Ægir

Årgang

Ægir - 15.09.1975, Side 7

Ægir - 15.09.1975, Side 7
EFNISYFIRLIT: RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 68.ÁRG.16TBL. 15. SEPTEMBER 1975 Valmað a£ draumi Efnisyfirlit: Vaknað af draumi 273 • Ásgeir Jakobsson: Hvalveiðar 274 • Útgerð og aflabrögð 277 • Heildaraflinn 1/1—31/8 1975 og 1974 281 • Fiskaflinn í apríl og jan—apríl 1975 og 1974 282 • Úostnaðarsamur öryggis- búnaður getur verið tvíeggjaður 284 • Heglugerð um tollfrjáls- an farangur farmanna 286 • Ný fiskiskip: Vinur SH 140 288 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG ÍSLANDS HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI SÍMI 10500 RITSTJÓRN: MÁR ELfSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR; GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GfSLI ÓLAFSSON PRENTUN: fSAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 1000 KR. PR. ÁRG. KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Það var óhjákvæmilegt, að hin öru togarakaup 1972/73 hlutu að hafa í för með sér vannýtingu eldri gerða flot- ans, en það virtist ekki öllum nægjanlega Ijóst á þeim tíma, sem örustu kaupin áttu sér stað. En eins og oft vill verða, þegar fólk vaknar harkalega af sætum draumi, þá vaknar það með ósköpum, og nú er ekki meir um annað talað en vannýtingu fiskiflotans. Það er rétt og fer ekki á milli mála og verður ekki á móti mælt hér, að hann er vannýttur, fiskiflotinn. Hinn aukni togaraafli hefur dregið úr bátaaflanum, að því er virðist, og menn hafa leitað á nýju og stærri skipin og erfitt hefur þá reynzt að gera út stóran hluta af bátaflotan- um vegna mannaskorts og fjárskorts vegna minnkandi afla. En menn skildu nú ekki láta eins og þetta sé í fyrsta skipti í íslandssögunni að fiskifloti okkar sé á einhverj- um tíma vannýttur. Fiski- floti, sem býr við mjög árs- tíðabundnar veiðar og miklar aflasveiflur frá ári til árs hlýtur vissulega að verða það. Hér áður fyrr lá fiskifloti landsmanna iðulega bundinn milli aðalvertíðanna. Og ef menn vilja nú gera mikið veður út af vannýtingu fiskiflotans, þá ættu þeir í leiðinni ,að líta í kringum sig í þjóðfélaginu. Það er víða vannýttur véla- og tækjakost- ur og slíkt er ekki nýtt fyrir- bæri hjá þjóðum, sem hafa vélvæðst jafnört og við Is- lendingar. Það liggja ekki fyr- ir neinar upplýsingar um nýt- ingu véla og tækja annarra at- vinnugreina, svo sem iðnaðar og landbúnaðar, en hitt sjá all- ir að hér eru stórar og vel búnar verksmiðjur, þar sem aðeins er unnið 8 stundir dag- lega 5 daga vikunnar og allar hinar 128 stundirnar standa allar vélar hljóðar. Landbúnaður býr, eins og sjávarútvegur, við misjafna notkun síns vélakostar eftir árstíðum, enda nýtist véla- kostur hans sennilega ekki skár en sjávarútvegsins. Fisk- framleiðslan á ekki síður í vanda með að nýta fyllilega sinn vélakost af sömu ástæð- um og fiskiflotinn. Þar er miðað við að geta tekið við hámarksafla, eins og fiski- flotinn er reyndar miðaður við líka, og afleiðingarnar fyrir frystihúsinu eru því þær sömu; mörg frystihús- anna nýtast ekki fyllilega. Það er áreiðanlega vandséð hvar eigi að hefjast handa í íslenzku þjóðfélagi, þegar um það er að ræða að fullnýta allan véla- og tækjakost.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.