Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1980, Page 22

Ægir - 01.05.1980, Page 22
Togararnir 1979 Stóru togararnir Hrönn RE-10 sem legið hafði í fimmtán mánuði fór á veiðar hinn 23. marz undir nýju nafni, Viðey RE-6, og voru því stóru togararnir einum fleiri í gangi núna en árið áður. Þegar borinn er saman afli á togtíma tvö síðastliðin ár kemur í ljós að hann hefur aukist úr 964 kg í 1164 kg„ eða um 20,7%. Athygli vekur einnig hve notkun flotvörpunnar dróst saman milli ára. Sóknin í fyrra var aðeins 39% og aflinn 42% þess sem var 1978, eins og sjá má af meðfylgjandi töflu. Minni togararnir A árinu voru tveir af fyrstu litlu skuttogurun- um seldir til Frakklands, þeir Barði NK 120 og Brynjólfur ÁR-4 (áður Hegranes), og aðrir heppi' legri fengnir í þeirra stað. Þótt ekki berist togskýrsl- ur frá öllum minni togurunum - því miður, - Þa berast samt nógu margar til þess, að gera megi sér allgóða grein fyrir heildinni. Ætla má, að togtími minni skuttogaranna haf> verið 237 þúsund klst á síðastliðnu ári á móti 221 þúsundi árið áður. Hefur þá afli á togtíma aukist úr 731 kg. í 876 kg. eða 19,8%. Er sú útkoma mjög í samræmi við þá stóru. Öllu verra er að áætla hlut flotvörpunnar og ber margt til svo sem áhrif þorsk- veiðibanna þá fáu daga sem tilefni gafst til notkunar veiðarfærisins. En vel má láta sér til hugar koma, að ekki hafi fengist nema 6 þúsund tonn í fyrra á mót> 14 þúsund árið áður, eða 43% þess sem var. Tekið skal fram að hér er allsstaðar átt við fiskinn slægðan með haus. j I þjónustu fiskveiða og fiskiðnaðar Pétur 0 Nikulásson FYRIR FISKIÐNAÐINN: GBO veiöarfæri og flot fyrir ISTEINBOCK gaffallyftarar.disel-,I Fyrir pækilsöltun: fiskkassar aflamenn_ bensin-, gas- og rafmagnslyftarar úr stáli, galvaniseraöir og málaöir pnifl Pétur 0 Nikulásson * TRYGGVAGÖTU 8 SIMAR 22650 20110

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.