Ægir

Årgang

Ægir - 15.04.1975, Side 7

Ægir - 15.04.1975, Side 7
EFNISYFIRLIT: Framtíðarbúgrein 113 Siavarútvegurinn 197 U, greinaflokkur. Gunnar Guðjónsson: Hraðfrystiiðnaðurinn 1974 114 Orn Erlendsson: Sölustofnun lagmetis 1974 117 ^tgerð og aflabrögð 119 • Fiskaflinn í des. og jan. til des. 1974 og 1973 124 Enn Fiskispjall: um víramæla o. fl. Eögr og reglugerðir: iefflugerð um takmörk- un á síldveiðum ís- lenzkra fiskiskipa i oiðursjó, Skagerak og a svæði VI (a) vestan 126 Skotlands 128 Fréttir. . . 129 • H ta-kjaviarkaðnum: Simrad FM netsjá 130 • Ný fiskiskip: Vöttur SU 3 131 Huginn VE 55 132 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG íslands höfn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: mAr ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: Gísu ólafsson PRENTUN: ÍSAFOLD Askriftarverð 1000 KR. PR. ARG. u. KEMUR ÚT RAlfsmAnaðarlega RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 68. ÁRG. 7. TBL. 15. APRÍL 1975 F ramtíðarbúgrein Það eru flestir sammála um það, að fiskeldi í ám, vötn- um og sjó verði þegar tímar líða mikilsverð búgrein hér- lendis. Ástæða er þó til að vara við of mikilli bjartsýni og von um skjótan árangur, vegna þess að það hefur svo oft viljað brenna við hjá okk- ur, að of mikil bjartsýni hef- ur sveiflazt yfir í vonleysi og uppgjöf og er það alþekkt mannlegt fyrirbæri. Fiskeldi í flotkvíum í sjó er áreiðanlega æskileg og hag- kvæm eldisaðferð. En þó að stofnkostnaður sé tiltölulega lítill fylgja margir byrjunar- erfiðleikar þessari aðferð. Ekki sízt er þetta erfitt vegna þess, að ýtarlegar staðhátta- rannsóknir liggja óvíða fyrir. Aðstæður til fiskeldis í flot- kvíum eru áreiðanlega góðar allvíða við strandlengju lands- ins, en það hefur ekki verið skipulega rannsakað hvar þær séu beztar, og vissulega er við margvíslega náttúru- lega annmarka að ræða, þar sem mönnum í fljótu bragði kann að sýnast að aðstæður hljóti að vera mjög hagstæð- ar. Innfjarða, þar sem sjór er nægjanlega kyrr reynist hann máski of kaldur, dýpi ekki nægjanlegt né straumur. Það þyrfti að hefja skipu- legt rannsóknarstarf á stað- háttum og ástandi sjávar á líklegum stöðum. Þar sem lík- legt er að slíkum fiskeldis- kvíum verði komið fyrir í fjörðum, víkum og vogum þar sem byggð er strjál, þá þarf að gera ráð fyrir, eða það hef- ur reynslan sýnt, stöðugu eft- irliti með flotkvíunum. Það kostar peninga. Það er ekki hægt að segja annað en fiot- kvíatilraunir Ingimars Jó- hannssonar á vegum Fiskifé- lags íslands, lofi góðu, þrátt fyrir uppáfallandi skakkaföll. Það væri óráð að láta þær niðurfalla vegna fjárskorts. En það má öllum ljóst vera af tilraununum bæði í Hval- firði og Höfnum að stöðugs eftirlits er þörf og það verður að hafa mann á varðbergi. Ekki aðeins vegna skemmd- arverka, sem eru þvílík árátta hér að jafnvel slysavarnaskýli fara ekki varhluta af þessum sálarkrankleika, heldur þarf að líta tíðum eftir nótinni að hún skammfeirist ekki með einhverjum hætti þannig að eldisfiskurinn sleppi úr henni. Það er vafamál, að þetta geti verið hjáverkastarf manna sem búa víðs fjarri vettvangi. Enn sem komið er hefur það opinbera ekki lagzt nægj- anlega fast á sveifina í þessu Framhald á bls. 130.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.