Ægir

Årgang

Ægir - 15.09.1977, Side 18

Ægir - 15.09.1977, Side 18
C. Loðnuafurðadeild. Verðjöfnunarsjóðurinn fyrir þessa deild tæmdist á árinu 1976. Óafturkræft framlag rík- issjóðs á því ári var 90 millj. og staða sjóðs- ins í árslok var +35 millj. Allt bendir til þess að á þessu ári komi til greiðslu í sjóðinn þ. e. ef verð helst hagstætt. D. Skreiðarafurðadeild. Inneign í skreiðardeild verðjöfnunarsjóðs var um mitt árið 1976 ca. 60.5 millj., en end- anlegt uppgjör fyrir árið 1976 liggur ekki fyrir fyrr en um mitt sumar 1977. Horfur fyrir árið 1977 eru ekki bjartar, þar sem mikið óöryggi ríkir á skreiðarmörkuðunum. Eins og á fyrrgreindu má sjá hefur afkoma verðjöfnunarsjóðs farið hríðversnandi hin síð- ari ár og er nú svo komið að allar deildir standa svo að segja á núlli, ef undan er skilin saltfiskdeild þar sem inneign er ca. 2100 millj. Ef á heildina er litið þá er ástandið ekki glæsi- legt og ekkert útlit fyrir að afkoma sjóðsins fari batnandi á þessu ári, nema ef vera kynni loðnuafurðadeildar. En þrátt fyrir góðan loðnuafla og gott verð pr. proteineiningu þá er engin trygging fyrir því að verðlagið haldist stöðugt á loðnumjöli, því eins og allir vita skiptast oft á skin og skúrir þegar um fisk og fiskafurðir er að ræða. Gott dæmi um það er verðfallið á fiskmjöli 1974, þegar laust mjöl 64 protein, féll í verði um tæplega 50% frá janúar til byrjunar júlí. í ár er gert ráð fyrir að loðnuaflinn verði rúmlega 500 þús. tonn. Viðmiðunarverð er 6.35 dollarar per próteinein- ingu og meðalheimsmcU’kaðsverð 7.05 dollarar per próteineiningu. Ef inngreiðslur í sjóðinn verða 55% af mismun viðmiðunarverðs og söluverðs, verða inngreiðslur í sjóðinn 400— 450 milljónir. En þessi áætlun gerir ráð fyrir að verðið á heimsmarkaði lækki ekki, en fyrir því er engin vissa. T. d. hefur loðnuafli ann- arra þjóða einnig aukist, svo sem afli Norð- manna sem hefur aukist um 50% frá því í fyrra. Aukið framboð af loðnumjöli gæti því leitt til lækkunar á heimsmarkaðsverði með þeim afleiðingum að greiðslur í sjóðinn minnki verulega eða stöðvist jafnvel alveg. Þar sem efnahagur landsmanna er mjög háður fiski og fiskafurðum, geta verð- og afla' magnssveiflur milli ára haft mjög slæmar aí' leiðingar í för með sér. Aflabrestur eða verð- fall hafa orsakað samdrátt og atvinnuleysi 1 þjóðarbúinu. Verðhækkanir og mikill fiskaí i getur myndað þenslu í atvinnulífinu sem hefm' í för með sér verðbólgu og jafnvel atvinnu- leysi. Því er nauðsynlegt að hafa yfir að ráða hagstjórnartæki er getur jafnað verð- og afla- magnssveiflur milli ára. Verðjöfnunarsjóðui fiskiðnaðarins á að gegna þessu hlutverki, en því miður hefur hann ekki verið þess megn- ugur hin síðari ár, en fyrir því eru meðal ann- ars eftirfarandi ástæður: I fyrsta lagi er verðlag þriggja undanfai- inna ára ekki látið ráða viðmiðunarverði veið jöfnunarsjóðs eins og gert er ráð fyrir í 9. gr- laga sjóðsins, heldur er afkoma fiskiðnaðarins á hverjum tíma látin ráða mestu. Þetta er a - leitt þar sem erfiðleikar fiskiðnaðarins sta a oftast af verðbólgu innanlands. Ef tímabundn ar verðhækkanir á fiski og fiskafurðum eru ekki lagðar í verðjöfnunarsjóð, heldur settai beint inn í verðlagið með hækkun viðmiðun arverðs, minnka erfiðleikar fiskiðnaðarins ekki, þvert á móti eykur það aðeins á erfl leikana, þar sem þensla eykst innanlands. A leiðingarnar verða meiri verðbólga og jafrVC'i atvinnulevsi. 1 kjölfar hinna tímabundn verðhækkana kemur oft verðfall, sem ge^ul. haft í för með sér að sjóðurinn tæmist, ha^ viðmiðunarverð verið hækkað í hlutfalli V1. hina tímabundnu verðhækkun. Nærtækt dæm er verðfallið á frystri þorskblokk á Ban a ríkjamarkaði fyrri hluta árs 1974, eins e° tafla 2 sýnir glögglega, en það ásamt hækku . um rekstrarkostnaði sjávarútvegsins, haf 1 för með sér mikla erfiðleika innanlands. 1 öðru Iagi er ekki tekið tillit til aflamagn ^ breytinga, þrátt fyrir að aflinn sé mjög brey legur frá ári til árs, eins og eftirfarandi dæ um freðfiskaflann sýnir. Þar sem hlutur íslands í heimsmarka framleiðslu á fiski og fiskafurðum er h verða íslenskir fiskframleiðendur að sætt1 s ^ við gildandi heimsmarkaðsverð eða ver þeim mörkuðum, er þeir selja afurðir sin . til á hverjum tíma, þeir eru þ. a. 1. verðÞ'S* . endur (price taker). Þar af leiðir að e skiptir máli hvort íslenzki aflinn er mikih 328 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.