Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 49

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 49
Gunnar Jónsson, Jakob Magnússon og Vilhelmína Vilhelmsdóttir: Sjaldséðir fiskar árið 1979 Á Hafrannsóknastofnuninni voru skráðir all- margir sjaldséðir fiskar á árinu 1979 og fer skrá yfir þá hér á eftir. Fiskar þessir veiddust ýmist í leiðöngrum á rannsóknaskipum stofnunarinnar, leiguskipum eða fiskiskipum. Skipsmenn á eftirfarandi skipum færðu stofn- uninni fiska þá sem hér er getið: Guðmundur GK, sæsteinsuga, Bjarni Herjólfsson ÁR, slóans gelgja, Páll Pálsson ÍS, álsnipa og sædjöfull, Sigurður Þorleifsson GK, lýsingur, Snætindur ÁR, lýr, Gissur hvíti SK, ennisfiskur, trilla frá Grindavík, svarthveðnir, Baldur KE, urrari, Engey RE, urrari, ^agný SI, hveljusogfiskur, Gullþór KE, sand- hverfa, Gissur ÁR, surtur, Jökull SH, surtur, Ás- geir RE, surtur, Klængur ÁR, surtur og Sæunn ÁR, surtur. Hafrannsóknastofnunin er mjög þakklát öllum þeim, sem kornið hafa á framfæri við stofnunina uPplýsingum um þessa fiska. Sérstaklega erum við Þakklát Þóri Guðmundssyni hjá Fiskifélagi ís- lands, sem hefur verið mjög vakandi yfir að láta vua ef hann hefur haft spurnir af sjaldséðum fisk- um. íslandsmið Hringmunnar ^teinsuga Petromyzon marinus Linnaeus, 1788 júlí, 59 cm, Reykjanesröst (SV), föst við ufsa; ágúst, 57 cm, Stokksnesgrunn (SA). ^rjóskfiskar Árjónufiskur Rhinochimaera atlantica Holt & Byrne, 1909 apríl, 120 crn, Grindavíkurdjúp (S); ágúst, 132 cm, Skerjadjúp (SV). ^einfiskar öersnati Xenodermichlhys socialis Vaillant, 1888 mars, 15 cm, djúpt undan Snæfellsnesi (V) og annar 14 cm djúpt SV af Reykjanesi (SV). Á myndinni er sýnd svœðaskipting sú, sem vísað er til í texta. Uggalaxsíld Hygophum hygomi (Lútken, 1892) apríl, SV. Þessi tegund hefur ekki áður fundist við ísland. Þekktar voru a.m.k. 11 tegundir lax- sílda af íslandsmiðum áður. Lýsíngur Merluccius merluccius (Linnaeus, 1758) maí, 1 stk. SA; júní, allmargir SA. Þessi fisk- tegund hefur verið mjög sjaldséð á íslandsmið- um. Fyrst mun hennar hafa orðið vart árið 1910 en þá fengust 4 fiskar á Eldeyjarbánka. Síðan hafa örfáir veiðst við suðurströndina. Lýr Pollachius pollachius (Linnaeus, 1758) janúar til apríl, 19 stk. við Suðausturströndina; apríl, 1 stk. við Surtsey. Lýr hefur verið talinn sjald- séður fiskur við ísland og álitið hefur verið að hann komi sem flækíngur suðaustan að landinu. Þó er ýmislegt sem bendir til þess að hann sé mun algengari hér og e.t.v. hrygnir hann einn- ig þegar skilyrði eru hagstæð. Guðlax Lampris guttatus (Brúnnich, 1788) apríl, 109 cm, VNV af Eldey (SV). Ennisfiskur Caristius macropus Bellotti júní, 22 cm, við Ingólfshöfða (SA). Þetta mun vera ann- ar eða þriðji fiskur þessarar tegundar sem við ís- land veiðist. ÆGIR — 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.