Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 18

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 18
Ef ríkisstjórn yðar fellst á ofangreint, leyfi ég mér að leggja til, að þessi orðsending og staðfesting yðar skoðist sem samkomulag milli ríkisstjóma okkar, er gangi þegar í gildi og verði skrásett hjá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, skv. 102. gr. stofnskrár Sameinuðu þjóðanna. Ég leyfi mér að votta yður, herra sendi- herra, sérstaka virðingu mína. FYLGISKJAL II. Skrá yfir vestur-þýzka togara. ísfisktogarar Stærð Smíða- br.l. ár Altona NC 473 1894 1965 Arcturus BX 739 724 1963 Augsburg NC 443 976 1960 Berlin BX 673 936 1960 Bremerhaven BX 681 941 1961 Hans Böckler BX 679 1561 1961 Cuxhaven NC 451 936 1961 Dússeldorf BX 680 973 1960 Eckenförde SK 125 691 1963 Flensburg SK 124 691 1963 Glúckstadt SK 101 923 1964 Hagen NC 444 976 1960 Hanseat BX 672 945 1960 Hessen NC 449 1222 1960 Hoheweg BX 735 724 1963 Holstein SK 104 915 1960 Husum SK 102 923 1965 Katfisch BX 670 826 1960 Heinrich Kern BX 676 1244 1961 Koblenz BX 692 1320 1964 Kormoran BX 665 825 1959 Lúbeck SK 107 916 1961 Mellum BX 737 724 1963 Othmarschen BX 733 1394 1965 Saar NC 454 1222 1961 Saegefisch BX 668 825 1959 Salzburg BX 657 651 1957 Köln NC 471 981 1966 Saarbrúgge BX 704 1047 1966 Schellfisch BX 666 825 1959 Sirius BX 685 917 1961 Schilksee I SK 109 918 1961 Schleswig SK 105 916 1961 Schútting BX 678 984 1961 Darmstadt NC 470 981 1965 Thunfisch BX 663 824 1958 Uranus BX 687 952 1961 Carl Wiederkehr BX 667 719 1959 400 — ÆGIR Wien BX 690 989 1962 Wurtzburg NC 450 973 1960 FYLGISKJAL III. Orðsending til utanríkisráðherra Islands frá sendiherra Sambandslýðveldisins Þýzkalands Herra utanrikisráðherra. í sambandi við erindaskipti milli ríkis- stjórna okkar, sem ráðgerð eru í dag um sam- komulag varðandi fiskveiðar og verndun líf- rænna auðlinda á hafsvæðinu umhverfis ís- land, sem gert er vegna fiskveiðideilunnar milli landa okkar og með hliðsjón af því, hversu sérstaklega afkoma og efnahagsleg þróun íslensku þjóðarinnar er háð fiskveið- um, leyfi ég mér að taka fram það, sem hér fer á eftir: Ofangreind erindaskipti hafa engin áhrif á afstöðu ríkisstjórna aðila til hafréttarmála. Ég leyfi mér að votta yður, herra utanríkis- ráðherra, sérstaka virðingu mína. FYLGISKJAL IV. Orðsending frá sendilierra Sambandslýðveldisins Þýzkaland til utanríkisráðherra íslands Herra utanríkisráðherra. Ég leyfi mér að vísa til erindaskipta milli ríkisstjórna okkar um fiskveiðar og verndun lífrænna auðlinda á hafsvæðinu umhverfis ís- land og að taka fram það sem hér fer á eftir: Með hliðsjón af hinu nána sambandi, sem er milli lausnar á fiskveiðideilunni og þess að bókun nr. 6, sem er fylgiskjal við samning milli íslands og Efnahagsbandalagsins frá 22. júlí 1972 taki gildi, eru báðir aðilar ásáttir um, að þrátt fyrir gildistímabil það, sem greint er í 9. lið samkomulagsins, megi fresta framkvæmd þess, ef bókun nr. 6 hefur ekki tekið gildi innan 5 mánaða. Ég leyfi mér að votta yður, herra utanríkis- ráðherra, sérstaka virðingu mína. NEFNDARÁLIT MINNI HLUTA um till. til þál. um heimild fyrir ríkisstjórnina til að ganga frá samkomulagi við ríkisstjóm Sambandslýðveldisins Þýskalands um veiðar þýskra togara. Frá minnihluta utanríkismálanefndar. Við undirritaðir teljum að álitsgerðir vís- indamanna um ástand fiskstofna við ísland

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.