Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1980, Blaðsíða 10

Ægir - 01.05.1980, Blaðsíða 10
Verðtryggð verðbólga Samkvæmt upplýsingum þeim, er fram koma í þessu árlega töflublaði Ægis hefur afli fisks og annarra sjávardýra verið meiri á árinu 1979 en nokkru sinni fyrr eða 1.648,6 þús. lestir borið saman við 1.566,2 þús. lestir á árinu 1978. Afla-aukningin nemur 5 af hundraði. Nokkuð dróst fiskiskipa- stóllinn saman á árinu, bæði að fjölda skipa og rúmlestatölu. Þessa gætti mest í stærðarflokkum undir 100 br. rúmlestum. Fækkar þar um 31 skip. Eins og undanfarin nokkur ár kveður mest að loðnuaflanum, sem nam 963,6 þús. lestum á móti 966,7 þús. lestum 1978. Hlutur loðnu í heildarafl- anum hefur hinsvegar minnkað nokkuð eða úr 61,7% 1978 í 58,4% á s.l. ári. Þá varð og samdráttur í afla kolmunna og spærlings. Hinsvegar varð veruleg aukning á afla flestra tegunda botnfiska ef spærlingurinn er frátalinn, þótt mest muni um karfa, ufsa, ýsu og þorsk. Jókst afli hefðbundinna botnfisktegunda um rétt rúmlega 100 þús. lestir í 581,7 þúsund. Er það mesti afli íslenzkra skipa, sem um getur. Þótt vitað væri um sterka árganga þorsks á miðunum, var þó vart búizt við þeirri aflaaukningu, sem raun bar vitni, úr um 320 þús. lestum í 360 þús. lestir, þar sem gripið var til strangari veiðitak- markana á s.l. ári en undanfarin ár. Er orsakanna vafalaust að leita í þeim verndaraðgerðum sem verið hafa í gildi raunar allt frá árinu 1973. Hins- vegar var gert ráð fyrir auknum karfa- og ufsaafla, einkum vegna þeirrar verðjöfnunar og verðbóta, sem stofnað var til á s.l. ári á þessar fisktegundir. Ástand ýsustofnsins var allgott. Má ekki sízt þakka það þeim reglum um möskvastærð í botn- vörpu og dragnót, sem verið hafa í gildi nú um nokkurra ára skeið. Framleiðsla og útflutningur fiskafurða hélzt að verulegu leyti í hendur við aukinn afla, enda þótt nokkurrar tregðu tæki að gæta á helztu fiskmörk- uðum er líða tók á árið - og birgðasöfnunar. Þess má geta, að smávægileg aukning varð a framleiðslu mjöls og lýsis, þrátt fyrir minni afla bræðslufisks. Má efalaust þakka það betri tækja- búnaði verksmiðja, svo og því, að loðnuveiðar hófust ekki á s.l. sumri fyrr en ástand loðnunnar til vinnslu var orðið allgott. Allmikil aukning varð á útflutningi ísfisks eða um 11,5 þús. lestir í tæplega 35 þús. lestir. Verðlag var hagstætt. Þrátt fyrir mikinn afla á s.l. ári og það sem af er þessu ári eru þó ýmsar blikur á lofti og fara vaxandi- Ýmist stafa þær af erlendum toga, svo sem síhækk- andi verði á olíu og ýmsum öðrum rekstrarvörum og harðnandi samkeppni á helztu markaðssvæðum og löndum. Er bæði um að ræða mikinn opinberan stuðning við sjávarútveg helztu keppinauta okkar og afleiðingar útfærslu strandríkja í 200 mílur. sem raskað hafa fyrra markaðsjafnvægi. Nokkuð hefur og borið á samdrætti neyzlu fiskafurða, sem og annarri einkaneyzlu, sem án efa stafar að stórum hluta af orkukreppu og vaxandi verðbólgu meðal viðskiptaþjóða okkar. Að öðru leyti, og er sízt minna um vert, stafa þessar blikur af innlendum toga og þá einkum hinni miklu og vaxandi verðbólgu, er hér geisar. Er hérviðramman reipaðdraga, þarsem við höfum valið okkur að verðtryggja verðbólgurta. Kaupgjald er vísitölubundið. Fiskverðshækkanir hafa fylgt í kjölfarið. Verðbótaþáttur vaxta hækkar stöðugt. Þrátt fyrir það minnkar sparifjármyndun. Þar sem þessar hækkanir eru fiskvinnslunni ofviða. er gengi krónunnar látið síga eins og það er nefnt. Sá er þó galli á gjöf Njarðar, að fiskvinnslan verður strax að taka á sig fyrrnefndar hækkanir, en gengi^1 sígur jafnt og þétt á verðlagstímabilinu. Nauðsyu- legu jafnvægi er ekki náð fyrr en í lok tímabilsins- ef það hefur þá náðst. Bilið verður að brúa me^ lántökum. Hið sama endurtekur sig á næsta verð- og kaupgjaldstímabili. Þessi framvinda getur ekki endað nema á einu veg, ef við sjáum ekki að okkur í tíma: fiskvinnslan og lánastofnanir komast í þrot. m.hi- 250 - ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.