Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 24
Ásgeir Jakobsson:
Hvalveiðiflotinii mikli
í norðurhöfum
Því er eins farið um hvalveiðar þeirra
þjóða, Hollendinga og Englendinga, sem mest
kveður að í hvalveiðisögu 17. aldar, að
við vitum sáralítið um veiðar þeirra hér við
land og voru þó Hollendingar hér með ör-
uggri vissu. Frakkar hafa farið að stunda
hvalveiðar ekki löngu síðar en Biskajamenn,
sem skiljanlegt er þar sem Biskajasléttbakur-
inn hefur verið á þeirra heimaslóðum líka.
Og þeir koma snemma hingað til lands til
hvalveiða og bregður fyrir í heimildum okk-
ar með líkum hætti þá og Spánverjunum, ef
eitthvað sögulegt skeður í sambandi við þá.
Á 17. öldinni eru það Hollendingar sem eru
umsvifamesta hvalveiðiþjóðin og hafa verið
hér fjölmennir á 17. öld við hvalveiðar. En
þó að svo sé, að það bregði fyrir sögnum af
frönskum og hollenzkum hvalveiðimönnum í
17. aldar heimildum, þá hljótaþær heimildirað
vera fáskrúðugar, svo lítiðsem hvalveiða þess-
ara þjóða er getið í prentaðri íslandssögu.
Ástæða væri máski til að rannsaka þjóðsög-
urnar í þessu skyni, þar kynnu að leynast
munnmælasögur, svo sem í Vestfirzkum þjóð-
sögum II. b. 1, en þar er þessi sögn í sam-
bandi við örnefnið ,,hvalstein“ í Önundar-
firði: ,,Munu Hollendingar hafa byrjað hval-
veiðar hér við land snemma á 16. öld og ráku
þær langan tíma.“
Það er rétt að rekja hér lítillega það sem
var að gerast í hvalveiðunum í norðurhöfum
á þessum öldum, sem heimildir okkar þegja
þunnu hljóði um, líkt og þær eigi sér ekki
stað. Áður hefur verið vitnað til frásagnar
Encyclopædia Britannica, en það sem nú verð-
ur sagt er tekið upp úr bók Ristings „Av hval-
fangstens historie“, og er frásögnin saman-
dregin og óbein víðast.
Eins og kunnugt er úr hinni almennu
mannkynssögu fóru Hollendingar og Eng-
lendingar ákaft að leita eftir siglingaleiðum
til Asíu norður fyrir Evrópu, það er austur
um Hvítahaf, í lok 16. aldar. Þá hrakti nátt-
úrlega af leið meira og minna og þá fundust
lönd, eins og jafnan gerðist fyrr á öldum, að
ókunn lönd fundust í hrakningum. Það var
í júnímánuði 1596 að hollenzkan leiðangur
bar af leið og fann Svalbarða (Spitsbergen),
en skömmu áður höfðu fundizt Bjarnareyjar
í leiðangri, sem Englendingar gerðu út í leit
að sjóleið til Kína. Urðu þeir varir við mikið
af sel og rostungi við Svalbarða og þar í
grennd og í öðrum leiðangri 1610 urðu þeir
varir við mikla hvalgegnd við strendur Sval-
barða og inni á fjörðum þar. Upp úr þessu
hefjast svo hvalveiðanar við Svalbarða. Eng-
lendingar munu svo hafa hafið veiðarnar
1611, en þegar þeir komu þangað vorið eftir,
eða 1612, eru þar fyrir 2 bollenzk skip og eitt
spánskt við hvalveiðar og þá hófst hvalveiði-
styrjöld, sem stóð fram eftir öldinni. Hol-
lendingar sögðust hafa rétt til veiða þarna,
þar sem þeir hefðu fundið Svalbarða, en Eng-
lendingar töldu sér réttinn, þar sem þeir
hefðu hafið hvalveiðar fyrstir við Svalbarða.
Spánverjarnir blönduðu sér í þessa baráttu,
því að enn voru þeir miklir hvalveiðimenn,
en urðu fljótlega að búa við skarðan hlut á
þessum slóðum og höfðu ekki bolmagn við
hinum. Þar kann að vera að finna orsökina
til þess, að þeirra er meira getið en annarra
við ísland um þessar mundir.
En nú kemur danski kóngurinn (Kristján
IV) aftur við sögu og kemur þá glöggt
í ljós, að þegar kóngur sendir hingað upp
herskip 1616, og segist fyrst og fremst
vera að vernda þegna sína fyrir Spánverjum,
þá er hann að verja hagsmuni sína og danska
ríkisins fyrst og fremst. Sumarið áður hafði
hann nefnilega sent herskip til Svalbarða og
þá varla til að gæta þegna sinna, á Svalbarða
var enginn danskur þegn, heldur til að verja
hagsmuni ríkis síns. Hann taldi sig eiga Sval-
barða líkt og Grænland og kallaði Svalbarða
Austur-Grænland. Hann sendi þrjú herskip
til Svalbarða sumarið 1615 í sama skyni og
406 — ÆGIR