Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.09.1977, Qupperneq 14

Ægir - 15.09.1977, Qupperneq 14
Ráðið hefur aðsetur í Kaupmannahöfn og starfsemi þess er kostuð af framlögum aðild- arríkjanna, sem nú eru 18 talsins, þ. e. allar þjóðir sem lönd eiga að Eystrasalti, allar Evr- ópuþjóðir er lönd eiga að Atlantshafi auk Bandaríkjanna og Kanada. Dagleg starfsemi ráðsins er í höndum fram- kvæmdastjóra þess og sextán annarra starfs- manna, vísindamanna og skrifstofufólks. Hin vísindalega starfsemi ráðsins fer fram í 13 fastanefndum og 41 vinnunefnd, þar sem í eiga sæti nokkur hundruð visindamanna. Helstu verkefni ráðsins eru eftirfarandi: 1. Samræming hafrannsókna, sem framkvæmd er í hinum ýmsu nefndum. Rannsóknaleið- angrar eru mjög dýrir og því þýðingarmik- ið að raða hinum ýmsu skipum skynsamlega niður á verkefni og hafsvæði. 2. Að fylgjast með ástandi fiskstofnanna er eitt af allra þýðingarmestu verkefnum ráðs- ins, sérstaklega eftir að flestir helstu fisk- stofnar í Norðuratlantshafi eru annað hvort fullnýttir eða ofnýttir. Ráðið safnar og gef- ur út árlega skýrslur um fiskafla Evrópu- þjóða, sem ásamt líffræðilegum athugun- um er grundvöllurinn að mati okkar á á- hrifum veiðanna á fiskstofnana. 3. Almennar undirstöðurannsóknir eru einnig veigamikill þáttur í starfi ráðsins og hefur það gengist fyrir yfirgripsmiklum rann- sóknum á því sviði. 4. Mengunarrannsóknir á vegum ráðsins hafa aukist mjög á undanförnum 10 árum. Byrj- að var með ítarlegar rannsóknir í Eystra- salti og Norðursjó, en í framtíðinni munu þær ná til æ fleiri hafsvæða. 5. Sjórannsóknir eru jafngamlar starfsemi ráðsins og hafa verið tekin sýnishorn frá mjög mörgum rannsóknastöðvum í Norður- atlantshafi. 6. Vísindafundir og útgáfa vísindarita er eitt af meginviðfangsefnum ráðsins. Sumir þessara funda eru bundnir við svæði ráðs- ins, en aðrir hafa einnig náð til annarra hafsvæða. Ráðið gefur út níu mismunandi rit og koma þau út sum mörgum sinnum á ári. íslendingar gerðust sjálfstæður aðili að ráðinu árið 1938 og hafa gegnt ýmsum þýð- ingarmiklum störfum innan vébanda þess. Dr. Árni Friðriksson var framkvæmdastjóri þess frá ársbyrjun 1954 til dauðadags 1966 og hafð1 mikil áhrif á starfsemi þess. Davíð Ólafsson, fyrrv. fiskimálastjóri °S Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnun- arinnar voru varaforsetar ráðsins í þrjú ar hver. Már Elísson, fiskimálastjóri og Jón Jons- son hafa verið formenn í ýmsum nefndum ráðs- ins og Jakob Jakobsson, fiskifræðingur er nu formaður í nyrðri uppsjávarfiskanefnd ráðs- ins. Núverandi fulltrúar íslands í ráðinu erU þeir Már Elísson og Jón Jónsson, en íslenskh fiski- og sjófræðingar eru fastafulltrúar í flsst' um nefndum þess. Núverandi forseti ráðsins er B. B. Parrish. forstjóri skosku fiskirannsóknanna, en fram- kvæmdastjóri þess er Hans Tambs-Lyche* norskur fiskifræðingur er tók við af dr. Árna Friðrikssvni. Gert er ráð fyrir að yfir 200 erlendir vísinúa- menn á hinum ýmsu sviðum hafrannsókna sæki fundinn, auk 35—40 íslenskra sérfral' inga. Á fundinum verða lagðar fram um fimnj hundruð skýrslur og ritgerðir, þar af ýmsar a hálfu íslendinga. TILKYNNINGAR FRÁ BEITUNEFND Verð á frystri síld og loðnu til beitu 55.00 Verð á frystri síld og frystri loðnu til bei hefur verið ákveðið sem hér segir: Loðna fryst á sumar- og haust- vertíð 1977, hvert kg........ Kr. Síld fryst á yfirstandandi verð- og veiðitímabili 1. Síld undir 33 cm, hvert kg. Kr. 2. Síld yfir 33 cm, hvert kg. Kr. 3. Ófl. síld frvst upp til hópa Kr. a. b. íoo.oo 135.00 115.00 Verðið er miðað við að beitan sé fryst í öski um og afhent á bíl eða við skipshlið. 7. september 197? Beitune fnd Útgerðarmenn, sem eiga eftir að trygSJ sér beitu fyrir komandi línuvertíð eru beo um að gera það nú þegar. . Beitunefno 324 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.