Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 21
berra aðila, svo sem innflutningsleyfum eða — kvótum. 3. Markaði, þar sem hið opinbera fer með fullt vald til að ákveða hvað er keypt, hvenær, hvar og með hvaða skilmálum. Þessi skilyrði móta að sjálfsögðu vinnubrögð við markaðsfærslu sjávarafurða. Þar sem frjálsir við- skiptahættir ríkja, eru fyrir hendi tækifæri til lengri tíma stefnumörkunar, þar sem söluaðilar ráða mun fleiri þáttum sölustarfseminnar. Á móti kemur að á þessum mörkuðum ríkir samkeppni, sem útilokað er að komast hjá. Ef slík samkeppni er á jafnréttisgrundvelli er lítið við því að segja, en verra er, þegar einstök ríki eða ríkjaheildir taka að sér að ábyrgjast reikninginn, svo sem gerst hefur. Þeirrar tilhneigingar hefur hins vegar gætt á siðari tímum að falla frá styrkjapólitík, en taka í þess stað upp ákvæði (lágmarksverð, sértolla), sem hindra rikisstyrkt undirboð á mörkuðunum. Á þeim mörkuðum, þar sem hið opinbera fer með kaupákvarðanir er áhrifavald söluaðila orðið afar takmarkað. Við slíkar aðstæður er í flestum túvikum unnið samkvæmt rammasamningnum, til lengri tíma, um gagnkvæm viðskipti, þar sem gróf akvæði eru um magn og verðlagningu, sem síðan er fyllt út í með nánara samkomulagi. Þótt ókostir seu ýmsir samfara þessu fyrirkomulagi býður það einnig upp á ýmsa kosti, hafi samningar á annað borð tekist, en það er aftur háð ýmsum aðstæðum, viðskiptalegum, hagrænum og jafnvel pólitísk- um, sem söluaðilum eru algerlega óviðkomandi. Helsti kostur þessarar samninga er trygging við- skipta til alllangs tíma. Að því er varðar sölu sjáv- arafurða hafa þessir viðskiptahættir opnað leið til að selja ýmsar afurðir, sem ekki eiga greiða leið á aðra markaði. Þeir markaðir, þar sem hið opinbera hefur víð- l*kt íhlutunarvald, valda ef til vill mestum vand- rreðum, vegna þess öryggisleysis sem þeir bjóða UPP á. Oft skipast skjótt veður í lofti vegna Politískra eða efnahagslegra aðstæðna og þegar nokkrir mánuðir líða frá því framleiðsluferill hefst, þar til varan er komin í söluhæft form, geta verið gjörbreytt markaðsskilyrði, sem valda því að Varan er ill- eða óseljanleg. Slíkum tilvikum höfum v,ð lent í og nægir að nefna skreiðina í því sambandi. Þessir markaðir bjóða hins vegar upp á allgott verð fyrir afurðir, sem oft eru unnar úr gæðarýru hráefni, og er það áhættunnar virði að 'eggja rækt við þá. Sala sjávarafurða Frystar afurðir. Frystar fiskafurðir eru einkum seldar á þrjá að- skilda markaði: Bandaríkin og Bretland, þar sem sala er frjáls, svo og Sovétríkin, en þangað er selt samkvæmt viðskiptasamningi ríkisstjórna íslands og Sovétríkjanna. Á árunum 1978 og 1979 var freðfiskútflutningurinn sem hér segir: Breyting 1978 % 1979 % % U.S.A.......... 77.617 73,2 82.091 71,4 + 5,7 Sovétríkin ......9.274 8,7 12.040 10,5 +29,8 Bretland....... 13.809 13,0 16.384 14,3 + 18,6 Önnurlönd ...... 5.390 5,1 3.981 3,5 +26,1 ALLS........... 106.090 114.946 8,3 Af þessu má ráða þýðingu framangreindra markaða, einkum Bandaríkjamarkaðarins fyrir sölu á frystum fiskafurðum. Um það bil 95-97% útflutnings fara á þessa þrjá meginmarkaði og af því fara 3á hlutar á Bandaríkjamarkað. Það er einnig sá markaður, sem að jafnaði gefur best verð fyrir afurðirnar, en er jafnframt kröfuharður um gæði. Ef miðað er við verðmæti verður þýðing þessa markaðar þvi enn ljósari. Til að gera nokkra grein fyrir stöðu okkar á þessum markaði fara hér á eftir töflur yfir inn- flutning Bandaríkjanna á frystum fiski árin 1978 og 1979: I. Flök, milljónir Ibs. Þorskur Aðrar teg. Samlals 1978 1979 1978 1979 1978 1979 Kanada 39,3 50,8 112,5 111,9 151,8 162,7 Island 67,3 73,2 22,0 35,8 89,3 109,0 Noregur 15,2 7,5 4,3 4,6 19,5 12,1 Danm./Grænl. 9,7 8,3 10,1 5,9 19,8 14,2 Japan 2,0 3,6 33,8 22,3 35,8 25,9 Önnur lönd . . . . 1,5 1,3 11,3 9,8 12,8 11,1 Samtals llök .. . 135,0 144,7 194,0 190,3 329,0 335,0 II. Blokk, milljónir ibs. Þorskur Aðrar teg. Saintals 1978 1979 1978 1979 1978 1979 Kanada 65,6 88,9 36,0 35,5 101,6 124,4 ísland 38,9 42,5 27,0 29,0 65,9 71,5 Noregur 33,2 11,2 12,6 8,5 45,8 19,7 Danm./Grænl. 57,6 37,0 24,2 12,1 81,8 49,1 Japan 1,5 7,4 11,7 8,8 13,2 16,2 Önnur lönd . . . . 7,9 6,0 90,1 121,3 98,0 127,3 Samtals blokk . 204,7 193,0 201,6 215,2 406,3 408,2 ÆGIR — 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.