Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1980, Blaðsíða 58

Ægir - 01.05.1980, Blaðsíða 58
Loðnuveiðarnar veturinn 1980 Tímabilið frá 8. janúar-12. janúar Samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins voru loðnuveiðar veturinn 1980 heimilaðar frá og með 8. janúar. Hinn 2. jan. hélt loðnuskipið Gígja RE 340 til loðnuleitar, þar um borð var fiski- fræðingur er stjórnaði leitinni. Skipið hélt á miðin fyrir vestan land og norðan en varð eigi vart við loðnu. Hinn 7. jan. hélt rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson, leiðangursstjóri Hjálmar Vilhjálms- son fiskifræðingur, til loðnuleitar ásamt fjölda loðnuskipa er leituðu bæði vestanlands og norðan. Hinn 9. jan. var Bjarni Sæmundsson ásamt nokkr- um loðnuskipum við leit djúpt út af Vestfjörðum, þar fannst loðnugangan um 50 sml. NNV af Straumnesi (svæði 675). Hafði aldrei fundist loðna að vetrarlagi svo djúpt og vestarlega sem nú. Fengu þar 5 skip góðan afla. Þegar fréttist af loðnufundinum streymdu skipin á svæðið, en þau voru dreifð við leit allt austur undir Langanes. Næstu daga var góð veiði á þessum slóðum og t.d. fengu 27 skip um 13 þús. tonn þann 12. janúar. „Það er fjárans barningur og erfitt að eiga við veiðar á þessu svæði, krap í sjónum og sjávarhiti undir frostmarki,“ sagði einn loðnuskipstjórinn. Loðnan hefur aldrei fyrr veiðst svona vestarlega að vetri til, en hún er þá fundin eftir að allur flotinn hafði leitað vítta og breitt fyrir öllu Norðurlandi, allt austur á Langanesgrunn og vestur fyrir Hala. „Þetta er spánnýtt uppátæki hjá loðnunni,“ sagði áðurnefndur skipstjóri að lokum. Vikuafli 23 skipa er fengu loðnu í vikunni varð samtals 12.095 tonn. Vikan frá 13. janúar - 19. janúar Nokkuð góð veiði var áfram á sömu slóðum og fyrr en heldur þokaðist loðnugangan norður á bóginn. Bezti veiðidagur vikunnar var fimmtu- dagurinn 17. jan. en þá fengu 38 skip um 21 þús. tonn. Rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson leituðu loðnu fyrir öllu norður- og austurlandi en fundu ekkert á hefðbundnum svæðum. í vikulokin brældi og héldu þá öll skipin til hafnar. í vikunni fengu 51 skip afla samtals um 53.600 tonn og þá var heildaraflinn orðinn samtals 53.689 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu 47 skip fengið afla, samtals um 58.469 tonn. Vikan frá 20. janúar - 26. janúar Bræla var fyrri hluta vikunnar og öll skip í höfn, en miðvikudaginn 23. jan. var komið goU veður a miðunum og þá fengu 22 skip afla á svipuðum slóðum og fyrr, þó heldur austar (svæði 723 og 773). Seinnihluta vikunnar gekk loðnan nokkuð hratt austur á bóginn og í vikulokin var hún kom- in austur á svæði 720, eða um 75 sml. norður af Skaga. Mjög góð veiði var bæði föstudag og laugardag en þá daga fengu 49 skip samtals um 33 þús. tonn, aðalleg á svæði 771 og 721, sem um 70 sml. NA af Horni. Bæði rannsóknarskipio héldu áfram leit á hefðbundinni gönguleið loðn- unnar en fundu ekkert. Á sama tíma í fyrra var loðnugangan út af Langanesi. Vitað var um 51 skip er fengu afla í vikunni og vikuaflinn varð samtals 26.378 tonn og heildaraflinn frá verðtíðarbyrjun samtals 92.162 tonn. Á sama tíma í fyrra höfðu 52 skip fengið samtals um 99.604 tonn. Vikan frá 27. janúar - 2. febrúar All góð veiði var flesta daga vikunnar og víða komin löndunarbið, og þurftu þá skipin að sigla ti fjarlægari hafna, allt austur um til Eskifjarðar og vestur um og suður allt til Vestmannaeyja. Landa var á 16 stöðum á landinu í vikunni. Heldur þokaðist loðnugangan austur á bóginn og var aðalveiðisvæðið um 75 sml. N af Skaga. Bezt' veiðidagur vikunnar var á miðvikudag, en þá fengu 26 skip 17.500 tonn svo og á laugardag, þá fengu einnig 26 skip um 15.900 tonn. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað loðnuverði kr. 18.20 pr. kíló til bræðslu miðað við 8% fitu innihald og 16% fitufrítt þurrefni. Ekki fóru neinar fréttir af loðnu fyrir austan land þrátt fyrir mik u leit rannsóknarskipanna. ívikulokin varvitaðað skip hafði fengið afla í vikunni, samtals 57.lo tonn og þá var heildaraflinn orðinn samtals 149.- tonn, en á sama tíma í fyrra höfðu 54 skip samtals 139.133 tonn. Aflahæsta skipið í vikulokio var Sigurður RE 4 með samtals 5798 tonn. Vikan frá 3. febrúar - 9. febrúar Góð veiði var áfram á svipuðum slóðum og f>' 298 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.