Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 20

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 20
landgrunnið, oft mjög þétt, er á litlu svæði og mjög veiðanleg. Á þessum tíma er hún hinsvegar ekki í þeim holdum að hún sé æskileg söluvara, m.a. vegna þess að verðmesta grálúðan er feitur fiskur sem nýtist til reykingar í Vestur-Evrópu. Steinbitur missir tennurnar á veturna, leitar á djúpið og tekur ekki fæðu. Hann er þá í slæmum holdum, þegar líður á vorið og fram eftir sumri verður hann feitari og bragðbetri. Vetrarkoli er annað gott dæmi, hann er bragðvondur, illa séður og nánast óseljanlegur í V-Evrópu og Bandaríkj- unum. Hins vegar er skarkoli mjög góður og verð- mætur um mitt sumar og fram eftir hausti. Þorskfiskar safna fitu í lifur en ekki búk og holda- gerð þeirra er ekki eins breytileg og síldar. Þó er breytingin talsverð og bragðgæði i lágmarki fyrst eftir hrygningu. Alþekkt er t.d. hve ufsaflök þykja léleg síðari hluta vetrar. Þá er önnur hlið markaðssjónarmiða sú að átu- mikill fiskur er oft léleg söluvara. Allir þekkja hve erfitt er að geyma átumikla síld og loðnu, en ég hygg að mönnum sé ekki jafnljóst hve geymsluþol átumikils bolfisks er takmarkað. Þá er gerhvata- starfsemi í hámarki og meltingarstarfsemi á fullu. Sumar kvartanir kaupenda má beinlínis rekja til átufisks, sem ekki hafði verið geymdur lengi. Mörg fleiri atriði mætti telja. Markaðsaðstæður eru stundum þannig að fiskur sem ekki er 1. flokks getur gefið hagstætt verð ef framboð er takmarkað. íslendingar hafa oft átt er- fitt með að skilja samhengið milli framboðs og eftirspurnar. íslenskt efnahagskerfi gerir ekki ráð fyrir gildi þessa lögmáls. Stundum er nauðsynlegt að takmarka framboð til að halda uppi verði og væri rökrétt að takmarka hráefnisverð við afla- magn. Mörg dæmi mætti taka til skýringar en verður ekki gert. Að lokum þetta: 1. Markaðssjónarmið eru nátengd vinnslusjón- armiðum, hvort tveggja þarf að hafa í huga þegar fjallað er um annað. Sama gildir urn samhengið milli veiða og vinnslu. 2. Til þess að fiskafurðir séu eftirsóttar þarf bragðið að vera gott að rnati neytenda. í framtíðinni verður að taka meira tillit til þess- ara staðreynda en gert hefur verið til þessa. Til þess að ná því markmiði þarf að auka tengslin milli neyzlu, sölu, vinnslu og veiða. Jónas Blöndal: Staða og horfur í markaðsmálum Skipan sölumála Nærri lætur að 4/5 hlutar alls útflutnings sjáv- arafurða sé seldur á vegum einhverra sölusamtaka. Þessi skipan mála á sér ýmsar rætur, bæði hag- nýtar og sögulegar. Upphaf þessarar skipanar mála má tvímælalaust rekja til óvæginnar innbyrðis samkeppni íslenskra framleiðenda fyrr á öldinni. Flestum var ljóst að slík samkeppni var heildinni til baga. Það opinbera reið á vaðið og setti lög um Síldar- einkasölu íslands árið 1928. Upp úr Fiskimála- nefnd, sem ætlað var það hlutverk að losa sjávar- útveginn úr heljargreipum kreppunnar, þróast síðan sölusamtök saltfisks- og frystiiðnaðarins. Starf Fiskimálanefndar opnaði augu manna fyrir þvi, hvers megnug öflug starfsemi, á sviði sölu og vöruþróunar, getur verið. Kostir samstarfs um sölu eru augljóslega margir, — möguleikar að kynna og selja merkjavöru í miklum mæli, innbyrðis samkeppni úr sögunni, framboð fjölbreyttara vöruúrvals, mótun markaðsstefnu til lengri tíma o.s.frv. Á hinn bóginn má einnig færa rök fyrir því, að ýmsir ókostir séu einnig samfara slíku samstarfi, — kerfið verður stærra og þyngra í vöfum; framleiðandinn er fjarlægur markaðnum og skortir þekkingu á eðli hans og upplýsingar um markaðstækifæri; afleiðingar mistaka eru meiri og geta bitnað á saklausum aðilum o.s.frv. í heild verður þó að álykta, að kostirnir við samvinnu vegi vel á móti ókostunum, við þær aðstæður, sem ríkjandi eru og ríkt hafa og í heiid sé ekki önnur skipan betri þó benda megi á ýmislegt, sem betur megi fara. Eðli markaða Mörkuðum þeim, sem við seljum fiskafurðir á má í grófum dráttum skipta í þrennt: 1. Frjálsa markaði, þar sem almennar reglur um viðskiptahætti gilda. 2. Markaði, sem háðir eru ýmsum hömlum opin- 8 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.