Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
68.ÁRG.22. TBL. 15. DESEMBER 1975
EFNISYFIRLIT:
34. Piskiþing 389
Már Elísson:
Skýrsla fiskimálastjóra
til 34. Fiskiþings 390
Samkomulagið við
Vestur-Þjóðvei-ja 397
Framleiðsla
sjávarafurða
1. jan.—30. sept. 1975
og 1974 401
Útfluttar sjávarafurðir
í okt. og janúar—okt.
1975 og 1974 402
Minningarorð:
Ólafur Jónsson,
útgerðarmaður frá
Sandgerði, G. F. 404
Jóhannes Jónsson,
útgerðarmaður frá
Gaukstöðum í Garði 405
Ásgeir Jakobsson:
Hvalveiðiflotinn mikli í
norðurhöfum 406
Útgerð og aflabrögð 409
Heildarafælinn
1/1—31/10 1975 og 1974 413
Fréttir í nóvember 414
Á tækjamarkaðnum:
Olíuskiljur 416
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG ÍSLANDS
HÖFN, INGÓLFSSTRÆTI
SÍMI 10500
RITSTJÓRIM:
MÁR ELÍSSON (ábm.)
JÓNASBLÖNDAL
AUGLÝSINGAR;
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GÍSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
(SAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
1000 KR. PR. ÁRG
KEMUR ÚT
hAlfsmánaðarlega
34. Fiskiþing
Fiskiþing, hið 34. í röðinni,
var sett mánudaginn, 17. nóv.
kl. 10 árdegis og voru 32 full-
trúar mættir við þingsetning-
una og var því .aðeins 1 full-
trúi ókominn, en þingið sátu
33 fulltrúar.
Fiskimálastjóri setti þingið
að venju með stuttri ræðu þar
sem hann gat látinna þingfull-
trúa á árinu, þeirra Krist-
jáns Jónssonar frá Garðstöð-
um og Páls Þorbjarnarsonar
frá Vestmannaeyjum og einn-
ig minntist hann sjómanna,
sem látizt höfðu við störf sín
á árinu milli þinga, en þeir
voru 16 að tölu. Forseti þings-
ins var kosinn Hilmar Bjarna-
son frá Eskifirði, varaforseti,
Maríus Þ. Guðmundsson frá
Isafirði, ritari, Margeir Jóns-
son frá Keflavík og vararitari,
Jón Páll Halldórsson frá ísa-
firði.
Þingið stóð í rétta viku og
voru að vanda mörg mál tekin
til umræðu og afgreiðslu og
munu helztu ályktanir þings-
ins birtast í Ægi.
Þrjú mál voru mest rædd á
þinginu: skýrsla Hafrann-
sóknastofnunarinnar um
ástand fiskstofnanna, skýrsla
nefndar Rannsóknaráðs ríkis-
ins um þróun sjávarútvegs-
ins og frumvarp fiskveiðilaga-
nefndar um stjórnun fisk-
veiðanna.
Öll eru þessi mál nátengd
hvert öðru og að sjálfsögðu
fléttaðist útfærsla landhelg-
innar og deilurnar við Breta
og Þjóðverja inn í umræðum-
ar um þau.
Þingfulltrúar voru á einu
máli um, að skýrsla Hafrann-
sóknastofnunarinnar um
ástand fiskstofnanna, og þá
sér í lagi þorskstofnsins, væri
uggvænlegt plagg, og ekkl
yrði undan því vikist að taka
fullt tillit til þess, þegar leit-
að yrði úrræða til verndar
fiskstofnanna.
Frumvarp fiskveiðilaga-
nefndarinnar, sem starfaði
allt árið 1975 og hélt fundi
víðs vegar um land til að
kynna sér sjónarmið sem
flestra sjávarútvegsmanna,
var mikið rætt og samþykkti
Fiskiþing að lýsa stuðningi
við það meginatriði frum-
varpsins, að lögin verði
rammalöggjöf, sem innifeli
heimildir til setningar reglu-
gerðarákvæða, er tryggi virka
stjórnun fiskveiða og nauð-
synlegra friðunaraðgerða,
sem stuðli að því að fiskstofn-
ar gefi af sér hámarksaf-
rakstur á sem skemmstum
tíma, og að friðunarmarkmið-
Framhald á bls. 405