Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 34
Olíuskiljur
Fyrirtækið Racor Industri-
es Inc. í Kaliforníu framleiðir
margskonar búnað til hreins-
unar á bæði vökvum og loft-
kenndum efnum.
Fyrri hluta árs 1974 var
hafin innflutningur hingað til
lands á skiljum fyrir brennslu-
olíu dieselvéla frá Racor, svo-
nefndar Filtral olíuskiljur, og
hafa skiljur þessar verið sett-
ar í allmörg íslenzk fiskiskip.
Vinnslumáta skiljanna er skipt
niður í þrjú vinnslustig.
Á fyrsta vinnslustigi kem-
ur olían inn í skiljuna með
hraða 0.6—1.1 m/sek og fer
inn í túrbínuhluta skiljunnar,
fær þar á sig snúningshreyf-
ingu og hraði hennar eykst
upp í 6—11 m/sek. Vegna
snúningshreyfingarinnar kast-
ar miðflóttaaflið olíunni út að
brún gruggkúlu skiljunnar, en
litlir standar sambyggðir túr-
bínuhlutanum stöðva snún-
ingshreyfingu olíunnar snögg-
lega. Afleiðing þessa er að þau
aukaefni, bæði vökvar og föst
efni, sem olían inniheldur og
eru eðlisþyngri en hún, falla
út úr streyminu og til botns í
gruggkúlunni.
Annað vinnslustig gegnir
því hlutverki að skilja þau
aukaefni frá olíunni sem hafa
eðlisþyngd sem er lægri en
eðlisþyngd olíunnar, og fer
þessi aðskilnaður fram í kon-
iskum hluta skiljunnar. Þegar
olían kemur frá túrbínuhlut-
anum og hefir skollið á veggj-
um gruggkúlunnar er hraði
416 — ÆGIR
olíunnar orðinn mjög lítill.
Olían stígur síðan hægt upp
koniskt rúm þar sem léttari
óhreinindi safnast saman í
lygnunni, sem verður við
veggi rúmsins. Óhreinindin
mynda þéttan massa, sem fær
aukna eðlisþyngd og þegar
streymi er ekki um skiljuna,
síga óhreinindin niður vegg-
ina og niður í gruggkúluna.
Þriðja stig skiljunnar er
byggt upp á hefðbundinn
hátt, eða olían er leidd gegn-
um útskiptanlegan filter sem
fjarlægir óhreindi allt niður í
2 micron.
Fyrsta og annað stig skiij-
unnar vinnur eins og forsía
þar sem föst efni allt niður í
30 micron og vatn er skilið frá
olíunni án þess að notaðir séu
skiptanlegir filterar eða hreyf-
anlegir hlutir. Gruggkúla
skiljunnar er úr gagnsæju,
óbrjótanlegu efni og hefir
tvöföldu hlutverki að gegna,
annars vegar að geyma þau
óhreinindi sem falla út í fyrsta
og öðru stigi, og hins vegar að
gefa upplýsingar um óhrein-
indamagn olíunnar. Hægt er að
fá skiljuna þannig útbúna að
hún gefi aðvörunarmerki
(bjalla eða ljós) við ákveðna
vatnshæð í gruggkúlunni, sem
á að hindra vatn í að komast
inn á brennsluolíukerfi við-
komandi vélar.
Samkvæmt upplýsingum frá
framleiðanda er eyðsla skilja
þessara um 1 filter á móti 3-4
filterum í skiljum sem nota
eingöngu filter til hreinsunar.
Skiljurnar er hægt að fá í
allmörgum stærðum en þær,
sem einkum hafa verið settar
í skip hérlendis eru:
Gerð Afköst Verð ca.
500 FE 204 1/h. 19 þús.
900 FE 342 1/h. 32 þús.
1000 FE 684 1/h. 47 þús.
Hægt er að fá skiljurnar
með samtengibúnaði, sem ger-
ir kleift að nota tvær sam-
tímis, eða aðra i einu (systra-
síur). Umboð á íslandi hefur
Vélsmiðjan Nonni h.f., um-
boðsskrifsstofa, Reykjavík.
/Iwtsbókasafnið
á Akureyri