Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1985, Page 20

Ægir - 01.04.1985, Page 20
Dr. Björn Jóhannesson: Hlutfallslegur meðalfjöldi laxa er veiddust um árabil á stöng í sömu ánum á 6 landssvæðum. Súluritin er fylgja þessu grein- arkorni eru unnin úrgögnum sem Veiðimálastofnunin hefur birt í málgagni stangveiðimanna, Veiði- manninum. Tekin hafa verið meðaltöl stangveiði í laxám á 6 landssvæðum, eins og lesa má af súluritunum. Með þessu er ætl- unin að bregða upp trúverðugri heildarmynd af þróun stangveiði á íslandi síðustu árin. Meðalveiði áranna 1977, 1978 og 1979 er í öllum tilvikum notuð til viðmið- unar sem talan 100. Auk met-lax- veiðiársins 1978 eru svo hlutfalls- tölur fyrir árin 1981, 1982, 1983 °g 1984 færðar á súluritin. Súluritunum læt ég fylgja eftir- farandi athugasemdir: Súlurit A, Kjósarsýsla og Reykja- vík Meðalveiðin í Elliðaánum, Leirvogsá og Laxá í Kjós hefur tekið tiltölulega litlum breyt- ingum síðustu árin. Á þessu hafs- svæði eru 2 hafbeitarstöðvar suður með sjó (Pólarlax h/f og stöð í Vogum), þar sem aðstaða til að heimta lax í gildrur er ófullnægj- andi. Eins gengur lax treglega í eldisstöðina í Kollafirði í þurrka- tíð. Af þessum sökum lendir lax, sem upprunninn er í þessum eldisstöðvum, stundum í torfum sem eru á leið til síns heima í Elliðaánum, Korpu, Leirvogsá eða Laxá í Kjós. Er þetta sennilega skýring þess, að laxveiði í nefnd- u'm ám hefur minnkað að mun minna síðustu árin en á öðrum landssvæðum. Súlurit F, Suðurland Athyglisvert er að stangveiði á Suðurlandssvæðinu hefur farið vaxandi frá árinu 1981. Væntan- lega skýrir tafla 1 þetta fyrirbæri að nokkru leyti. Taflan sýnir, að 1984 jókst stangveiði á vatnasvæði Ölfusár um 26%, en netaveiði minnkaði um 27% og heildarveiði um 18%, frá því árinu áður. í góðær- inu vorið 1984 gekk lax tiltölu- lega snemma úr sjó, og af þessari ástæðu munu venju fremur margir fiskar hafa komist í árnar áður en netaveiði hófst í Ölfusá. Að sjálfsögðu geta aðrir þættir, svo sem gönguskilyrði á þeim tímabilum sumarsins þegar net eru tekin upp úr ánum, haft áhrif á þann fjölda laxa sem kemst fram hjá netalögnum. Netaveiði í Hvítá í Borgarfirði hefst fyrr á sumri en netaveiði í ölfusá, enda sýnir tafla 1 að stangveiði á vatnasvæði Hvítár minnkaði um 37%, en heildat- veiðin þó nokkru meira eða 44%> á árinu 1984 miðað við sumariö 1983. Súlurit E, NA og Austurland: Að kalla alger ördeyða hefar verið í laxám þessa landshluta síðustu fjögur ár. Eins og ég hel bent á í blaða- og tfmaritsgrein- um, valda úthafsveiðar Færef inga fyrst og fremst veiðileysu 3 NA og Austurlandi. Fari svo fra^ má raunar ætla, að laxveiði il þessu svæði hverfi með ölH vegna of lítils náttúrlegs laxaklak5 í ánum. Með því að sleppa árleg3 pokaseiðum eða sumaröldui11 seiðum í árnar, má þó vænta'1' lega sporna gegn eða draga Lir gereyðandi áhrifum úthafsveið' anna. Súlurit D, S-Þingeyjarsýsla: Árlega er sleppt talsverðu magni af sjógönguseiðum í La*a í Aðaldal, og er þetta eflaust nieg' inskýring þess að örlög þes5a vatnsfalls hafa ekki orðið Tafla 7. Hlutfallselg stangveiði, netaveiði og heildarveiði á vatnJ' svæðum Ölfusár og Hvítár í Borgarfirði. Vatnasvæði Hvítári Vatnasvæði Ölfusár Borgarfirði 1983 1984 1983 1984 Stangveiði .......................... 100 126 100 63 Netaveiði .......................... 100 73 100 52 Heildarveiði........................ 100 82 100 56 128-ÆCIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.