Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.04.1975, Qupperneq 22

Ægir - 15.04.1975, Qupperneq 22
ingu, sem unnin er á skrifborðum yfirvalda, og skipulagning þó skynsamlega geti virzt hamlar oft afköstum og ekki sízt myndi þetta eiga við um veiðar. En þar sem fiskveiðar okkar eiga sér náttúrlegar takmarkanir, þá hlýtur frelsi manna til að veiða eiga sér einnig takmarkanir og vilji menn ekki tak- marka frelsi sitt af sjálfsdáðum þá gerir nátt- úran það um síðir. Það er lítið gagn að því að hafa frelsi til að veiða fisk, sem búið er að veiða upp. Þetta athuga menn þó ekki nægjanlega og heimta ótakmarkað frelsi til að byggja skip að reisa fiskvinnslustöðvar, það er aðeins frelsi til að pissa í skó sinn. Ég veit ekki hvort menn trúa því í raun og veru að þorskurinn á íslandsmiðum geti endalaust nægt til atvinnubóta hjá ört fjölg- andi þjóð, en svo virðist nú vera. Fiskimenn- imir sjálfir verða að fara að taka þarna 1 2 taumana. Það er greinilegt að stjórnmála- mennirnir ætla ekki að gera það. Við rekum þá stefnu að þekja miðin af fiskiskipum, og strandlengjuna af fiskvinnslustöðvum °S reyndar sveitirnar líka að því er virðist mehi' ingin á hinum síðustu tímum. Þessi stefna leiðir óhjákvæmilega til glötunar fyrir fiski- mennina sjálfa og sjávarútveginn í heild, og síðan það fólk í landi, sem átti að hjálpa; Við hljótum að verða að setja sókninni og fiskvinnslunni einhver takmörk, ef við ®tl- um ekki að sitja uppi með allan flotann og fiskvinnsluna í algeru reiðileysi innan nokk- urra ára. Það er ekki hægt að láta eins og veiðarnar eigi sér engin takmörk og alltaf se hægt að bæta úr atvinnuleysi með því að veiða meiri fisk. LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð um takmörkun á síldveiðum íslenskra skipa í Norðursjó, Skagerak og á svæði VI (a) vestan Skotlands. 1. gr. Allar síldveiðar íslenskra skipa í Norðursjó og Skagerak eru bannaðar nema að fegnu sérstöku leyfi sjávarútvegsráðuneytisins. Gild- ir þetta á svæði, sem takmarkast að norðan af 62°00 n.br. að vestan af 4°00 v.lgd. frá 62°00 n.br. að strönd Skotlands >og í Ermar- sundi af 1°00 v.lgd. Að austan takmarkast svæðið af línu, sem dregin er milli Skagen og Peter Noster vita. Ennfremur eru aliar síldveiðar íslenskra skipa vestan Skotlands, á svæði VI (a) sam- kvæmt korti Alþjóða hafrannsóknaráðsins, háðar leyfum sjávarútvegsráðuneytisins. Svæði þetta markast að austan af 4°00 v.lgd. frá strönd Skotlands að 60°30 n.br., að norðan af 60°30 n.br. vestur að 5°00 v.lgd., þaðan af 60°00 n.br. vestur að 12°00 v.lgd., að vestan af 12°00 v.lgd. suður að 54°30 n.br. austur til strandar írlands. Milli Irlands og Skotlands markast svæðið af 55°00 n.br. 2. gr. Ráðuneytið getur bundið veiðileyfi skv. 1. gr. þeim skilyrðum, er þurfa þykir til þess að tryggja að síldarafli sé ætlaður til manneld- is eingöngu og framkvæmd þeirra veiði' kvóta og reglna, sem samþykktar hafa verið eða kunna að verða samkvæmt 7. gr. al' þjóðasamnings um fiskveiðar í norðaustut' hluta Atlantshafs, er gerður var í LondoU 24. janúar 1959. 3. gr. Með mál út af brotum á reglugerð þessa11 skal farið að hætti opinberra mála, og varð' ar brot viðurlögum samkvæmt 2. gr. laga nr' 14 30. mars 1960. 4. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt löguu1 nr. 14 30. mars 1960 um heimild fyrir ríkiS' stjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæð1 alþjóðasamnings, er gerður var 24. janúa1 1959, um fiskveiðar í norðausturhluta AtlantS' hafs, ásamt viðbæti, sbr. auglýsingu nr. 8 2<- júní 1963, til þess að öðlast gildi þegar í sta' og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sen1 hlut eiga að máli. Jafnframt er felld úr gildi reglugerð nr; 214 4. júlí 1974 um takmörkun á sildvei 1 íslenskra skipa í Norðursjó og Skagerak. Sjávarútvegsráðuneytið, 10. apríl 1975. Matthias Bjarnason. Jón B. Jónasson- 128 — Æ GI R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.