Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 27

Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 27
Utgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í október 1975 Gæftir voru misjafnar á svæðinu en yfir- leitt frekar stirðar. Afli bátaflotans varð alls í mánuðinum 6.655 (7.245) lestir af óslægðum fiski, auk þess 2.169 (2.253) lestir af spærlingi, 488 (667) lestir af hörpudiski, afli togaranna varð 5.931 (4.856) lest. Auk þessa var landað 4.442 (66) lestum af síld til söltunar og frystingar. Er þetta í fyrsta skipti í mörg ár, sem leifð er veiði á síld með nót. Aflinn í mánuðinum hefði trúlega orðið nokkru meiri, ef ekki hefði komið til stöðv- unar togara og báta, sem stóð yfir í nokkra daga. Tölur innan sviga eru frá fyrra ári. Aflinn í einstökum verstöðvum: Hornafjörður. Þar stunduðu 9 (20) bátar veiðar, 1 með línu og 8 með botnvörpu og öfl- uðu alls 370 (472) lestir. Auk þess landaði togarinn Skinney 137 lestum. Gæftir voru stirðar. Vestmannaeyjar. Þar stunduðu 36 (30) bátar veiðar, 1 með línu, 1 með net, 1 með handfæri, 33 með botnvörpu. Aflinn alls varð 914 (854) lestir af blönduðum fiski og 60 lestir af spærlingi, auk þess landaði togarinn Vestmannaey 220 (234) lestum. Gæftir voru stirðar. Stokkseyri. Þar stunduðu 3 (5) bátar veið- ar með net og botnvörpu og öfluðu alls 113 (21) lestir. Gæftir voru stirðar. Eyrarbakki. Þar stunduðu 5 (5) bátar veið- ar, allir með botnvörpu og öfluðu 45 (54) lestir. Gæftir voru stirðar. Þorláksliöfn. Þar stunduðu 19 (18) bátar veiðar, 7 með net, 7 með botnvörpu og 5 með spærlingstroll. Aflinn varð alls 655 (313) lestir af fiski og 2.109 (2.253) lestir af spærl- ingi. Gæftir voru góðar. Grindavík. Þar stunduðu 28 (30) bátar veiðar, 7 með línu, 3 með net, 2 með hand- færi og 16 með botnvörpu og öfluðu alls 797 (1.030) lestir. Gæftir voru góðar. Sandgerði. Þar lönduðu 29 (23) bátar afla, 10 voru með línu, 3 með net, 6 með handfæri og 10 með botnvörpu og öfluðu alls 715 (524) lestir. Gæftir voru góðar. Keflavík. Þar stunduðu 39 (44) bátar veið- ar, 11 með línu, 12 með net og 16 með botn- vörpu og öfluðu alls 1081 (1089) lest, auk þess lönduðu 4 (3) skuttogarar afla, alls 955 (866) lestum af blönduðum fiski. Gæftir voru sæmi- legar. Vogar. Þar stunduðu 2 (2) bátar veiðar með net og öfluðu 36 (120) lestir. Gæftir voru góðar. Hafnarfjörður. Þar stunduðu 8 (10) bátar veiðar, 7 með botnvörpu og 1 með línu. Afl- inn alls varð 192 (491) lestir, auk þessa lönd- uðu 5 (4) togarar afla, alls 1.243 (1.143) lest- um. Gæftir voru stirðar. Reykjavík. Þar stunduðu 18 (18) bátar veiðar, 6 með net og 12 með botnvörpu og öfluðu alls 344 (420) lestir, auk þessa lönd- uðu 9 (4) togarar afla, 2.699 (1.899) lestum. Gæftir voru stirðar. Akranes. Þar stunduðu 8 (6) bátar veiðar auk nokkurra trillubáta, 4 með línu, 1 með net og 3 með botnvörpu. Aflinn alls varð 206 (382) lestir, auk þess lönduðu 3 (3) togarar afla, 621 (684) lest. Gæftir voru stirðar. Rif. Þar stunduðu 15 (12) bátar veiðar með línu, net og botnvörpu og öfluðu alls 210 (153) lestir. Gæftir voru stirðar. Ólafsvík. Þar stunduðu 19 (15) bátar veið- ar, 1 með línu, 3 með net, 6 með botnvörpu ÆGIR — 409

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.