Ægir - 15.12.1975, Blaðsíða 13
Þar stendur m. a. í 46. grein:
„Efnahagslögsaga skal ekki ná lengra en
200 sjómílur frá grunnlinum, sem landhelgi
miðaðst við“.
I 50. gr. stendur m. a.:
„Strandríki ákveður sjálft hámark sjávar-
afla í efnahagslögsögu sinni“.
Einnig:
„Að fegnum þeim beztu upplýsingum, sem
völ er á, ber strandríki að tryggja með viðeig-
andi eftirliti og friðun, að ofveiði stofni við-
haldi fisks og annarra sjávardýra á yfirráða-
svæði sínu, ekki í hættu.“
Ennfremur:
„Ráðstafanir þessar skulu einnig stefna að
því að veiðiþol þeirra fisk- og dýrastofna, sem
veiddir eru, verði jafnan í hámarki.“
I 51. gr. stendur m. a.:
„Strandríki ákveður sjálft getu sína til
að nýta fisk og aðra stofna sjávardýra í
efnahagslögsögunni.“ Þar stendur að vísu
einnig, að strandríki beri „að veita öðrum
ríkjum aðgang að þeim hluta aflans, sem um-
fram er.“
Fáist ofannefnd ákvæði samþykkt, má
segja, að flestum okkar óskum um verndun
og nýtingu fiskstofna sé fullnægt.
Hins vegar óttumst við og margar aðrar
þjóðir að sett verði einhverskonar gerðardóms-
ákvæði í samninginn, sem þar með gætu
dregið úr þeim ákvörðunarrétti strandríkis,
sem fyrrnefndar greinar fjalla um.
Ég læt ekki hjá líða að koma inn á efna-
hagsvanda sjávarútvegsins, þó einkum lána- og
vaxtamál.
Um allan hinn vestræna heim hafa undan-
farið risið mikil efnahagsleg vandamál, sem
leitt hafa til nokkurs kreppuástands. Verð-
bólga hefur vaxið mikið og eftirspurn ýmissa
afurða dregist saman eða breytzt á annan
hátt og valdið atvinnuleysi. Er ekki þörf á
að rekja afleiðingar þessa fyrir sjávarútveg
og fiskvinnslu sérstaklega hér, svo sem mikl-
ar hækkanir á verði rekstrarvara fyrir sjáv-
arútveginn eða lækkanir á verði sjávarafurða
á erlendum markaði.
Auk þessara óhagstæðu ytri breytinga,
höfum við átt við alvarleg heimatilbúin
vandamál að stríða, kaup- og verðhækkanir,
sem leitt hafa af sér meiri verðbólgu en dæmi
eru áður um, og meiri en nokkurt þjóðfélag
getur risið undir til langframa.
Þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið af
hálfu ríkisstj órnarinnar, hafa leitt til nokkurs
bata og er vöxtur verðbólgu síðustu mánuði
minni en áður. Ekki má þó mikið út af bera,
til þess að vítahringurinn lokist um okkur á
ný.
Ekki þarf að búast við, að þær opinberu
ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að koma
efnahagsmálum á réttan kjöl á ný, virki í
skjótri svipan. Aðlögunar er ávallt þörf. Hins
vegar er það samt nokkurt matsatriði hvort
nóg hafi verið að gert. Ríkisstjórnin hefur
sagt, að ekki megi leggja þyngri byrðar á
þjóðina en hún geti sætt sig við. Er slíkt
framkvæmanlegt ? Byrðarnar eru þekktar,
gífurlegur greiðsluhalli við útlönd, þverrandi
lánstraust erlendis, slæm afkoma atvinnuveg-
anna.
Aðalatriðið er að mínu mati, að skipta byrð-
unum niður. Þær eru fyrir hendi hvort sem
þjóðinni líkar betur eða verr.
Margra hald er, að meira þurfi að gera til
að draga úr opinberum framkvæmdum og
veita hluta þess f jármagns, sem þannig losnar
til atvinnuveganna. Ekki má gleyma ýmsum
atriðum, sem að atvinnuvegunum sjálfum
snúa, t. d. sjóðakerfi sjávarútvegsins. Hins
vegar verður það eitt ekki afnumið, nema til
komi einnig samningar um aðra skiptingu
aflaverðmætis en nú gildir.
Eins og kunnugt er, standa stofnlánasjóðir
sjávarútvegsins nú mjög höllum fæti. Er ekki
einungis um að ræða áhrif verðbólgunnar á
eigið fé sjóðanna, heldur einnig geysimikil
útlán undanfarin ár.
Þá hefur rekstursfjárþörf útgerðar- og
vinnslufyrirtækj a sem v.axið hefur með verð-
bólgu og gengisbreytingum engan veginn ver-
ið fullnægt, m. a. vegna mikillar eftirspumar
opinberra aðila eftir lánsfé, sem oft á tíðum
hefur setið í fyrirrúmi að fullnægja, að ekki
sé minnst á hina háu vexti.
Mikil þörf er nú á því, að endurskoða út-
lána- og vaxtareglur lánastofnana. Hefur
Seðlabankinn sjálfur raunar oft leitt rök að
því.
Vöxtum verður vart beitt sem hagstjórn-
artæki, þegar verðbólga í landinu er miklu
meiri en þeim nemur. Gildir þetta bæði um
innlán og útlán. Þegar árleg verðbólga er
ÆGIR — 395