Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1980, Blaðsíða 66

Ægir - 01.05.1980, Blaðsíða 66
í þilfarshúsi á efra þilfari er fremst setustofa, en aftantil íbúö skipstjóra og salernisklefi. íbúð skipstjóra skiptist í setustofu, svefnklefa og snyrt- ingu. Aftast í brú er talstöðvarklefi. Útveggir og loft í íbúðum eru einangraðir með 100 mm glerull og klætt innan á með plasthúð- uðum spónaplötum og vatnsþéttum krossviði með álímdu harðplasti. Vinnuþilfar: Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu og veitir aðgang að tvískiptri fiskmóttöku, um 34 m3 að stærð, aftast á vinnuþilfari (aðgerðarrými). 1 efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka, sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að framan með þili og á því eru vökva- knúnar rennilúgur til að hleypa fiskinum í blóðg- unarrennu fyrir framan móttökuna. Framan við fiskmóttöku eru fjögur blóðgunar- ker með vökvaknúnum lyftibúnaði til að hleypa fiskinum í rennur fyrir framan kerin. í stað þess að kasta fiskinum upp í blóðgunarkerin eftir blóðgun, er hann settur á lárétt færiband, þversum fyrir framan fiskmóttöku, sem flytur fiskinn yfir í b.b.-síðu og inn á hallandi færiband, sem flytur síðan fiskinn inn á lárétt færiband, þversum yfir afturhluta blóðgunarkera. Með lokubúnaði, sem stjórnað er fyrir framan fiskmóttökuna, er hægt að setja í einstök blóðgunarker. Fjögur aðgerðarborð, með aðstöðu fyrir sam- tals 8 menn, eru fyrir framan blóðgunarker, og frá aðgerðarborðum liggja slógrör niður í slóg- stokk, sem liggur þversum yfir skip. Eftir aðgerð flytzt fiskurinn með færibandi að þvottakeri s.b,- megin á vinnuþilfari, og síðan með öðru færibandi, Hluli búnaðar á vinnuþilfari. 306 — ÆGIR sem flytur að lestaropum. Fyrir karfa er sérstakt færiband, sem flytur frá fiskmóttöku, milli blóðg- unarkera, og inn á færiband sem flytur að lestar- opum. öll færibönd eru rafdrifin. í skipinu eru tvær sjóísvélar frá Stálver, af gerð- inni Seafarer TE 16, afköst 6.5 t á sólarhring hvor vél. ísvélarnar eru í sérstökum klefa s.b.-megin aftantil á vinnuþilfari. Loft vinnuþilfars er einangrað með glerull og klætt er með vatnsþéttum krossviði. Fiskilestar: Lestarými undir neðra þilfari er um 564 m3 og því skipt með tveimur þverskipsþilum úr stáli í þrjár lestar. Allar lestar eru búnar bæði fyrir geymslu a ísfiski í kössum og bræðslufiski í lausu formi. Lestar taka um 4500 70 1 fiskkassa. Lestar eru einang- raðar með polyurethan og klæddar með stál- plötum. Kæling er í öllum lestum með kælileiðslum í lofti lesta. ís er fluttur í lestar með fæðilögn og íssnigli, sem liggur í lofti lesta s.b.-megin, með úttökum fyrir ísrennur til dreifingar. Hverri lest er skipt með tveimur langskips- þilum úr stáli, opin að hluta, í þrjú hólf, e'lt miðhólf og tvö síðuhólf. Opum á langþilum er unnt að loka með rennilúgum. Á þverþilum milli lesta eru einnig op, sem unnt er að loka með boltuðum stálhlerum. Lestarhólf eru búin lóðréttum austur- stokkum. Vinnuþilfar er unnt að nýta sem farmrými (um 220 m3) fyrir bræðslufisk og skipta því með tveimur lausum langskipsþilum í sporum í tvö síðu- hólf og eitt miðhólf. Umræddum hólfum er skipt með lausum þverþilum í sporum. Eitt lestarop (1993 x 2685 mm) er á fremstu lest með lúgustokk sem nær upp að efra þilfan- Fyrir miðlest er samsvarandi lestarop (1993 34 2685 mm) með stállúguloki á lömum búið fiskilúgu, en fyrir öftustu lest er niðurgangslúga. Á neðra þilfari eru auk þess boxalok fyrir miðlest og öftustu lest. Á efra þilfari eru tvær losunarlúgur, sem konta upp af lestaropum fyrir fremstu lest og miðlest, með lúgulokum úr stáli búnum fiskilúgum. Um- ræddar losunarlúgur eru fyrir framan yfirbygg" ingu miðskips. í göngum á efra þilfari, til hliðar við yfirbyggingu, er ein fiskilúga hvoru megm. sem veitir aðgang að milliþilfarslest. Fyrir afferm- ingu á kassafiski er losunarkrani. Vindubúnaður, losunarbúnaður: Vindu- og losunarbúnaður er vökvaknúmn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.