Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1975, Blaðsíða 7

Ægir - 15.06.1975, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 68. ÁRG. 11. TBL. 15. JÚNÍ 1975 Tilkynningaskylda fiskiskipa Tilkynningaskylda fiskiskipa 181 • Framleiðsla sjávaraf- ui'ða 1. jan. til 31. marz 1975 og 1974 182 • Útgerð og aflabrögð. Vertíðarlok 183 Fiskaflinn í janúar 1975 og 1974 192 Ný fiskiskip: Seifur BA 123 193 Þórsnes II SH 109 194 4 tækjamarkaðnum: Nýtt asdiktæki 196 ÚTGEFANDI: fiskifélag íslands höfn. ingólfsstræti SÍMl 10500 RITSTJÖRN : MÁR ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: ÍSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 1000 KR. PR. ÁRG. KEMUR ÚT hÁLFSMÁNAÐARLEGA í fróðlegu viðtali, sem Ing- ólfur Þórðarson, stýrimanna- skólakennari, átti við sjón- varpið, rakti hann baráttuna fyrr því þarfa máli, að fiski- skipum væri gert að skyldu að tilkynna hvar þau væru stödd á einhverjum tilteknum tíma sólarhringsins. Nefnd hefði verið skipuð í málið 1963, en það var þó ekkert raunhæft aðhafst fyrr en 1967, að síld- arskipstjórar tóku sig saman af sjálfsdáðum, að tilkynna sig einhvern tíma sólarhrings- ins og tók þá „síldarleitin" við boðunum. Ári síðar en þetta var eða 1968 tók svo Slysavarnafélag- ið að annast reglubundna til- kynningaskyldu og var varð- staðan þá 10 klst. á sólarhring og um þær mundir gaf svo Eggert Þorsteinsson, sem þá var sjávarútvegsráðherra, út reglugerð um tilkynninga- skyldu fiskiskipa og þar með var þetta orðin lögboðin skylda. Síðan 1972 hefur Slysavarnafélagið haldið uppi varðstöðu allan sólarhringinn á tímabilinu 31. okt. til 30. apríl eða á þeim tíma ársins, sem sjósókn er mest og erfið- ust hér við land. Hér er um mikið starf að ræða, því að Tilkynningaskyldunni berast 1000—2000 tilkynningar á sólarhring og verður að halda spjaldskrá yfir 1000 skip og báta, en daglega tilkynna sig 300—600 skip þrisvar á sól- arhring hvert. Skipum ber að tilkynna brottför úr höfn og komu til hafnar og auk þess tvisvar á sólarhring stað og stefnu á hafi úti. Því er ekki að leyna að það vill henda menn að gleyma að tilkynna sig, og eitthvað mun vera um skipstjóra, sem ekki vilja sinna tilkynningaskyld- unni, en þeir eru sjálfsagt fá- ir. Ástæðan til vanrækstu til- kynningar á réttum tíma mun oftast sú, að skipstjórar á veiðum eru einir í brúnni og eiga að sinna allri stjórn skipsins, og eru auk þess nátt- úrlega með allan hugann við veiðarnar. Það getur engan undrað, sem þekkir til aðstæðna, þó að skipstjóra gleymist að til- kynna sig á réttum tíma, en honum gefst þó síðar tími til að leiðrétta þessa vangá og ef hann ekki gerir það, hlýtur að vera um fyrrnefndu ástæðuna að ræða, það er óvilja til að tilkynna sig. Það er skýring útaf fyrir sig að menn, sem eru í fiski kæri sig ekki um að fá á sig allan flotann, því að það er regla, sem er nú dálítið hæp-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.