Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1975, Side 14

Ægir - 01.04.1975, Side 14
Ýmsar aðferðir komu til greina, þegar ver- ið var að búa til þennan mæli, en sú sem the White Fish Authority taldi öruggast var sú að tengja mælinn sjálfum spiltrommunum. Aðferðin var síðan tiltölulega einföld; það var komið fyrir rafmagnsþreifara sem gaf merki, ef málmhlutur hreyfðist innan 10 mm fjarlægðar frá honum og slíkur málmhlut- ur er bóla eða hnappur á sjálfri trommunni. Þannig eru taldir snúningarnir. í hvert skipti, sem bólan fer framhjá þreifaranum, það er við hvem snúning, sýnir mælirinn tilsvarandi lengd vírsins, sem hífst hefur inn eða slakað verið út. Talan hækkar, þegar slakað er út en lækkar þegar híft er inn. Það þótti valda ruglingi að mælirinn sýndi lengdina í metr- um, ef víralengd var mæld með tainingu á snúningi trommunnar, og því verður skip- stjórinn að hafa við höndina hjá mælinum breytingartöflu, ef hann vill sjá lengdina jafn- harðan í föðmum. Það er þó unnið að því að mælirinn sýni lengdina í föðmum, en það er nokkru flóknara kerfi en að aflesning sé í metrum. Til greina getur komið að tengja mælikerf- ið blökk með víraátaksmæli, en þeirri aðferð fylgir sá ókostur að blökkin vill slitna og breytist þá eitthvað mælingin og virarnir liggja misjafnlega vel í blökkunum og það hefur einhver áhrif að því er virðist á msel- inguna. Talning á snúningi trommanna þótti þvi öruggari. Eftir því, sem segir í Fishing News í nó- vember er þessi brezki víralengdarmælir svo þaulprófaður orðinn að hægt er að fara að hefja framleiðslu á honum og standi nú yfir Scunningar við framleiðanda, en þess er ekki getið hver hann sé. Auðvelt ætti þó að vera að hafa uppá þvi. Skipstjóri á skuttogara hefur orðið ærið af mælum og tækjum að fylgjast með, enda menn á einu máli um að nauðsynlegt sé að hafa menn í brúnni meðan verið sé að kasta eða hífa upp. Nú bætist einn mælirinn við, en hann hlýtur að vera til mikils gagns, eins og hinir mælarnir. Þessi býr þó ekki til fisK frekar en hinir. F I S K V E R Ð Framhald af bls. 100 Yerð á íiskbeinum og slógi Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hef- ur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fisk- beinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 15. mars til 31. maí 1975: a) Þegar selt er frá fiskvinnslustöðvum til f iskmj ölsverksmið ja: Fiskbein og heill fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbít- ur, hvert kg ................... kr. 0.85 Karfabein og heill karfi, hvert kg ............................... kr. 2.35 Steinbítsbein og heill steinbítur, hvert kg ..................... kr. 0.55 Fiskslóg, hvert kg................ kr. 0.38 b) Þegar heill fiiskur er seldur beint frá fiskiskipinu til fisk- mjölsverksmiðja: Fiskur, annar en síld, loðna, karfi og steinbítur, hvert kg .. kr. 0.74 Karfi, hvert kg .................... kr. 2.04 Steinbítur, hvert kg ........... kr. 0.48 Verðið er miðað við, að seljendur skili frarn- angreindu hráefni í verksmiðjuþró. — Karfa- beinum skal haldið aðskildum. Reykjavík, 25. mars 1975- Verðlagsráð sjávarútvegsins- Verð á loðnu Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins hef- ur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á loðnu til bræðslu frá og með 23. mars til loka loðnu- vertíðar 1975: Hvert kg ........................ kr. 1-50 Verð á úrgangsloðnu frá frystihúsum skal vera 10% lægra en ofangreint verð. Verðið er miðað við loðnuna komna á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips eða löndunartæki í verksmiðju. Reykjavík, 22. mars 1975- Verðlagsráð sjávarútvegsins- Framhald á bls.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.