Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 9
Aflatryggingasjóður.
Samkvæmt endurskoðuðum reikningum
hinna almennu deilda og jöfnunardeildar
Aflatryggingasjóðs, hafa tekjur, svo og
greiðslur vegna aflabrests, skipzt þannig
undangengin þrjú ár:
Aflatryggingasjóður — almennar deildir.
1972 1973 1974
Tekjur: millj kr. millj.kr. millj.kr.
Útfl.gjald sjávarafurða 145,6 226,6 280,7
Mótframlag ríkissjóðs .... 38,9 59,1 72,7
Vaxtatekjur 17,3 18,0 28,9
Samtals tekjur 201,8 303,7 382,3
Greiðslur vegna áflabrests hin sömu ár voru
þessar: Almenn deild bátaflotans 219,5 189,4 347,6
Almenn deild togaraflotans . 37,2 51,3 60,5
Samtals gjöld 256,7 240,7 408,1
Samkvæmt framangreindu hafa greiðslur
vegna aflabrests þessi þrjú ár numið 17,7
millj. króna umfram tekjur.
Ráðstöfunarfé sjóðsins þessi ár hefur verið
sem sér segir:
1972 1973 1974
milljkr. millj.kr. millj.kr.
542,2 576,2 699,3
Staða hinna almennu deilda og jöfnunar-
deildar hinn 31. okt. s. 1. var þessi:
millj. kr.
Inneign hjá ríkissj. og í banka..... 407,8
Tekjur af útfl.gj. og mótframlag
1/1—31/10 441,1
H- bótagreiðslur 1/1—31/10 .......... 469,7
Ráðstöfunarfé 1. 11. 1975 379,2
Af ofangreindri bótaupphæð eru samtals
143.3 millj. vegna ársins 1974.
Ógerlegt er á þessu stigi að nefna nokkrar
töiur um bætur sem eftir er að greiða fyrir
árið 1975. Þær geta numið nokkrum tugum
milljóna króna. Gera má ráð fyrir að heildar-
bótagreiðslur á þessu ári geti numið 535—555
milljónum króna. Á sama hátt má áætla heild-
artekjur þessa árs 525—530 milljónir króna.
Það sem veldur þessum umskiptum á hag
sjóðsins undanfarin tvö til þrjú ár, er afla-
brestur skipa frá stærstu útgerðarbæjum
landsins á vetrarvertíð. Þessar verstöðvar hafa
jafnan staðið undir verulegum hluta tekna
sjóðsins, en á sama hátt taka þær af skiljan-
legum ástæðum til sín verulegar bætur, þeg-
ar illa gengur, vegna hins mikla fjölda skipa,
sem þaðan er gerður út.
í öðru lagi hefur sjóðurinn að sjálfsögðu
þolað hlutfallslegt tekjutap vegna verðlækk-
ana afurða á erlendum markaði.
Þá er komið að áhafnadeild Aflatrygginga-
sjóðs. Tekjur deildarinnar eru 1,5% útflutn-
ingsgjald sjávarafurða. Tekjur undanfarin
þrjú ár hafa verið sem hér segir:
1972 1973 1974
millj kr. millj.kr. millj.kr.
1.5% útfl.gjöld . 175.8 268.5 331.4
Vaxtatekjur .... 1.5 3.8 4.9
Samtals 177.3 272.3 336.3
Greiðslur áhafnadeildar sömu ár:
Til báta..... 158.3 198.4 352.7
Til togara ......... 14.6 34.1 38.0
Samtals 172.9 232.5 390.7
Staða deildarinnar 31. okt. s.l. var sem hér
segir:
millj. kr.
Inneign hjá ríkissj. og á
bankareikn. 1/1 1975 ................... 79.1
Tekjur af útfl.g. 1/1—31/10 ............ 423.5
—r- greiðslur .......................... 432.4
Ráðstöfunarfé 1. 11. 1975 70.2
Gera má ráð fyrir, að tekjur áhafnadeildar
á þessu ári nemi 500—515 millj. króna og að
greiðslur muni verða 510—520 millj. króna.
Fiskifélagið hefur nú um nokkurra ára
skeið annast innheimtur iðgjalda til lífeyris-
sjóða sjómanna. Fer sú innheimta fram í sam-
bandi við greiðslur áhafnadeildar.
ÆGIR — 391