Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 58

Ægir - 01.01.1981, Blaðsíða 58
um um hitastig að halda að vetrarlagi. Þeir eru þá að velta fyrir sér, hvort unnt sé að steypa vegna frosthættu. Vegna mjög tíðra og óreglulegra hita- breytinga er oft erfitt að lesa slíkar upplýsingar úr almennu spánni. Þessir aðilar leita því gjarnan beint til Veðurstofunnar til þess að fá nánari skýringar. Veðurspásvæði Á fyrstu árum veðurspánna var spáð fyrir landið í heild án fastra spásvæða, en einstakra landshluta getið eftir þörfum, svipað og nú er gert í tveggja daga spánni. Frá 1926 var landinu hins vegar skipt í 8 veðurspásvæði og árið 1950 kom samsvarandi skipting á miðum umhverfis landið. Þessi skipan hélst svo allt þar til í maí 1980, að skiptingin var endurskoðuð. Var aðalbreytingin sú að Norður- landi var skipt í tvö spásvæði og fjölgaði svæðum því úr 8 í 9. Fleiri leiðréttingar voru einnig gerðar, og má geta þess að nú tilheyra Patreksfjörður og Tálknafjörður spásvæðinu BREIÐAFJÖRÐUR, og spásvæðið AUSTURLAND AÐ GLETTINGI er samstæðara svæði en það sem fyrr var, en þá voru m.a. Melrakkaslétta og Hérað saman í spá- svæði. Þessi breyting var gerð að undangenginni rann- sókn, þar sem reynt var að láta fylgni skýjahulu milli 76 veðurstöðva á landinu vísa á heppilegustu mörk milli spásvæða. En þótt mikill munur sé á fjölda veðurstöðva nú eða árið 1926, þegar landinu var upphaflega skipt, reyndist í kjölfar rannsókn- arinnar nauðsynlegt og mjög gagnlegt að leita til veðurglöggra heimamanna á nokkrum svæðum á landinu af þessu tilefni. Get ég ekki stillt mig um að senda kveðju og þakklæti til þeirra sem svöruðu þeim fyrirspurnum. Nú má spyrja af hverju nauðsynlegt sé að skipta landinu með þessum hætti í spásvæði. Nefna má þrjár ástæður. í fyrsta lagi geta á sama tíma verið fleiri en ein vindátt á landinu og misjöfn veðurhæð og af þeim sökum einnig mismunandi veðurlag. í öðru lagi hreyfast skil og regnsvæði yfir landið á spátímabili. Veður sem spáð er kemur ekki á sama tíma á öllu landinu, heldur er yfirleitt um tímamun að ræða. í þriðja og síðasta lagi þarf allavega að skipta landinu, þótt sama vindátt sé um allt land, því að verulegur munur er á skýjafari og veðurlagi milli landshluta vegna þess að landið er hálent. Einmitt Veðurkortamóllakari í skipi. sá munur sem þannig kemur fram ræður mestu um mörk milli spásvæða. Með glöggri skiptingu í spásvæði er tryggt að lýsing á veðurhorfum eigi við um nokkuð samstætt svæði og sé skýr og stuttorð. Þetta getur einnig verið mikilvægt af fleiri ástæðum, t.d. við síðari rannsóknir á spánum. Hversu áreiðanlegar eru veðurspárnar? Hversu áreiðanlegar eru svo veðurspárnar? Ekki er að undra þótt spurt sé, og raunar ætti að vera nokkuð sjálfsagt mál að notendur veðurspáa vissu eitthvað um gæði þeirrar þjónustu sem þeir verða aðnjótandi. Þeim mun dapurlegra er að þurfa að svara því til að lítið sé vitað um gæði veðurspáa hérlendis. Með einni undantekningu hafa engar rannsóknir verið gerðar í því efni. Stundum er það svar gefið við spurningum sem þessari að 70-85% spánna séu réttar í aðalatriðum, en þá látið fylgja að um erlendar niðurstöður sé að ræða frá ná- grannalöndum, sem að sumu leyti búa við svipaðar aðstæður og við. Það er ákaflega vandasamt verk að finna full- nægjandi aðferðir til að leggja tölulegt mat á gæði veðurspár, sem samin er nteð almennum orðum og gerir þar að auki fleiri en einum veðurþætti skil. Hvert á þá að vera vægi einstakra þátta? Það fer t.d. fyrst og fremst eftir því hver notandinn er, hvort meira er lagt upp úr úrkomuspá eða vinda- 46 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.