast er unnt.
Islendingar hafa engin efni á því að kasta
rá sér góðri markaðsaðstöðu með lélegu
gæðaeftirliti og með of háu söluverði.
Jónas Jónsson:
ölsf ramleiðslan 1974
Ég get enn hafið þessa
yfirlitsgrein með svip-
uðum orðum og yfirlits-
greinar mínar undanfar-
in ár, að því leyti að
fiskmjölsframleiðslan
jókst enn að magni til
árið 1974 frá árinu á
undan, og fór nú yfir
100 þús. lestir. Aftur á
móti urðu svo óhagstæð-
ar breytingar á verðlagi
á liðnu ári, að útflutn-
ingsverðmætið varð
heldur minna, þrátt fyr-
!r þessa auknu framleiðslu, og ég er ekki
jafnbjartsýnn í byrjun þessa árs og ég var í
yrjun þess liðna. Það er langur vegur þar
a> ems og ég mun gera grein fyrir hér síð-
ar’ Þegar ég ræði um verðlagsþróunina. Það
Xar og áður loðnumjölsvinnslan, sem olli
rnagnaukningunni; hún jókst um tæpar 6. þús.
estir, en þorskmjölsframleiðslan dróst sam-
an um 600 lestir, hvalmjölsframleiðslan um
tæpar 300 lestir og lifrarmjölsframleiðslan
um álíka magn.
Það athugist við lestur töflunnar um skipt-
ingu framleiðslunnar, að í karfamjölstölunni
er 704 lestir af makrílmjöli og í þorskmjöls-
tölunni á annað hundrað lestir af steinbíts-
mjöli. Tölurnar í svigum í töflunni eru fyrir
árið 1973.
Fiskmjölsframleiðslan 1974 (1973).
Loðnumjöl ............... 68.033 (62.092)
Þorskmjöl ............... 28.681 (29.278)
Karfamjöl .............. 4.919 ( 4.919)
Hvalmjöl ................. 1.592 ( 1.875)
Lifrarmjöl ................. 260 ( 460)
103.425 (97.683)
Fiskmjölsbirgðir voru í ársbyrjun um 1669
lestir, en í ársbyrjun nú um 16.596 lestir.
Útflutningur fiskmjöls eftir tegundum 1974.
Magnið talið í þúsundum lesta, en verðmætið
í milljónum króna.
Þorskmjöl Lestir 22.749 Verðmæti (millj. kr.) 881.2
Loðnumjöl 58.236 2.348.1
Karfamjöl 1.114 37.7
Hvalmjöl 500 13.9
Lifrarmjöl 223 7.1
Samtals 82.822 3.288
Skipting útflutnings á viðskiptalöndin.
Lestir Verðmæti
(millj. kr.)
Danmörk 3.349 156.6
Svíþjóð 755 41.4
Finnland 4.642 217.9
Belgía 2.253 72.9
Bretland 11.214 406.0
Grikkland 512 17.3
Holland 403 13.7
Júgóslavía 3.727 159.0
Pólland 22.533 916.1
Sovétríkin 10.500 384.2
Ungverjaland 600 269.1
Austur-Þýzkal 5.000 20.6
Vestur-Þýzkal 17.084 601.5
Iran 250 11.7
Samt. magn og verðm. 82.822 3.288.0
Innanlandsnotkun 5.704 lestir
Æ GIR — 27