Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 60

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 60
í upphafi veðurspár kemur stormaðvörun, sé reiknað með að veðurhæð nái stormi eða 9 vind- stigum á einhverjum miðanna umhverfis landið. Oft er það svo, að rætist slík stormspá, reynist veðurhæð hafa orðið 9 vindstig og ekki meiri. Ég vil hins vegar vekja athygli á því að í stormaðvörun felst að veðurhæð geti orðið 9 vindstig eða meiri, og er brýnt að menn séu á varðbergi og geri sér grein fyrir því, að það er ekki á valdi veðurfræðinga að segja af nákvæmni fyrir um, hversu hátt yfir 9 vindstig veðurhæðin fer. Kannski verður hún 11-12 vindstig. Allir ættu að gera sér ljóst að mjög óvanalegri veðurhæð eða óvenju afbrigðilegu veðri verður sjaldnast spáð með nægilegum fyrirvara. Þótt stormur hafi reynst vægur í síðustu 10 skiptin sem aðvörun var með spánni og jafnvel ekki komið, þá er óráð að álykta af því, að 11. stormurinn verði það líka. Gleymum ekki að veðurspáin á sín takmörk. Skipstjórnarmenn vil ég svo hvetja sérstaklega til að láta Veðurstofuna vita af því í gegnum næstu strandarstöð, ef þeir lenda í stormi á svæði þar sem slíku hefur alls ekki verið spáð. Freistandi væri að nefna fleiri atriði, en ég held ég ljúki þessu spjalli með því að benda á, að óráð- legt er fyrir þá sem eiga eitthvað undir veðri að byggja eingöngu á sjónvarpsveðurfregnum, sem aðeins eru fluttar einu sinni á sólarhring. I sjón- varpinu er með notkun veðurkorta reynt að gefa yfirlit yfir þau veðurkerfi sem á kreiki eru og lýsa veðurhorfum, og vonum við að það sé mikilvægur stuðningur við veðurfregnir í útvarpi. En veðrið er einfaldlega svo breytilegt að hver sá sem vill hafa full not af veðurþjónustunni þarf að fylgjast með hverri veðurspá í útvarpinu. Hérlendis verður aldrei hjá því komist að hafa vakandi auga með veðrinu jafnt að nóttu sem degi. Lög og reglugerðir Framhald af bls. 39 skal tilkynnt sjávarútvegsráðuneytinu, áður en hún hefst hverju sinni. Verði slíkar áætlanir ekki látnar í té, getur ráðuneytið ákveðið, hvenær viðkomandi togarar, skuli láta af þorskveiðum. Útgerðaraðilar eru bundnir við áætlanir sínar og verða að leita samþykkis ráðuneytis, ef þeir vilja breyta þeim. 3. gr. Við ákvörðun á því, hversu lengi skip láta af þorskveiðum hverju sinni gilda eftirfarandi reglur: 1. Upphaf tímabils miðast við þann tíma, er skip kemur í höfn til löndunar afla úr síðustu veiði- ferð fyrir tímabilið. 2. Lok tímabilsins miðast við þann tíma, er skip- ið heldur til þorskveiða á ný. 3. Sigli skip með afla til löndunar erlendis og reynist þorskur yfir leyfilegum mörkum sbr. 4. gr., telst sá tími er fer í siglingar með afla út og til heimahafnar aftur ekki með í tímabili veiði- takmörkunar á þorski. 4. gr. Á þeim tíma, sem togskip láta af þorskveiðum samkvæmt 1.-2. gr. má hlutur þorsks í heildarafla hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en 15%. Þorskur má þó nema allt að 25% af heildarafla einstakra veiðiferða, enda fari samanlagður daga- fjöldi, sem þær veiðiferðir taka, ekki yfir 40 daga. Fari þorskafli yfir leyfileg viðmiðunarmörk samkvæmt 1. mgr. verður það, sem umfram er, gert upptækt samkvæmt lögum um upptöku ólög- legs sjávarafla. 5. gr. Komi fiskiskip með afla að landi á tímabili, sem þorskveiðar eru bannaðar samkvæmt 1.-2. gr., og hlutur þorsks í aflanum reynist hærra en leyfilegt er samkvæmt 4. gr., skal svo litið á, að hér sé um ólöglegan afla að ræða, og hann gerður upptækur, sbr. 4. gr., nema í ljós komi, að veiðar hafi ekki verið stundaðar á þeim tíma, sem þorskveiðar eru óheimilar. Sama gildir komi fiskiskip að landi eftir lok tímabils, hafi afli að einhverju leyti fengist á tímabilinu. 6. gr. Sjávarútvegsráðuneytinu er heimilt að setja nán- 48 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.