Ægir - 15.09.1977, Page 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
70. ÁRG. 16. TBL. 15. SEPTEMBER 1977
Efnahagslögsaga
200 mílur
Ný viðhorf í veiðum, vinnslu og á mörkuðum
EFNISYFIRLIT:
Efnahagslögsaga
200 mílur 317
•
Jónas Blöndal:
Pramtíðarhorfur í
ljósi breyttrar
efnahagslögsögu 318
^undur Alþjóðahafrann-
sóknarráðsins í
Reykjavík 323
Tilkynningar frá
Beitunefnd 324
Jónas Sveinsson,
hagfræðingur:
Verðj öfnunarsj óður
fiskiðnaðarins 325
Ný fiskiskip:
Maí HF 346 330
t&kjamarkaðnum:
Vökvakrani frá
Fassi 333
Út.fl.uttar sjávarafurðir
1 Júlí og jan.-júlí 1977
og 1976 334
•
Loðnuveiðamar 336
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG ÍSLANDS
HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI
SÍMI 10500
RITSTJÓRN:
MÁR ELÍSSON (ábm.)
JÓNAS BLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
G(SLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
(SAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
2000 KR. PR. ARG
KEMUR ÚT
hAlfsmánaðarlega
Eftir að sókn þjóða að út-
færslu fiskveiðilögsögu hófst
fyrir alvöru en þó einkum eft-
ir að sjá tók fyrir árangur
þeirrar baráttu, sem nú hefur
komið í ljós með útfærslu eða
yfirlýsingum nær alira strand-
ríkja við norðanvert Atlants-
haf og víðar um útfærslu lög-
sögunnar í 200 mílur, var víða
farið að huga að þeim afleið-
ingum, er hljótast kynnu af
þeim aðgerðum á framboð og
þar af leiðandi markaði sjáv-
arafurða.
Að þessum málum hefur
öðru hvoru verið vikið hér í
Ægi á undanförnum árum og
á Fiskiþingi. Á síðasta þingi
voru lagðar fram ítarlegar
skýrslur, sem draga mátti af
ályktanir og lærdóm um þær
breytingar, er í vændum geta
verið.
Skýrslur þessar sýndu afla-
brögð á helztu miðum Norður-
Atlantshafsins og skiptingu
aflans á milli fiskveiðiþjóða
bæði strandríkja, er hijóta yf-
irráð miðanna, og hinna sem
lengi hafa sótt um langan veg
á þessi mið.
Af skýrslunum mátti því
álykta hvernig aflahlutföll
þjóða kynnu að breytast, ef
strandríkin útilokuðu erlendar
fiskveiðiþjóðir frá miðum sín-
um eða skertu aflamöguleika
þeirra verulega.
Á öðrum stað hér í blaðinu
birtist grein eftir skrifst.stj.
Fiskifélagsins, Jónas Blöndal,
þar sem nánar er lýst þessum
hugsanlegu breytingum og
þar sem jafnframt er lýst
stefnu þeirri sem mótuð hefur
verið eða er í mótun hjá ýms-
um strandríkjum um vemdun
og nýtingu fiskstofna og um
uppbyggingu vinnslukerfis fyr-
ir sjávarafurðir.
Fer ekki á milli mála, að
áhrif þessarar nýju stefnu geta
orðið veruleg í helztu mark-
aðslöndum okkar fyrir sjávar-
afurðir.